Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 92
Ýmsar torfærur leynast á jökli.
Skálinn fullgerður á Goðahnúkum.
Goðahnúka. Var hið skjótasta tekið saman
mesta af dóti, húsið hnýtt aftan í og ekið
norður á hinn fyrirhugaða stað. Annað var að
grafa þarna fyrir undirstöðum, aðeins um 15
sm snjólag á háhryggnum milli hnúkanna.
Undirstöður skálans eru fjórir netkassar, 2 x
1 x 0.5 m úr galvaniseruðum og nælonhúðuð-
um stálvír, — tvær hálfar bensintunnur, fyllt-
ar grófri möl, settar í hvern kassa, stálteinar
með stórum járnkrossum, 0.5 m á kant, settir
upp í gegnum kassana og tunnubotninn. Síð-
an var dregari 3“ x 8“ festur á flansa á efri
enda teinsins, en skálinn síðan festur með girði
við dregarann. í kringum tunnurnar í kössun-
um var hlaðið grjóti. Eru um tvö tonn í hverj-
um kassa, en skálinn er átján hundruð kíló.
Klukkan 5 að morgni sunnudags var búið
að ná í nægilegt grjót í undirstöður og þá
gengið til náða og sofið til hádegis. Um kl. 16
var lokið að ganga frá skálanum og þokunni
heldur að létta. Tóku menn nú lífinu með ró
til næsta morguns. Nokkrir skruppu á Grendil,
tind NA af Goðahnúkum, og ,,Ára“, tvíhöfða
tind austur af skálanum. Var þetta nafn gefiö
af árrisulum ferðalöngum er hann glóði í
morgunsólinni.
Á mánudagsmorgun, um kl. 9.30 lögðu
skátarnir af stað niður af jökli en hinir um kl.
14. Ferðin niður gekk vel, skiptust á þoku-
hjúpur og bjartviðri, en stillt veður, eins og
verið hafði allan tímann. Komið var niður af
jökulrönd um kl. 23.30. Lokið var við að ganga
frá farangri á flutningatæki og allt tilbúið til
heimferðar um ki. 3.30. Komið var til
Reykjavíkur seinni hluta þriðjudags eftir
happadrjúga ferð.
Að öllum öðrum ólöstuðum, sem lögðu
hönd að byggingu þessara síðustu fjögurra
skála Jöklarannsóknafélagsins, fær félagið
seint fullþakkað þeim hjónum Jóni ísdal og
Erlu fyrir þá aðstöðu er þau veittu við smíð-
ina, og Pétri Þorleifssyni, sem einnig valdi
staðina hjá Fjallkirkjunni og á Goðahnúkum.
Stefán Bjarnason.
90 JÖKULL 30. ÁR