Feykir


Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 1

Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 1
rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Engin vog á Blönduósi Engin bílavog er nú á Blönduósi eftir að vog kaupfélagsins við Hafnarbraut var innsigluð nýlega og hafa stjórnendur KH ákveðið að ekki verði gert við vogina. Sem stendur þarf því að vigta það á Skagaströnd sem nauðsyn krefur, en landaður afli á Blönduósi er viktaður í vinnslunni. Að sögn Ofeigs Gestssonar bæjarstjóra er í athugun að hafnarsjóður kaupi viktina af kaupfélaginu og láti gera við hana, eða kaupi nýja vigt. Aðspurður hvort að það væri ekki bagalegt að engin bílavog væri á staðnum, kvað hann þaðekkertsvotiltakan- legt. Til að rnynda væri engin bílavog í Vestmannaeyjum. Þar færi vigtun afla fram í vinnslunni. Málefni Loðskinns: Verða vart afgreidd fyrir mánaðamót Klárt fyrir tökur í fjárhúsinu á Höfða. Gísli Halldórsson til vinstri og Friðrik Þór Friðriksson annar frá hægri. Homströndum og fyrir vestan, og eru tökur nú að verða hálfnaðar. Þegar blaðamaður leit við á Höfða á föstudag hafði maður verið sendur út af örkinni til að leita að gömlu Willisjeppahræi, sem nota átti í einu ,skoti” í myndinni. Fannst það við bæinn Hróarsdal í Hegranesi. - Bara þetta dæmi sýnir að ýmislegt þarf að gera áður en myndin birtist fullsköpuð á Börn náttúrunnar mynduð á Höfða Gamli bærinn á Höfða á Höfðaströnd öðlaðist líf að nýju um helgina, þegar fram fóru tökur á upphafsatriðum væntanlegrar bíómvndar Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar. Fjárhúsin á Höfða voru einnig vettvangur þeirra atburða er aldraður bóndi, leikinn af Gísla Halldórssyni, bregður búi og leggur eins og svo mörg önnur gamalmenni í dag, leið sína í elliheimilið á mölinni. Þar eignast hann vinkonu og í sameiningu ákveða þau að strjúka vestur á Horn- strandir. Saman lenda þau í ýmsum ævintýrum sem kvik- myndahúsgestir fá væntan- lega að sjá á hvíta tjaldinu á næsta ári. Það voru hæg heimatökin hjá Friðriki Þór að finna hentugan tökustað fyrir byrjunaratriðið. Hann var nefnilega í sveit þar sem strákur hjá Friðriki Antons- syni frænda sínum. Friðrik bóndi var samt ekki í hlutverki í myndinni eins og sveitungarnir voru að geta sér til um. Tökur á Höfða stóðu frá föstudegi til mánudags. Búið er að taka atriðin á hvíta tjaldinu. Handrit myndarinnar sömdu þeir Friðrik Þór og Einar Már Guðmundsson rithöfund- ur. Aðalhlutverk eru leikin af Gísla Halldórssyni og Sigríði Hagalín. Hlutverk eru um 20, meðal annarra leikara, er heimsfrægur þýskur leikari. Egill Ólafsson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Baldvin Halldórs- son, Rúrik Haraldsson o.fl Ljóst er að það mun taka bæjarstjórn Sauðárkróks enn nokkra daga að skoða og síðan taka ákvörðun um beiðni sútunarverksmiðjunnar Loðskinns um 20 milljón króna hlutafjáraukningu bajar- sjóðs. Bæjarráð hefur tekið jákvætt í erindið, svo fremi sem sýnt þyki að þær aðgerðir sem unnið er að muni veita Loðskinni rekstrargrundvöll. Talið er hæpið að bæjar- stjórn afgreiði málið fyrir mánaðamót, þar sem hlut- laus endurskoðandi á eftir að yfirfara reikninga Loðskinns. Er fastlega reiknað með að Sveinn Jónsson endurskoðandi bæjarins gangi í það verk. Það voru framsóknarmenn í bæjarstjórn sem lögðu til að þessi vinnubrögð yrðu við- höfð. Starfsfólk í Loðskinni fékk greidd laun fyrir ágústmánuð fyrir viku, og voru þá liðnir 12 dagar umfram lögboðinn greiðsludag. Það mun koma forráðamönnum Loðskinns illa hversu dregst að ganga frá málum fyrirtækisins, þar sem nú er kominn sá tími sem samið er um kaup á hráefni fyrir vinnslu næsta árs. Það gekk ekki alveg nógu vel hjá þessum bíl í rallykrosskeppninni í malarnámunum við Gönguskarðsá á sunnudaginn. A næstsíðasta hring hafnaði hann á toppnuni og eldur kom upp í vélarúmi, er greiðlega gekk að slökkva. I keppninni, sem gaf stig til Islandsmeistara og Bílaíþróttaklúbbur Skagafjarðar stóð fyrir, sigraði Reykvíkingurinn Elías Pétursson á Escord 2000 með 180 ha vél. Hermann Halldórsson frá Steini varð annar á mun kraftminni bíl og Viggó Bjömsson Sauðárkróki þriðjl •••> '•■ Bflaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði Réttingar - Sprautun JBKI [ bilflvcrkstgdi ^ » ^*UDá#Ji)DKI . - oi7« jjoi “ SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141 Almenn rafverkatakaþjónusta Frysti- og kæliþjónusta Bíla- og skiparafmagn ___- Sími: 95-35519 H|./l Bílasími: 985-31419 Aðalgötu 26 Sauðárkróki Fax: 95-36019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.