Feykir


Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 6

Feykir - 19.09.1990, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 32/1990 hagyrðingaþáttur 81 Heilir og sælir lesendur góðir. Það fer ekki á milli mála að við stöndum frammi fyrir því einn ganginn enn að það er komið haust. Það er hagyrðingurinn snjalli Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði sem lýsiráhrifum haustsins á umhverfi okkar svo snyrtilega í næstu vísu. Oðum víkur ylrík tíð áður rík af dáðum. Sölnuð fýkur svo af hlíð sumarflíkin bráðum. Kristján er mikið hrifinn af þeirri árstíð sem nú fer í hönd og hefur ort margar fallegar vísur til haustsins. Hér kemur ein slík. Hefta völdin hlýrra strauma, haustsins köldu daggar tár. Rísa öldur dýrra drauma, dulrík kvöldin vekja þrár. Kristján hefur farið margar ferðir til fjalla. Svo yrkir hann á leið í göngur á Eyvindarstaðaheiði. Blær á leiðum bærir strá, blómaskeiðin liðin. Enn mig seyðir einhver þrá inn í heiðarfriðinn. Oft hafa gangnamenn orðið fegnir að komast í húsaskjól, þrátt fyrir að húsakosturinn hafi ekki alltaf verið merkilegur. Næsta vísa Kristjáns er gerð við komu að gangnamannaskála og hefur sá eftir innihaldi hennar að dæma tekið sig vel út í kvöldsólinni, hvernigsvo sem hann hefur verið innvortis. Tign og fegurð töfrum slá, tökum grípa sterkum. Geislar sólar glampa á guðs og manna verkum. Næst langar mig að leita til ykkar lesendur góðir með þá bón að upplýsa mig um höfund að eftirfarandi vísu. Yfir fögru fjöllin senn fer að ljóma að degi. Ríða glaðir gangnamenn grýtta heiðarvegi. Margir þeir sem eldri eru a.m.k. hér í Húnaþingi og Skagafirði kannast við frá- sagnir af Margréti í Stafni og rausnarlegum veitingum hennar um árabil við Stafnsrétt. Næst kemur hér vísa sem mun vera eftir Jón Pétursson frá Nautabúi í Skagafirði og er hún ort eftir því sem sagan segir, þegar Margrét hætti að veita vín við réttina. Slær til heljar unaðseld angurs elja strengur. Öls er beljan orðin geld ei kann selja lengur. Önnur vísa kemur hér sem ort er í Stafnsrétt og er hún eftir hagyrðinginn snjalla Gísla Stefánsson frá Mikley í Skagafirði. Sagt er að Gísli hafi séð hóp af ungum stúlkum vera á ferð um réttareyrina og þá haft yfir vísuna við þá sem nærstaddir voru. Sama er mér hvar sólin lýsir, segja ykkur vil, á meðan Svartárdalsins dísir drengjum veita yl. Þá koma næst nokkrar vísur úr Hveravallaferð hag- yrðinga sem sagt var frá í síðasta þætti. Stuttu eftir að komið var í skálann tók Jói í Stapa sig til og fór að útdeila miðum sem klipptir höfðu verið niður. Gaf hann svofeilda skýringu á þessu háttalagi sínu. Ymsum mun um orðið létt, efalaust með nokkrum hraði. Stendur til að stuðlum sett stakan lendi á þessu blaði. Eitthvað fóru menn að grínast með það að miðar þessir Uktust um of kosninga- miðum, og fannst sumum þeir vera heldur takmarkaðir eins og fram kemur í næstu vísu Jóns í Skollagróf. Sig að vanda margur má og mest á Hveravöllum, þegar kvóti er kominn á kveðskapinn á fjöllum. Margir létu í ljós ánægju með staðsetningu þessarar samkomu. Þetta varálit Jóns Karlssonar í Gýgjarhólskoti. Frægu skáldin fara á stjá flíka ljóðum snjöllum. Andinn kemur yfir þá upp á Hveravöllum. Sigurður Hansen leggur þetta til málanna. Renna að kalli rímsins myndir, rísa af stalli á miðjum fjöllum. Meðan allar listalindir Ijóðsins falla að Hveravöllum. Mér sýnist fara vel á því að Kristján Stefánsson í Gil- haga Ijúki þættinum að þessu sinni með vísu sem art er við Stafsrétt um það leyti sem göngum er að Ijúka og allt næsta nágrenni er þakið af umferð manna og dýra. Nú má heyra gangna gný. grána hæð og drögin. Stafns á eyri enn á ný óma kvæðalögin. Verið þið sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s:95-27l54 Stólarnir höfðu ástæðu til að fagna Eftir að hafa náð stiginu sem vantaði í Kópavogi Þeir fögnuðu ákaft Tindastóls- menn við leikslok á Fífu- hvammsvelli í Kópavogi á laugardaginn. Stólunum tókst að ná jafntefli i leiknum og tryggja þannig sæti sitt í deildinni. Það var mjótt á mununum í botnbaráttunni, og eins gott að Tindastóls- menn kláruðu dæmið sjálfir, þarsem úrslit í öðrum leikjum voru á þann veg að tveggja marka tap Tindastóls hefði þýtt fall niður í þá þriðju. Það leiðinlega hlutskipti kemur í hlut ágætra nágranna okkar KS og Leifturs. Sem þýðir að svokölluðum „derby ” leikjum hér fyrir norðan fækkar næsta sumar. Það verða einungis leikir Tinda- stóls og Þórsara frá Akureyri, sem féllu niður úr fyrstu deildinni. Blikarnir byrjuðu með látum undan sterkum vindinum á laugardaginn. Og strax á 9. mínútu náði Valur Valsson að koma þeim í l:0 eftir þunga sókn. Stólarnir vörðust annars vel og náðu á milli einstaka skyndisókn. Úr einni sb'kri skaut Guðbrandur yfir markið undir lok hálfleiksins. En Guðbrandi brást ekki bogalistin þegar hann jafnaði metin með marki í upphafi seinni hálfieiks. Stólarnir höfðu síðan yfirtökin í seinni hálfleiknum, en þó náðu heimamenn að sækja talsvert móti vindinum. Færin létu samt á sér standa þrátt fyrir sóknir á báða bóga, og niðurstaðan varð sanngjarnt jafntefli, 1:1. Blikarnir gengu hnípnir af velli, héldu að þeir hetöu klúðrað fyrstudeildar sætinu, en tóku síðan gleði sína á ný þegar í ljós kom að Grindavík hafði lagt Fylkiað velli, 2:0 suður með sjó. Tindastóll hafnaði í 7. sæti í deildinni eins og tvö síðustu ár, með 20 stig, jafnmörg og Grindavík en mun betra markahlutfall. Leiftur hlaut 19 og KS 16. Vonandi eiga öll þessi lið eftir að hittast í dcildinni að nýju áður en langt um líður. „Já, ég hef leikstýrt nokkrum sinnum á Króknum og á alveg dásamlegar minningar þaðan. Það var virkilega gaman að vinna með þessu fólki. Alveg gífurlega góður hópur, með úrvals leikurum. Ég held ég hafi t.d. aldrei kynnst slíkum „náttúru talent” í leiklistinni, eins og Steina Hannesar. Síðan var það Kári Jónsson sem hélt vel utanum hlutina. Og það var líka svo gaman hvað áhuginn var mikill í bænum. Kvikmyndað í fjárhúsinu á Höfða: Frábærar aðstæður til að leika „Það er alveg frábærlaga skemmtilegt að leika við þessar aðstæður. Ekki hægt að hugsa sér hlutina eðlilegri, rakt taðið og lyktin úr því. Það má segja að stemmningin smiti alveg fram í fingurgóma”, sagði leikarinn góðkunni Gísli Halldórsson þegar verið var að kvikmynda atriði i fjár- húsunum á Höfða sL föstudag. Meðan kvikmyndatökumenn- irnir voru að færa sig til í fjárhúsunum og byggja undir vélarnar, biðu þeir átekta í eldhúsbílnum Gísli og Friðrik Þór Friðriksson. Friðrik kunni greinilega nokkuð vel við sig á bæjarhólnum gamla og fór að rifja upp tengsl sín við staðinn. „Afi bjó hérna áður, er grafinn hérna í heimagrafreitnum. Og pabbi var hérna til 1937. Þá varþað sem systir hans tók við, móðir Friðriks bónda héma”. Það barst í tal að Gísli erekki ókunnugur leikstarfi í Skaga- firði. Þegar maður var að taka bensín á bílinn eða hitti fólk á götunni, þá var fólk sem maður hafði aldrei séð að spyrja hvemiggengi aðæfa”, sagði Gísli. Gísli Halldórsson að leik í fjárhúsi. Gísli og Friðrik Þór híða átekta í eldhúsbílnum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.