Feykir


Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 5

Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 5
32/1990 FEYKIR 5 Búðarskúr ísleifs Gíslasonar, er seinna varð Fombókasalan. Enginn gerir flugu mein skúrnum 1944 oggerirþað til dauðadags 1960. Egmeiraað segja kom að honum þarsem hann hafði fallið í yfirlið við húsið og misst meðvitund, og fékk aðstoð við að bera hann inn á gamla spítalann. Hann kom til meðvitundar daginn eftir og lifði í nokkra daga þar á eftir”. Öldin á „spottprís” Og hvenær er það svo sem Ingólfur Agnarsson fer að versla þarna? „Það hefur líklega verið fljótlega eftir að Isleifur dó, alla vega var engin önnur starfsemi í húsinu í millitíðinni. Ingólfur hafði lengi haft hug á að koma upp fornbóka- verslun”. Hvernig leist fólkinu í bænum á að komin væri hér sérverslun með gamlar og notaðar bækur? „Fólkið tók þessu bara vel, enda fékkst oft mikið hjá Ingólfi. Hann var býsna seigur að viða að sér bókum. Ég fékk t.d. hjá honum einu sinni tólf bækur af öldinni okkar, fremur nýlegar og ég hef aldrei gert betri bóka- kaup á ævinni. Ingólfur var alltaf vel liðinn, það þótti öllum vænt um hanrt”, sagði Búbbi í lok viðtalsins. Skápurinn sneisafullur Seinustu ár ævi sinnar var Ingólfur sjúklingur og lést hann á síðasta vori. Það fólk sem hann hafði mest sam- neyti við í bænum, voru þau heiðurshjón Arni Rögnvalds- son og Jónína Antonsdóttir. Var Ingólfur heimagangur þar mörg hin síðari ár, enda í fæði hjá þeim Arna og Inu. „Ég þekkti Ingólfalvegfrá því að þau bjuggu í torfkofa úti á Eyrinni, Agnar Baldvins- son og Arný kona hans. Þá kynntist ég strákunum Ingólfi og Skarphéðni, og síðan vorum við Ingólfur alltaf miklir vinir. Hann var ákaflega þægilegur og traustur drengur”. Arni segir að fólk hafi verslað mikið Við Ingólf, enda hafi hann ekki verið að okra á hlutunum. „Það var oft ótrúlega mikið til hjá honum. Fyrir jólin t.d. voru allar hillurnar átta í stóra skápnum að sunnanverðu sneisa fullar. Hann verslaði einnig með frímerki og það voru ýmsir safnarar sem skiptu við hann. Svo var hann líka með ýmislegt annað, íslensku spilin alltaf og á tímabili verslaði hann með skot í riffla og haglabyssur. Og það var alveg segin saga að þó manni fyndist stundum þetta vera bölvað rusl innanum í bókunum hjá honum, reifarar og ýmislegt, þá seldist þetta allt saman. Og það var fyrir það að hann seldi svo billegt”, sagði Árni Rögg í spjalli um vin sinn Ingólf í Fornbókasölunni. Gilsbakka í Austurdal 9/9 Héðan af mínu póstsvæði er ekki margt að frétta, en eins og annars staðar norðanlands kom gott vor eftir illræmdan vetur. Síðan sumar, sem verður að teljast með þeim bestu, þegar á allt er litið. Allir fagna vorinu, enda þótt því fylgi jafnan tvær plágur miklar, annars vegar aurbleyta á vegum og hins vegar flugurnar sem þá vakna til lífsíns og taka hús á mönnum. Ekki lét aurbleytan á sér standa og urðu vegir óvenju seint færir til hinna afskekkt- ari bæja. Bændurnir náðu því ekki til sín áburðinum í tæka tíð, sem svo seinkaði sprettu. Sláttur hófst því seint á þessum bæjum, og voru þá bestu þurrkarnir um garð gengnir. Þetta á ekki einungis við um póstsvæði mitt, heldur bæina í dalnum, þó að utan þess standi. Um flugnapláguna er það hins vegar að segja að hún varð engin að þessu sinni. Ekki vita menn hvernig á þessu stendur, en framan af vori kvað svo rammt að, að það fréttist á milli bæja ef húsflugu sást bregða fyrir. Voru það þá helst stórar húsflugur og þá mjög ræfilslegar, jafnvel ófleygar. Eitthvað hefur nú húsflugu fjölgað í seinni tíð, en langt frá því að stofninn hafi náð eðlilegri stærð og enn er það viðburður ef litla húsflugan sést. Ekki veit ég, hversu víðtækt hrun húsflugunnar er en hér voru stödd hjón úr Reykjavík nýlega og barst þetta í tal, þá sagði konan: „Ég man það núna, að við höfum ekki þurft aðfá okkur neinn flugnabana í sumar”. Það var einu sinni í vor í póstferð að ég var að drekka kaffi hjá konu einni, sem að jafnaði er mjög grimm við flugur, drepur þær hvar sem hún nær til þeirra, jafnvel í kirkjum, (þó ekki á messu- tíma). Kemur þá fluga ein skríðandi og er í dauðafæri, en konan lætur sem hún sjái hana ekki. Ég fer eitthvað að spyrja út í þetta og húsfreyja segir: „Mér dettur ekki í hug að skipta mér af þessari einu flugu. Mér sýnist hún heldur ekki svo merkileg”. Er þá fréttalestri Iokið. Þorvaldur Þorvaldsson Nýjar METBÆKUR: Nú eru komnar METBÆKUR fyrir börn og unglinga, með mynd af bangsanum PADDINGTON á kápu, ítveimur litum, RAUÐARog BLÁAR. Þeir eigendur METBÓKA, sem óska geta skipt yfir í þessar bækur. METBÓK er 18 mánaða sparibók. Hver innborgun er aðeins bundin í 18 mánuði. Eftir það er hún ávallt laus til útborgunar, en heldur engu að síður óskertum vaxtakjörum. EKKERT ÚTTEKTARGJALD. Heildarávöxtun Metbókar 1989 var 26.36% Verðtryggð kjör nú eru 5.75% umfram verðbólgu BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð Hjörleifur Kristinsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.