Feykir


Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 3

Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 3
32/1990 FEYKIR 3 Húsnæði Viltu búa í sveit í vetur? Garðhús í Seyluhreppi er til leigu í vetur. Nothæft íbúðar- hús, stórt og gott hesthús. Upplýsingar í síma 36777 á kvöldin. Raunávöxtun Samvinnubókar árið 1989var 5.01% Nafnvextir Samvinnubókar eru nú 11.5% Ársávöxtun er því 11.83% Hagstæð ávöxtun í heimabyggð Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga Verðlaunahafar á Borgarmótinu. Feðgarnir Reynir og Óli Barðdal í fremstu röð. Trésmiðjunni Borg var við verðlaunaafliendinguna þakkaður dyggur stuðningur við golfíþróttina á Króknum. Reynir vann Borgarbikarinn Borgarbikarinn veglegasta innanfélagsmót Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram á Hlíðarenda um helgina. Það er Trésmiðjan Borg sem gefur alla verðlaunagripi til mótsins. Aðalverðlaunin Borgarbikar- inn hlaut Reynir Barðdal fyrir leik með forgjöf í karlaflokki. Reynir lék á 147 höggum, heldur betur en Birgir Guðjónsson sem varð annar á 149. Björgvin Sveinsson sjómaður kunni vel við sig í hvassviðrinu á laugardag og púttaði af öryggi. Hann fór 18 holurnar á I5l höggi. Án forgjafar sigraði Guðmundur Ragnarsson í karlaflokknum, lék á 171 höggi. Örn Sölvi Halldórsson varð annar á 175 og Guðmundur Sverris- son þriðji á 176. Konur léku með forgjöf. Þar sigraði Valgerður Sverris- dóttir á 175. Sólrún Steindórs- dóttir varð önnur með 197 og Svanborg Guðjónsdóttir þriðja á 208. I unglingaflokknum sigraði Halldór Halldórsson án forgjafar á 184. Gunnar A. Gunnarsson varð annar með 190 og Guðjón Baldur bróðir hans þriðji á 194. Með forgjöf sigraði OIi Barðdal á Í57. Þorsteinn Jónsson varð annar á 158 og Hákon Örn Birgisson þriðji með 162. Guðjón Baldur átti fæst pútt á mótinu, 61. Örn Sölvi lengsta upphafshögg á 9. braut. Guðmundur Ragnars- son var næstur holu á 6. braut á laugardag, 1.44 m og Óli Barðdal næst holu á 3. braut sama dag, 7,55 m. Á sunnudag var Kári Valgarðs- son næst holu á 3. braut, 6,46 m og Haraldur Friðriksson næst holu á 6. braut, 2,83 metra. SAMVINNUBÓKIN Búfjárnefnd Sauðárkróks: Ályktar út og suður Þorbjörg Ágústsdóttir for- maður Sauðfjáreigendafélags Sauðárkróks er mjög óánægð með að fjáreigendur á Sauðárkróki þurfi að smala Bolaklif, partinn á milli Hrútagils og Svartagils, en það land er innan marka Staðarhrepps, og telur Króks- urum smölun þar óviðkomandi. Þá telur Sveinn Guðmundsson formaður Hestamannafélags- ins Léttfeta girðingu, fjáreig- enda á milli hólfs hestamanna á Hrvggjardal og „Hálsahólfs”, vera orðna mjög lélega. Bað hann Þorbjörgu að beita sér vel og dyggilega í málinu. Þetta kemur fram í nýlegri fundargerð jarðeigna-' og búfjárnefndar Sauðárkróks. En fundargerðir bera meðsér að fundir nefndarinnar eru oft á tíðum hinir skemmti- legustu. Að þessu sinni setti Reynir Kárason formaður nefndarinnar fundinn og stjórnaði honum. Einnigsátu hann Guðmundur Óli Páls- son, Egill Helgason fjallskila- stjóri og hagyrðingur, og þau Þorbjörg og Sveinn sem áður eru nefnd. Þegar fundargerð- in var lesin í bæjarstjórn, voru bæjarfulltrúar flestir ekki alveg klárir á, hvaða staði örnefnin hér að framan eiga við, og lá það þeim sjálfsagt fáir. Egill fjallski lastjóri upp- lýsti að 6653 ær og gemlingar hafi verið á Staðarafrétt í sumar og um 500 hross, en fyrir 15 árum voru urn 17000 fjár á afréttinni. Eignarhlut- fall Sauðárkróksbæjar varð- andi Staðarafrétt liggur ekki fyrir, en margt bendir til að bærinn sé hlunnfarinn hvað varðar tölu búfjár til upp- rekstrar. Fram kom að innheimta á fjallskilagjöldum væri ekki nægjanlega góð. Þeir sem eru uppvísir að óskilum eru, að dómi fundarmanna, aðfyrir- gera rétti sínum til upprekstrar búfjár. Fiskeldisfyrirtækið Fornós hf á Sauðárkróki var úrskurðað gjaldþrota hjá embætti sýslu- manns Skagftrðinga sL fimmtu- dag. Þá voru aðeins sex dagar liðnir frá gjaldþroti Melrakka, og af því má draga þá ályktun að gjaldþrot séu tíð méðal fyrirtækja á Sauðár- króki. En svo er aldeilis ekki, þau hafa sem betur fer verið afar sjaldgæf. Rekstur Fornóss hefur gengið erfiðlega alveg frá því félagið var stofnað fyrir tveiniur árurn, upp úr öðru seiðaeldisfyrirtæki. Hefur hvert áfallið rekið annað. Reiknað er með að gjaldþrot Fornóss nemi liðlega 30 milljónum. Stærstu kröfuhafar eru Byggða- stofnun og fóðurverksmiðjan Istess á Akureyri. Matfisk í kerjum Fornóss hefur Islandslax keypt og stóð til að slátra honum nú eftir helgina. Aðaleigendur Fornóss eru Hólalax og Fiskiðjan, en þeir yfirtóku nokkuð af hlutafé fyrri eiganda á þessu ' ' Hins- vegar hefur sú breyting ekki náð inn í hluthafaskrá, og gæti það haft áhrif um meðferð mála í gjaldþrotinu. Fornós gjaldþrota

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.