Jökull


Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 13

Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 13
Ágrip JARÐHITI Á TORFAJÖKULSSVÆÐINU - YFIRLIT YFIR JARÐEFNAFRÆÐILEGAR RANNSÓKNIR Jarðhitasvæði það sem kennt er við Torfajökul liggur innan Torfajökuls-megineldstöðvarinnar. Súrt berg er óvenju algengt í þessari megineldstöð miðað við aðrar slíkar á Islandi. Nokkur gos hafa orðið á svæðinu á nútíma. Talið er að annað berg á yfirborði sé að mestu myndað á síðasta jökulskeiði. Stór hringlaga strúktúr sem líklegast tengist öskjusigi liggur utan um megineldstöðina. Jarðhitaummerki ná yfir um 140 km2 svæði og eru þau nær eingöngu innan öskjunnar. Áætlað hefur verið að náttúrulegt varmatap svæðisins nemi 190-930 kg/sek af gufu. Allmikil lægð er í þyngdarsviðinu á Torfajökulssvæð- inu sem stafar vafalítið af hinu mikla magni af eðlisléttu súru gosbergi. Innan lægðarinnar er skörp hæð í þyngd- arsviðinu. Sú hæð hefur verið talin stafa af basaltinn- skotum undir súra berginu og líklega eru þessi innskot varmagjafinn fyrir jarðhitakerfið. Jarðhiti á yfirborði á Torfajökulssvæði er að mestu gufuaugu og súrar hveraleirsmyndanir. Gufuhitað vatn í hverum er einnig algengt, bæði súrt súlfat-vatn og bíkar- bónat-vatn með sýrustig (pH) á bilinu 6-7. Súra súlfat- vatnið myndast þegar gufa með verulegu brennisteins- vetni þéttist í yfirborðsvatni, en bíkarbónat-vatn mynd- ast þegar gufa snauð af brennisteinsvetni þéttist. í báð- um tilvikum inniheldur gufan kolsýru og ýmsar aðrar gastegundir. Á svæðinu í nágrenni Landmannalauga eru hverir og lindir af tiltölulega klóríð-ríku vatni. Petta vatn er djúp- vatn, sem hefur ýmist soðið eða blandast köldu vatni í uppstreymisrásum eða hvoru tveggja. Hæsti mældi styrkur klóríðs er 535 ppm sem er mun hærri en almennt gerist með jarðhitavatn hér á landi sem streymir um basískt berg. Hinn tiltölulega hái styrkur klóríðs í djúp- vatni á Torfajökulssvæði er talinn stafa af tiltölulega háum styrk þessa efnis í súru bergi miðað við basískt. Tvívetnisinnihald klóríðvatnsins gefur til kynna að það sé staðbundin úrkoma að uppruna. Gufa í gufuaugum á Torfajökulssvæði inniheldur yfir- leitt gas á bilinu 0.2-0.4% miðað við rúmmál. Kolsýra er yfirleitt yfir 70% en brennisteinsvetni liggur á bilinu 2-8% og vetni á bilinu 0-10%. Efnainnihald klóríðvatnsins á svæðinu við Land- mannalaugar bendir til hitastigs kringum 265°C í undir- liggjandi jarðhitakerfi. Gas í gufuaugum gefur vísbend- ingu um enn hærri hita (>300°C), bæði við Landmanna- laugar og annars staðar á Torfajökulssvæðinu þar sem sýni hafa verið tekin. Styrkur radons og kvikasilfurs hefur verið athugaður á afmörkuðu svæði við Hrafntinnusker. Styrkur beggja þessara efna er hæstur næst hverum og gufuaugum. Auk þess koma fram frávik, sem falla nokkurn veginn saman fyrir bæði efnin og eru ílöng annars vegar í NA-SV stefnu og hins vegar í NV-SA stefnu. Fyrri stefnan svarar til stefnu ríkjandi brotalína á svæðinu en sú seinni til eldra brotalínukerfis. Hlutfall helíum ísótópa (3He/4He) er óvenjuhátt á Torfajökulssvæðinu. Gildi allt að 23.4 sinnum hærri en nemur þessu hlutfalli í andrúmsloftinu hafa mælst. Svip- uð gildi hafa einnig mælst í jarðgufu á jarðhitasvæðum í gosbeltinu fyrir norðaustan. Hið háa hlutfall helíumísót- ópa er talið tengjast möttulstróknum undir þessum landshluta. Líklegt er talið að mikið uppstreymi basalt- kviku frá möttulstróknum verði undir Torfajökulssvæð- inu. Hluti þessarar kviku sest að neðst í jarðskorpunni, bræðir hana að hluta og myndar þannig súra kviku, en hluti leitar út í gliðnunarsprungurnar í gosbeltinu fyrir norðaustan. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.