Feykir


Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 8

Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 8
IFEYKIR lm Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 19. september 1990, 32. tölublað 10. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum NYJUNG - BILAMARKAÐUR SÖLULAUN KR. 6000 - ÁN VSK FYRIR ALLA BÍLA Á HVAÐA VERÐI SEM ÞEIR SELJAST Á Nú mæta allir á staöinn meö bíla sína, sem ætla að skipta eöa selja - Góö aðstaða BÍLASALAN - Borgarflöt 5 Sauöárkróki Símar 95-36050 - 95-35405 Opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13-19 ATH. NÝTT! Opið þriðjudaga, fimmtudaga kl. 13-22 Laugardaga kl. 13-17 Þrennar stóðréttir voru í Skagafirði á sunnudaginn, og því mikið um hrossarekstra á vegum, en í síðustu viku var ekið á fjögur hross í héraðinu. Réttað var í Silfrastaðarétt, Reynistaðarétt og Skarðarétt, þar sem þessi mynd var tekin. Skagafjörður: Riða í enn einn hreppinn Hinn illræmdi sauðfjársjúk- dómur riðan hefur nú stungið sér niður í enn einum hreppnum í Skagafirði, Skefils- staðahreppi á Skaga. Riða var staðfest fyrir nokkru í tveggja vetra kind á hænum Ketu. Eru nú einungis tveir hreppar í Skagafirði, þar sem riða hefur ekki verið staðfest; Fells- og Rípurhreppur. Björn Halldórsson bóndi í Ketu sagði menn að sjálfögðu hafa velt fyrir sér hvernig þessi kind hafi smitast, og það sé síður en svo auðvelt að gera sér grein fyrir því, þar sem nokkuð langt sé í annað riðusvæði. Þó er stutt síðan að riða var staðfest á bænum Efri-Lækjardal í Engihlíðar- ltreppi í A-Hún. Fé á þessum bæjum gengur ekki saman nema að litlu leyti.ogaðauki var ærin sem smitaðist mikið heima við bæ í Ketu í fyrrasumar. Því sé þetta enn langsóttara. Fé á Efri-Lækjardal hefur verið lógað, en enn er ósamið um förgun Ketufjárins. Skafti hitti á daginn Skipverjar og útgerð Skafta höfðu heppnina með sér þegar skipið seldi i Bremenhafen sl. laugardag. Fyrir 103 tonn af karfa fékkst langbesta meðalverð vikunnar, 110,83 krónur á kólóið. Kílóverðið hafði farið niður í 70 krónur þá í vikunni og hrapaði aftur eftir hclgina. Vigri fékk á mánudag 86 krónur í meðalverð. Að sögn Gísla Svans Einarssonar útgérðarstjóra Skagfirðings eru afiabrögð hjá flotanum treg um þessar mundir. Fram til þessa hefur gengið vel að afia hráefnis í húsin og nægur kvóti er eftir til áramóta. „Það er bara spurningin um að fá‘ann”, sagði Gísli. Næstu sölur togaranna eru, að Drangey Skjaldar selur 27. september og Hegranes Skagfirðings 17. október. Gamla löndunarhryggjan fékk aldeilis að finna fvrir því í síðustu viku og mátti nú ekki við miklu. Sjómenn á Ströndinni eru hræddirum að einhvrn daginn geti hún hreinlega brotnað í tvennt, þar sem hún er orðin ansi sigin í miðjunni. Skagaströnd: feykjur Dýrgripur barnakennarans Laugardagurinn síðasti var mikill spennudagur í fótboltanum um allt land, og fylgdust jafnt ungir sem gamlir með af áhuga. Á Ólafsfirði fór fram dramatísk viðureign milli erkifjendanna KS og Leifturs. Þar var mættur á völlinn áttræður barna- kennari Rögnvaldur Möller, með útvarpsviðtækið sitt meðferðis. Bar hann það ósjaldan vandlega upp að eyranu ef eitthvað mark- vert var að gerast á öðrum völlum landsins í lýsingunni á Rásinni. Það var engu líkar en barnakennarinn höndlaði þarna dýrgrip mikinn í spennu dagsins. Rögnvaldur setti skemmti- legan svip á stuðnings- mannalið Leifturs. Við livert mark sem liðið skoraði dró hann upp neftóbakspontuna og veitti á báðar hendur. En það var með Rögnvald eins ögfieiri Ólafsfirðinga að þrátt fyrir góðan sigur Leifturs á KS. verður hann að sjá á eftir Iiði sínu niður í þriðju deild. Gleðin í leikslok breittist í sorg þegar fregnaðist af óvæntum sigri Grind- víkinga á Fylki. Færeyingar bestir Annars er það stjarna Færeyinga sem skín hvað skærast á knattspyrnu- himninum í dag. eftir glæstan sigur þessara frænda okkar á Austurríkis- mönnum á dögunum. Eins og fregnast hefur er Islendingur landsliðsþjálfari Færeyinga. Sá heitir Pál! Guðlaugsson og er frá Vestmannaeyjum. Páll þessi var Neista- mönnum á Hofsósi innan handar þegar þeir fóru í æfingaferð til Færeyja sl. vor. Páll fékk meira að segja að vera með á einni æfingunni og hefur líklega bara haft gott af því. Að minnsta kosti halda gárungarnir því frarn að þar hafi landsliðsþjálfarinn lært þá leikaðferð til fullnustu, sem dugði til sigurs á Austurríkismönnum. Löndunarbryggjan „knölluö" í tvígang Koma flutningaskipsins Jarls til Skagastrandar í síðustu viku var síður en svo tíðindalaus. Olli skipið tals- verðuni skemmdunt á gömlu löndunarbryggjunni í tvígang og þess á milli strandaði það inn í höfninni. Nokkrar skemntdir urðu einnig á stefni skipsins í þessum atgangi. Allhvöss suðvestanátt var á Skagaströnd á þriðjudag þegar Jarl kom. Ókyrrt er í þessari átt í höfninni, sérstaklega utarlega og var því ákveðið að færa það inn að löndunarbryggjunni. Lendingin við bryggjuna tókst hins vegar ekki betur en svo að stefnið lamdist utan í enda bryggjunnar, nokkrirstaurar og hluti úr steyptri þekjunni brotnuðu, og grjót úr uppfyllingunni hrundi út í höfnina. Þegar Jarl var síðan á leið úr höfn um miðnættið, vildi ekki betur til en svo að skipið strandaði 15-20 metra frá viðlegukantinum og sat þar fast í þrjá tíma. Með ýmsum tilfæringum, m.a. taugum í tvo vörubíla og úr spili skipsins í land. tókst að losa það. En það gerðist þá svo snögglega að siglt var á talsverðri ferð á viðlegu- kantinn að nýju og skemmdist hann nokkuð. Tjón á hafnarmannvirkjum á Skagaströnd á þessuni sólarhringi atburða í síðustu viku, nemur fieiri hundruð þúsundum króna. GÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABró BRYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.