Jökull


Jökull - 01.12.1980, Síða 92

Jökull - 01.12.1980, Síða 92
Ýmsar torfærur leynast á jökli. Skálinn fullgerður á Goðahnúkum. Goðahnúka. Var hið skjótasta tekið saman mesta af dóti, húsið hnýtt aftan í og ekið norður á hinn fyrirhugaða stað. Annað var að grafa þarna fyrir undirstöðum, aðeins um 15 sm snjólag á háhryggnum milli hnúkanna. Undirstöður skálans eru fjórir netkassar, 2 x 1 x 0.5 m úr galvaniseruðum og nælonhúðuð- um stálvír, — tvær hálfar bensintunnur, fyllt- ar grófri möl, settar í hvern kassa, stálteinar með stórum járnkrossum, 0.5 m á kant, settir upp í gegnum kassana og tunnubotninn. Síð- an var dregari 3“ x 8“ festur á flansa á efri enda teinsins, en skálinn síðan festur með girði við dregarann. í kringum tunnurnar í kössun- um var hlaðið grjóti. Eru um tvö tonn í hverj- um kassa, en skálinn er átján hundruð kíló. Klukkan 5 að morgni sunnudags var búið að ná í nægilegt grjót í undirstöður og þá gengið til náða og sofið til hádegis. Um kl. 16 var lokið að ganga frá skálanum og þokunni heldur að létta. Tóku menn nú lífinu með ró til næsta morguns. Nokkrir skruppu á Grendil, tind NA af Goðahnúkum, og ,,Ára“, tvíhöfða tind austur af skálanum. Var þetta nafn gefiö af árrisulum ferðalöngum er hann glóði í morgunsólinni. Á mánudagsmorgun, um kl. 9.30 lögðu skátarnir af stað niður af jökli en hinir um kl. 14. Ferðin niður gekk vel, skiptust á þoku- hjúpur og bjartviðri, en stillt veður, eins og verið hafði allan tímann. Komið var niður af jökulrönd um kl. 23.30. Lokið var við að ganga frá farangri á flutningatæki og allt tilbúið til heimferðar um ki. 3.30. Komið var til Reykjavíkur seinni hluta þriðjudags eftir happadrjúga ferð. Að öllum öðrum ólöstuðum, sem lögðu hönd að byggingu þessara síðustu fjögurra skála Jöklarannsóknafélagsins, fær félagið seint fullþakkað þeim hjónum Jóni ísdal og Erlu fyrir þá aðstöðu er þau veittu við smíð- ina, og Pétri Þorleifssyni, sem einnig valdi staðina hjá Fjallkirkjunni og á Goðahnúkum. Stefán Bjarnason. 90 JÖKULL 30. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.