Feykir


Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 2

Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 32/1990 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERO: 90 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf•, Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Verslið í heimabyggð Norðlensk knattspyrna á niðurleið Þegar nýafstaðið knattspyrnu- tímabil er gert upp, vekur athygli slæmt gengi norðanliðanna. Það er sama sagan í öllum deildum, alls staðar eru. þau við botninn. Akureyrarfélagið Þór féll niður úr fyrstu deild og KA varekki langt frá falli. I annarri deildinni féllu KS og Leiftur, og Tindastóll rétt slapp. Einherji og TBA féllu síðan úr þriðju deild niður í þá fjórðu. Menn spyrja sig, hver er ástæðan fyrir því að norðlenskri knattspyrnu hefur hrakað svo síðustu misserin. Ekki er langt síðan að fjögur norðlensk lið léku í fyrstu deild og tvö í annarri. Næsta sumar verður einungis eitt lið að norðan i fyrstu deild og tvö í annarri deild. Astæðan er einföld, sá gífurlegi aðstöðumunur sem ríkir milli liða á höfuðborgarsvæðinu og knattpyrnu- liða á landsbyggðinni. Gervigrasvöllurinn í Reykjavík gerir sunnanliðunum kleift að leika knattspyrnu við ágæt skilyrði alltárið. Meðan norðanmenn sjá varla völl fyrir snjóum fyrr en kemur fram á vor. Það er ósköp einfalt mál að ef Norðlendingar koma sér ekki upp gervigrasvelli bráðlega dragast þeir enn meira aftur úr á knattspyrnu- sviðinu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál Norðlendinga að slíkur völlur verði byggður á Akureyri. Iþróttafélögin og sveitar- félögin eiga að sameinast um þetta mál og vinna að framgangi þess sem mest þau mega. En hvernig á að fjármagna slíka framkvæmd spyrja sjálfsagt einhveijir. Það er viðurkennd staðreynd að gott og öflugt íþróttalíf er nauðsynlegt út frá byggðalegu sjónarmiði. Því er ekki óraunhæft að ætla Byggðasjóði að koma þarna inn í. Þó svo að það skjóti kannski skökku við að ætlast til þess þegar sjóðurinn hefurveriðað tapa stórum upphæðum í gjaldþrotum fyrirtækja undanfarið. Lagt vatn 11 km leið á Hvammstanga feykjur Miklar vatnsveitufram- kvæmdir standa nú yfir á Hvammstanga. Fyrir um sex vikum var hafist handa við lagningu 11 kílómetra langrar vatnsleiðslu úr lind í svokölluðum Mjóadal norðaustan kauptúnsins. Kostnaður við þessa fram- kvæmd er áætlaður um 17 milljónir króna. Að sögn Hauks Árna- sonar tæknifræðings Hvamms- tangahrepps er um þriðjungi verksins lokið. Vonast menn eftir góðri tíð í haust til að unnt verði að ljúka Óskast keypt Rörmjaltakerfi! Vantar rörmjaltakerfi til kaups. Upplýsingar .gefur Númi í síma 96-71009. Óskast keypt Vel með farin kommóða óskast. Sími 35729. Snemmbæra! Fyrsta kálfs kvíga til sölu, snemmbær. Upplýsingar í síma 38157. því fyrir veturinn. Þar með yrði vatnsmálum bæjarbúa borgið til langframa, en til þessa hefur á tíðum jaðrað við vatnsskort. „Rigningarnar undan- farið hafa tafið fyrir og gert okkur erfiðara með aðdrætti. Þar sem er blautlendast höfum við þurft að beita sérútbúnum dráttarvélum”, sagði Haukur. Það eru þrír verktakar úr röðum heimamanna sem tóku verkið að sér. Pípulagningar- maður, vöruflutningabíl- stjóri og gröfumaður. Jeppi til sölu Til sölu Scout, 8 cyl. árgerð 1974. Upplýsingar í síma 36608 eftir kl. 21 á kvöldin. Til sölu Skellinaðra til sölu, Honda MT 50 árgerð 1983. Lítur út sem ný. Verðhugmyndir 75 þúsund kr. Upplýsingar í síma 36625. Til sölu 4 snjódekk (negld), Firestone ATX radial 23, LT 215/75 R 15 M/S. Uppl. í síma 35822. Kók í Fljótum Enn eru Siglfírðingar sama sinnis og neita sérum kókið, meðan ekki er umboð fyrir þennan viðurkennda svaladrykk á Siglfufirði. En eins og menn muna var Siglu- fjarðarumboðið sameinað umboðinu á Sauðárkrókiá liðnum vetri. Reyndar eru Siglfirðingar grunaðir um að kaupa kók í stórum stíl utanbæjar. Hefur það greinilega komið fram í útibúi KS á Ketilási í Fljótunum. Þar hefur sala á kóki meira en tvöfaldast á síðustu mánuðum. Fátt er svo með öllu illt, og gott að útibússtjóranum í litla útibúinu á Ketilási varð eitthvað til happs. Fyrir síðustu jól lét hann þau orð falla að vonandi brysti hann á með stórhríð svo að enginn kæmist burtu til að versla. Honum varð ekki að ósk sinni þá, því rjómablíða var f'yrir jólin og rennifæri um allt. Réttarmenningin á hvíta tjaldið Skagfirsk réttarmenning mun birtast á hvíta tjaldinu innan tíðar. Smölun í Höfðarétt veður eitt atriðið í næstu afurð Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar. Bændur á Höfðaströnd verða þar í aðalhlutverki ásamt nokkrum leikurum úr héraðinu. Að sjálfsögðu var lagið tekið við brjóstbirtu undir réttarveggnum. Lands- mönnum gefst tækifæri á að sjá hvernig til tókst þegar myndin verður frumsýnd á næsta ári. En Friðrik Þór var ánægður með árangurinn af þessari sviðsettu réttarmenningu í Skagafirði. Auglýsendur! Feykir er lesinn á velflestum heimilum Norðvestanlands Áskrifendur athugið! Þar sem útgáfa Feykis byggist að miklu leyti á áskriftum, eruð þið vinsamlegast beðnir að draga ekki greiðslu gíróseðla Feykir Ókeypis smáar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.