Jökull


Jökull - 01.12.1980, Side 77

Jökull - 01.12.1980, Side 77
Hagafellsjöklar taka á rás THEÓDÓRTHEÓDÓRSSON Eins og flestir vita, hefur Hvítá verið afar gruggug í sumar og ástæðan fyrir því er sú, að Hagafellsjöklarnir báðir, eystri og vestari, hafa hlaupið fram. Aurburðurinn í Hvítá margfaldaðist og það hefur valdið töluverðum truflunum á lax- og silungsveiði í ánni. Aurinn berst í Hvítá með Tungufljóti og Sandá, sem báðar eiga upptök sín í Hagavatni. Vatns- rennsli í Tungufljóti tók að aukast verulega í maí—júní og náði hámarki í júlí—ágúst. Lengdarmælingar hafa verið gerðar á Hagafellsjöklum allt frá árinu 1934, er Jón Eyþórsson hóf þær. Síðast hljóp Hagafellsjök- ull vestari fram árið 1971 og mældist það hlaup um 700 m. Hagafellsjökull eystri hljóp síðast fram 1975 og mældist það hlaup um 1200 m. Dagana 25. og 26. október 1980 fóru 4 mælingamenn frá Reykjavík í leiðangur að Hagafellsjöklunum, til að mæla þessar síðustu lengdarbreytingar. Það var dumbungsveður þegar lagt var af stað úr Reykjavík og þannig hélst það allan daginn. Fyrst fórum við að Hagavatni. Farið var gulmórautt og Nýifoss var í samlitum klakaböndum. Af hálsinum norðaustan við Nýjafoss sáum við hvar jökul- sporðurinn lá á kafla út í Hagavatni. Vatnið var ísi lagt og auðséð á ísnum, að hann hafði hreyfst nýlega, því hann var allur út í sprung- um, sem höfðu svo frosið saman á ný. Einstaka ísjakar sátu frosnir í ísnum. Við gengum stystu leið yfir vatnið á ísnum að jökulsporðinum, þar sem mælingavörðurnar voru síðast þegar við vorum hér. Jökulsporðurinn var um Myndl. Hagafellsjök- ull eystri. Lengdar- breytingar og frávik árs- meðalhita frá meðallagi áranna 1930—1960. Fig. 1. Glacier variations and. lemperature variations. JÖKULL 30. ÁR 75

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.