Feykir


Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 4

Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 32/1990 Af öllum þeim aragrúa verslana sem staðsettar hafa verið í Gamla hænum á Króknum síðustu ár, hefurein látið alveg ábcrandi minnst yfir sér. Er það Fombókasalan við Sævarstíg 2. Bæði er að húsnæði verslunarinnar var ákaflega lítið og lágreist og eins var það í hliðargötu. En samt verður líklega Fornbóka- sahm að teljast með merkari verslunum í bænum. Þau eru nefnilega ekki mörg bæjar- félögin í landinu sem bjóða upp á sérstaka búð fyrir gamlar bækur og blöð. En það er liðin tíð, því Fornbókasalan á Króknum heyrir nú sögunni til. Hún hætti starfsemi um síðustu áramót, og um næst síðustu helgi var litli búðar- skúrinn við Sævarstíg rifinn. Það er því komið að því að skrifa minningargrein um þetta litla en merka hús. Því það er ekki eingöngu merki- legt fyrir þá starfsemi sem það hýsti síðast, heldur var þar á undan til húsa með verslun sína enginn annar en sjálfur Isleifur Gíslason kaupmaður. En upphaflega átti þetta hús að vera afgreiðsla Bifreiðastöðvar Skagafjarðar og það voru þeir Þorvaldur Þorvaldsson (Búbbi) og Björn Guðmundsson sem stóðu fyrir byggingu þess. Búbbi þekkir því söguna manna best og kemur hún hér á eftir: Pirringur í nágrönnunum ,.Það var annaðhvort árið 1935 eða sex sem við byggðum húsið úr timbri með járnþaki. Við vissum ekki annað en við hefðum öruggt leyfi fyrir staðsetningu þess við AðalgöUma, rétt fyrir sunnan gamla kaupfélagið, á móts við Verslun Haraldar Rækjuver vill flytja á Blönduós Tvö síðustu ár hefur rækju- báturinn Þröstur BA 46 lagt upp á Blönduósi og hefur aflinn verið unninn í Særúnu. Nú hefur Rækjverhfí Bíldudal eigandi bátsins sýnt mikinn áhuga á flutningi bátsins alfarið til Blönduóss, enda er fyrirtækið aðili að Særúnu og Nökkvaútgerðinni á Blönduósi. Forráðamenn Rækjuvers óskuðu í erindi sínu til bæjarstjómar Blönduóss eftir ívilnunum, t.d. varðandi aðstöðugjald á starfseminni ef hún flytti til Blönduóss. Ofeigur Gestsson bæjarstjóri er bjartsýnn á að áður en langt líður verði Þröstur orðinn einn af heimabátum á Blönduósi. Oskað var eftir umsögn atvinnumálanefndar um málið og samþykkti hún einróma að erindi Rækjuvers fái jákvæða afgreiðslu, en beindi því jafnframt til bæjarstjórnar að gæta hagsmuna bæjar- félagsins í hugsaniegum samningum við Rækjuver, m.a. með tilliti til manna- ráðninga og annarrar þjón- ustu við skipið. Telur atvinnumálanefnd að meta verði slíkar beiðnir í hverju einstöku tilfelli. Bæjarfulltrúar K-listans Unnur Kristjánsdóttir og Guðmundur Theódórsson sem reyndar er í minnihluta bæjarstjórnar létu bóka eftirfarandi um málið: „Undir- ritaðir bæjarfulltrúar af K- lista leggja áherslu á að laða megi ný fyrirtæki til bæjarins m.a. með því að veita frest á greiðslu aðstöðu- og stofn- gjalda. Um þetta verði settar almennar reglur og skilyrði, áður en fjallað verði um fyrirgreiðslu til einstakra fyrirtækja”. Ingólfur Agnarsson innan við búðarborðið fyrir einum 20 árum. Mynd Stefán Pedersen. Júlíussonar. í þeirri trú létum við setja niður bensín- tank við húsið og meiningin var að vera með mann þarna í afgreiðslu. En þetta mál fór eitthvað í taugarnar á nágrönnunum, svo að okkur var ýtt í burtu með þetta allt saman. Það samdist við kaupfélagið um að þeir tækju við tanknum og keyptu húsiðog það var lengi geymsluhúsnæði hjá þeim. Þetta varð til þess að við hættum við húsnæði undir afgreiðsluna og tókum hana heim til okkar”, sagði Búbbi. Til viðbótar þessari frásögn hans má geta þess að Hannes Pétursson segir í grein sinni um Isleif í bókinni „Detta úr lofti dropar stórir”, að á hernámsárunum hafi Bretar lagt skúrinn undir sig og notað sem varðskýli eða eitthvað þess háttar. En gefum Búbba áfram orðið. Farið á fjörurnar við kaupfélagið „Síðan gerist það 1941 að ég kaupi húsið Aðalgötu 6, sem þá var auðvitað ekki komið með þetta götunúmer, af Isleifi Gísla. Með því skilyrði frá hans hendi að hann fái að vera í húsinu til lýðveldis- ársins 1944. Þá gerist það að hann fer á fjörurnar við kaupfélagið að kaupa okkar gamla skúr, fær hann keyptan og útvegar sér lóð þarna bak við, fyrir norðan húsið Sævarstíg 2, hjá Agnari Baldvinssyni sem þar bjó. Isleifur flytur sinn varning úr húsinu í þetta pláss og byrjar að versla þarna í Fornbókasalan eins og hún leit út í mörg ár. Mynd Stefán Pedersen. Fornbókasalan og Ingólfur Agnarsson heyra nú sögunni til: Ein merkasta starf- semi í bænum, en lét lítið yfir sér

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.