Feykir - 19.12.1990, Page 3
45/1990 FEYKIR 3
Nálægð Krists
Nálægðjóla -
Jólin nálgast. Dagarnir eru orðnir
stuttir í orðsins fyllstu merkingu og þau
viðfangsefni sem við sköpum okkur
fyrir jó/in, mýmörg. Við erum kannski
farin að óttast að okkur takist ekki að
Ijúka öUu því sem við höfum sett okkur
fyrir áður en þau ganga I garð. Og í
eyrum okkar glymur hvatning til þess
að kaupa hitt og þetta tilþess að auka á
jólagleðina. Al/snægtir okkar flestra
eru slíkar að það er orðið erfitt að gera
dagamun. Við sem eldri erum munum
e.t.v. eplalykt sem ,jólalykt”. í dag
eigum við líklega enga slíkajólalykt. En
jólin sjálf hafa samt ekki breyst hvað
innihald þeirra varðar. Frásögnin um
Maríu og Jósep sem koma til Betlehem
og fá þar hvergi húsaskjól nema í
gripahúsi.
Og þar fœddist barnið sem allt snýst
um. En þeir fyrstu sem verða vitni að
þessum merka atburði eru fátœkir
fjárhirðar. En þeir fá að sjá dýrð
himnanna og verða vitni að því að
vitringar fœra gjafirsínar. Þessi frásaga
er greypt í minni okkar flestra frá
barnœsku. Hughrif hennar fœra okkur
kannski til baka til bernskuminning-
anna og við gefum tilfinningum okkar
meira rúm en oftast ella. Það er hollt.
Við erum oft hrædd við að láta
tilfinningar í Ijósi, en það ættum við
kannski að gera I ríkara mœli, ekki síst
ef þær stuð/a að því að gera umhverfi
okkar hlýrra og betra.
Já Hann kom fyrir löngu síðan en
Hann er, þvísvo sagði Hann síðar: ,,Sjá
ég er meðykkur alla daga”. Hann Jesús
Kristur kom og gaf okkur hlutdeild I
Guðsríki. Hann sigraði dauðann svo við
getum sagt með Hallgrími Péturssyni
,,Dauði ég óttast eigi, aflþitt né vaídið
gi/r. I Kristí krafti ég segi: Kom þú sæ/l
þá þú vi/t." Og Hann kenndi og gaf
fordæmi sem ekki er komist hjá að sjá.
Að elska Guð og náungann eins og
sjálfan sig sagði hann hið æðsta boðorð.
Ennþá spyrja margir eins og
lögvitringurinn forðum, ,,hver er þá
náungi minn. Mínir nánustu, þeirsem ég
ber ábyrgð á? Vissulega, en þó miklu
meir en það. Hver sem þarf hjálpar við.
Þetta er stórt og ótæmandi verkefni. En
við sem lifum I þeim allsnægtum að við
getum vart gert okkur dagamun í mat
og drykk erum vissulega aflögufær til
þess að rétta bágslöddum hjálparhönd.
Því miður verður að játa það að
ráðsmennska okkar í hinum svokölluðu
ríku löndum hefur stuðlað að því að
gera hinarfátækuþjóðir þriðja heimsins
ennþá fátækari. Við Islendingar finnum
sennilega ekki mjög til sektar í þeim
efnum, en þótt svo sé erum við þó
jafnskyld að leggja okkar að mörkum.
En ekki leysum við alla neyð með
peningum. Það eru margir í umhverfi
okkar sem þarfnast aðstoðar, líka
fjárhagslega, en ennþá fleiri sem
þarfnast kærleika. Núna fyrir þessi jól
eru þau of mörg sem kvíða jólunum.
Ekki kannski vegna þess að þau geti
ekki ha/dið þau vegna peningaleysis,
heldur hitt að þau eiga engan að tilþess
að deila jólagleðinni með. Orsakir
þessa geta verið af margvís/egum toga
og verða ekki taldar hér. En ég vil
spyrja þig. Þekkir þú ekki einhvern
slíkan sem þú ættir að gleðja? Það þarf
kannski ekki svo mikið til, aðeins þau
finni að einhver er tilsem stendur ekkiá
sama um þau. Jesús talar tæpitungu-
/aust um þessa hluti í síðari hluta 25.
kafla Mattheusarguðspjalls. Sjálfsagt
finnum við öll hve margt við vanrækjum,
af því góða sem við ættum að gera,
látum við meirihlutann ógert.
í jólaguðspjalli Jóhannesar segir
,, Orðið varð hold og hann bjó með oss
fullur náðar og sann/eika, og vér sáum
dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá
föðurnum”. Hann talar einnigum Krist
hið sanna Ijós sem upplýsir hvern mann
er kom nú í heiminn, og að heimurinn
þekkti hann ekki. Og einnig að þetta
Ijós skín ímyrkrinu og myrkrið tók ekki
á móti því. Ef við litumst um I heimi
okkar er vissulega margt fagurt að sjá.
Og þegar við g/eðjumst yfir öllum Guðs
gjöfum h/jótum við að sjá alla
möguleikana sem eru fyrir hendi sem að
gælu gert heim okkar ennþá betri, en
verk myrkursins eru stundum ennþá
augljósari. Þau berast okkur æ ífréttum
um styrjaldir, hungursneyð, ofbeldi og
hverskonar ójöfnuð manna ámilli. Hinn
eigingjarni skammsýni maður er sífellt
að safna sér auði og völdum og gleymir
því að hann fær einungis notið hins
rangfengna auðs örskamma stund.
Okkur er skammtaður tími, mislangur
eins og gengur en þegar á a/lt er litið
harla stuttur.
Við höfum haft kærleiksboðskap
Krists meðal okkar í hartnær 2000 ár.
Er það ekki furðu/egt hve mjög menn
virðast elska myrkrið. Það eru margar
hugmyndir á ferli í samtímanum sem
eiga að stefna að því að þroska
manninn, auka honum sjálfstraust, og
ve/líðan og hjálpa honum að yfirstíga
ýmsar þrautir. Jafnvel eru ýmsir gripir
sagðir gagnast til þess að ná þessum
markmiðum. Auðvitað er gott að rækta
og aga sinn innri mann, en hætt er við
því að ef kærleiksboðskapur Krists er
ekki inni í myndinni verði allar þessar
tilraunir árangurslítil naflaskoðun, og
hver er þá náungi minn. Kemur hann
mér við? Nei eftir sem áður er það
Kristur sem er von heimsins, en því eins
gagnast kenning hans að við tökum
hana alvarlega. Það er ná/ægð Krists
sem skiplir máli. Hallgrímur Pétursson
orðar það svo: ..Hjartað bæði og húsið
mitt heimili veri Jesús þitt”. Mættum
taka á móti honum er hann kemur nú á
þessum jó/um, þá fyllist okkar
fátæklega hjarta fögnuði sem lætur
okkur syngja með eng/askaranum.
,,Dýrð sé guði í upphæðum og friður á
jörðu með mönnum sem hann hefur
velþóknun á”.
Burt hryggð úr allra hjörtum nú
kom heilög g/eði svo í trú
vér Jesú faðmað fáum,
og elskan heit af hjartans rót
þeim himingesti taki mót
nteð /ofsöngshljómi hátum.
H. Hálfdánarson.
Guð gefi okkur öllum gleði ogfrið á
heilögum jólum.