Jökull - 01.12.1980, Side 88
3. mynd Chimborazo.
Ljósm. Panagra.
þátt í að Arnór komst á hátindinn, þótt ekki
kæmust þeir sjálfir alla leið. Mount McKinley
(Indíánar nefna það Denali, = hið háa eða
stóra) er hæsta fjall Norður-Ameríku, 6194 m,
kulnað eldfjall, ferlega sundurskorið af jöklum
(3. mynd). Norðurtindur fjallsins (5934 m) var
klifinn í fyrsta sinn árið 1910 af tveimur
námuverkamönnum, William Taylor og Pete
Anderson, en hátindinn (suðurtindinn) kleif
fyrstur erkiklerkurinn Hudson Stuck við
fjórða mann 1913.
Síðastur en ekki sístur meðal frækinna ís-
lenskra fjallamanna skal hér nefndur, Ást-
valdur Eydal. Ástvaldur, sem er landfræðing-
ur, var aðalkennarinn í landafræði við Há-
skóla Islands fyrstu árin sem hún var kennd
þar, en flutti síðar til Bandaríkjanna og varð
þar prófessor í sinni fræðigrein. Ekki man ég
til þess, að Ástvaldur hafi iðkað mikið fjall-
göngur hérlendis, en því meira eftir að vestur
kom. Fyrsta háfjall, sem hann gekk á, ætla ég
að hafi verið eldfjallið Mt. Rainier nærri
Seattle, sem er 4302 m hátt og næst hæsta fjall
hinna eiginlegu Bandaríkja. En aðalþrekvirki
4. mynd. Mount McKinley
séð úrsuðvestri. Ljósm. Sig.
Þórarinsson 22. maí 1963.
86 JÖKULL 30. ÁR