Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 87

Jökull - 01.12.1980, Page 87
FYRSTU GÖNGUR ÍSLENDINGA Á NOKKUR ERLEND FJÖLL Fyrsti Islendingur, sem iðkaði fjallaklifur erlendis að ráði, var Þórður Guðjohnsen (1867—1937), er var læknir í Rönne á Borg- undarhólmi1899—1937. Guðjohnsen hóf fjallgöngur í Noregi og kleif þar erfiða tinda, m. a. Store Skagastölstind (2045 m) í Horungfjöllum, einn allra erfiðasta tind í Jötunheimum. Matterhorn í svissnesku Ölpun- um, það fræga fja.ll, sem Edward Whymper kleif fyrstur manna 1865, kleif Þórður Guð- johnsen 1911. Síðari áratugi ævi sinnar ferð- aðist hann aðallega um sænska Lappland, sem hann tók ástfóstri við, og gekk þar á fjölmörg fjöll. Sumarið 1914 fann hann nýja leið á hæsta fjall Svíþjóðar, Kebnekaise (Kyrtiltind, 2117 m) er sú leið enn oft farin og heitir Guð- johnsensleiðin. Fjallagarpurinn og glæsimennið Guð- mundur Einarsson frá Miðdal (1895 —1963), sem fyrr var getið, kleif á öðrum áratug þess- arar aldar fjölda tinda í Ölpunum, m. a. í Dólómítunum. Hæsta fjall Evrópu er Mont Blanc, 4810 m (1. mynd). Fyrstir til að klífa það fjall, 8. ágúst 1786, voru franskur sveitalæknir, M. Paccard, og fylgdarmaður hans, J. Balmet, en næsta ár lék hinn svissneski náttúrufræðingur, H. B. de Saussure, þetta eftir. Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri gekk á Mont Blanc 2. sept. 1963, í fylgd með þýskum fjallakappa, Steinauer. Hinn 16. ágúst 1973 gengu 10 pilt- ar úr HSV á Mont Blanc. Meðal þeirra voru þeir áðurnefndu þrír, er komust upp á Þumal tveimur árum síðar. Einn þeirra, Daði Garð- arsson pípulagningamaður, var einnig í hópi sex HSV pilta, er klifu Matterhorn 1976 og komust fimm alla leið. I Afríku ber hæst fjallið Kilimanjaro (fjall hins illa anda, 5895 m) í Tanzaníu. Kili- manjaro er slokknað eldfjall ekki ýkja gam- alt. I hvirfli þess er askja (caldera) um 2.2 km í þvermál, og barmar hennar að nokkru huldir jökli, en í henni miðri tvöfaldur gígur (2. mynd). Fjallið var klifið í fyrsta sinni 1889 af þýskum manni, Hans Meyer. Fyrstur Islend- inga til að komast á hæsta tind Kilimanjaro, Uhuru, var Agnar Kofoed-Hansen, hinn 18. nóvember 1966. Sumarið 1974 gengu 10 piltar úr HSV á Kilimanjaro og komust þrír á há- tind, Ölafur Magnússon, Eiríkur Þorsteinsson og Daði Garðarsson. Víkur nú sögunni til Vesturheims. Mesta þrekvirki, sem Islendingur hefur unnið í fjall- göngu má víst telja það, er Arnór Guðbjarts- son verslunarmaður komst á hátind Mount McKinley í Alaska 21. júní 1979. Með honum í för voru Helgi Benediktsson og bræðurnir Arngrímur og Sighvatur Blöndal, er áttu sinn 2. mynd. Hvirfill Kiliman- jaro. Ur Focus on Africa, Amer. Geogr. Soc. JÖKULL 30. ÁR 85

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.