Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 95

Jökull - 01.12.1980, Page 95
Journal of Glaciology. Yfirstjórn þess er í höndum forseta, sem hefur ráð sér við hlið. Er venjulega skipt um forseta á tveggja ára fresti og ráðsmenn koma og fara, en hinn fasti tengiliður er ritari félagsins, frú Hilda Richardson, sem á ekki lítinn þátt í viðgangi þessa félags. I félaginu starfa undirdeildir og er ein þeirra Félag norrænna jöklafræðinga, sem er mjög óformlegt sem félag, en heldur ráð- stefnu í einhverju Norðurlandanna sumar hvert. Sumarið 1978 var þessi ráðstefna haldin hér á landi, á Kirkjubæjarklaustri, dagana 17.—24. júní. Hafði Helgi Björnsson veg og vanda af henni, með nokkurri aðstoð for- manns, sem stjórnaði fræðsluferðum. Um 50 manns sóttu ráðstefnuna þegar flest var, þar af 35 erlendir gestir. Haldin voru 25 erindi, þar af um helmingur af íslenzku þátttakendunum. Ég hygg að þessi ráðstefna hafi orðið okkur til sóma og flyt Helga þakkir fyrir. Mœlingar á lengdarbreytmgam jökla Sigurjón Rist hafði sem áður veg og vanda af mælingum á lengdarbreytingum jökul- sporða og naut enn sem fyrr aöstoðar sjálf- boðaliða við tímafrekustu mælingaferðirn- ar. Eg vil ntinna á, að þessar mælingar eru liður í alþjóðlegu starfi, sem við höfum nú verið þátttakendur í í nær hálfa öld og má það starf ekki niður falla. Eðlilegast væri að það væri, eins og vatnamælingar, kostað af Orku- stofnun, því hér er um að ræða einn þátt í vatnsbúskap landsins. Frœðslu- og skernmtiferðir Fræðslu- og skemmtiferðir voru þrjár. Sú fyrsta var gönguferð í Esjufjöll 8. — 9. júlí, far- arstjóri Stefán Bjarnason, fámenn, en sögð hafa verið sérlega hugguleg. Önnur ferð var farin inn á Einhyrningsflatir 19. — 20. ágúst. Fararstjóri Ástvaldur Guðmundsson, ágæt ferð, þátttakendur um 30. Loks var það svo hin venjulega haustferð í Jökulheima 8.—10. sept., fjölmenn og vel heppnuð að vanda. Valur Jóhannesson var sem fyrr sá er hafði veg og vanda af þessum ferðum og vinnur þar gott verk fyrir félagið. Samanlagt tóku um 75 þátt í þessum ferðum. Bílamál Af bílakosti félagsins er það að segja að Jökull II. hefur nú verið seldur. Vísillinn Gosi er enn í eigu félagsins. Hann er orðinn hálfgert skar, en telst þó brúklegur og verður væntan- lega notaður á vori komanda. Bomardierinn er í góðu standi inni í Jökulheimaskemmu. Ekkert hefur því miður komið út úr því enn, sem rætt var um i fyrra, að félagið fengi e. t. v. snjóbíl frá Sölunefnd setuliðseigna fyrir lítið verð, en ekki er öll von úti. Skálamál I skálamálum er líf og fjör sem fyrri daginn og eftirfarandi er skýrsla formanns skála- nefndar, Stefáns Bjarnasonar: „Skálaeign félagsins er nú: þrír skálar á Vatnajökli, einn á Breiðamerkursandi og tveir, ásamt skemmu-skúr og kamri, í Tungnárbotnum. Grímsvatnaskálinn er í góðu ástandi. Var hann bikaður að utan í sumar. Skálarnir í Esjufjöllum og Kverkfjöll- um eru í ágætu standi. Breiðárskáli er heldur óvistlegur. Vafasamt, hvort leggja beri vinnu og efni i að setja hann í viðunandi stand. Kemur mjög til álita, hvort félagið eigi ekki að byggja nýjan skála þarna heldur en að leggja í frekara viðhald. Það er að segja, ef talið er æskilegt að félagið eigi skála þarna. En það tel ég með hliðsjón af ferðum í Esjufjöll. Jökulheimar eru vel á sig komnir. Voru í sumar máluð þökin á gamla og nýja skálan- um, einnig borið á þær hliðar, sem veðraðar voru. Efni það sem borið var á skálana fyrst 1977 virðist vera mun endingarbetra en það sem áður var notað. Siðasta haust ,,13. september“ voru settir upp i nýja skálann tveir nýir olíulampar úr svörtu snúðajárni, sem skemmtinefndin færði félaginu. Þá voru seinna um haustið settir ca. 150 snagar í bæði húsin. Borð þau, sem verið hafa í nýja skálan- um frá upphafi, hafa senn lifað sitt fegursta. Hyggst skemmtinefndin styrkja öflun nýrra í þeirra stað. Nú stendur yfir smíði tveggja jökulhúsa samskonar og sett voru upp 1977 í Kverkfjöll- um og Esjufjöllum. Ætlunin er að fullgera þau fyrir vorið, þannig að hægt verði að fara með JÖKULL 30. ÁR 93

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.