Feykir


Feykir - 19.12.1990, Síða 4

Feykir - 19.12.1990, Síða 4
4 FEYKIR 45/1990 „Ég fæ 20-30 pakka, því ég á svo marga afa og Ömmur” Almenn tilhlökkun smáfólksins til jólanna .IóIin nálgast og |)eir fullorðnu undirbúa komu jólanna af kappi. Það er skrúbbað og bónað og víða þarf eitt eða annað að bæta og endurnýja. Þröng er í verslunum og niargir eru að leita að einhverjum jólagjöfum. Víðast er vs og þys. En þeir sem hvað mest blakka til jólanna eru börnin. Þau bíða þeirra með óþreyju, en trúlega þó mest gjafanna, sem eru orðnar svo snar þáttur i jólahaldinu. í síðustu viku var haldið á fund nokkurra krakka á Blönduósi og rætt við þau uni jólin. Hvað finnst krökkunum skemmtilegast og hvers vegna höldum við jól. Kristófer Kristjánsson 7 ára var að leika sér með Hjalta þegar mig bar að garði. Hann hlakkaði líka mest til þess að opna pakkana. „Svo ferég í kirkju ájólunum af því að þá á Jesú afmæli. Svo fer ég á jólaball og á litlu jólunum svngjum við og dönsum. Það finnst mér gaman að gera og þangað koma oft jólasveinar”, sagði Kristófer. Maríana Pálsdóttir 7 ára vonaðist til þess að fá vasadiskó í jólagjöf. Sléttu- úlfarnir eru hennar uppá- haldshljómsveit. Maríanna sagðist fá um 10 jólapakka. „Við borðum góðan mat á jólunum og svo förum við í kirkju. Það finnst mér gaman. Eg hlusta á prestinn og sönginn og stundum syng ég með”, sagði Maríanna. Ragnar Frosti, Guðmundur Víðir og Ágúst Ingi. Blaðamaður var búinn að skrifa nöfn þeirra Sigríðar lngu Viggósdóttur og Margrétar Birgisdóttur í blokkina og var farin að munda mynda- vélina. þegar skólarútan kom, og þar sem þær áttu heima uppi í Túnahverfi mátti ekki missa af henni. Eftir voru nokkrir strákar á vellinum, sem verið höfðu á vappi þarna í kring ásamt fleiri krökkum. Þeir vinirnir Ragnar Frosti Frostason. Guðmundur Víðir Guðmunds- son og Agúst Ingi Agústsson voru tilbúnir í viðtal. Víðir sagðist nokkuð viss á þvi hvað hann fengi marga pakka. „Líka möndlupakk- ann”, sagði strákur bak við og strákarnir hlógu. Hins- vegar sagði Víðir að það væri svo margt sem væri gaman að fá í jólagjöf, að það væri ómögulegt að nefna eitthvað sérstakt. Agúst Ingi vildi helst fá rafmagnsbíl eða bílabraut. Ragnar Frosti var á sömu línu. Þegar þeir félagar voru spurðir hvað væri svona gott við jólin, nefndi Ragnarsvínakjötiðog gott að borða. Allir voru þeir sammmála um að það væri fínt að fá frí í skólanum, og alveg yfirdrifið að gera vf'ir jólin þó að menn þyrftu ekki að standa í lærdómnum. Hjalti Sigvaldason 6 ára varð fyrstur á vegi mínum. Hann hlakkaði mest til þess að fá pakkana og vonaðist eftir að fá sjóræningjaskip og fleiri leikföng. „Ég fæ 20 til 30 pakka sagði Hjalti, af því að égásvo margarömmurog afa.” Hann sagðist vera farinn að fá i skóinn og „það fengu allir á heimilinu happaþrennu í skóinn sinn í morgun”, sagði Hjalti og var mjög ánægður með það þó litlum sögum færi af vinn- ingunum. Ragnar A/bertsson 8 ára var að koma út úr tíma þegar ég kom að skólanum. „Ég fæ 20 jólapakka og ég vona að ég fái dfaugabanadót, og þess háttar kalla”, sagði Ragnar. Einnig vonaðist hann til þess að fá leður- jakkaföt. „Við höldumjólin af því að þá fæddisl Jesú, og þá fáum við gott að borða”. sagði Ragnar. Pétur Pétursson. Pétur Pétursson, var með það alveg á hreinu hvað langt væri til jóla. og líka hvað hann vildi helst fá íjólagjöf. Míkrómatsín. heitir það á útlenskunni, einhver undra- leikföng samkvæmt auglýs- Atli Freyr Kolbeinsson sagðist viss um að fá að minnsta kosti 10 pakka í jólagjöf. Bílar væru vel þegnir í pakkann, helst fjarstýrðir rafmagnsbílar. Helga Lára Sigurjónsdóttir sagðist hlakka ósköp mikið til jólanna. Mest langaði hana til að fá barbíhús í jólagjöf. Þegar hún varspurð hvað væri skemmtilegast við jólin, sagði hún aðfangadags- kvöld: þá væru allargjafirnar teknar upp. ingunum í sjónvarpinu. Það er með Pétur eins og aðra krakka sem Feykir spjallaði við að hörðu pakkarnir eru vinsælli. „Kökurnar” sagði Pétur þegar hann var spurður hvað væri svona gott við jólin. Lára Kristín Jónsdóttir 8 ára sagði að sér þætti mest gaman að borða jólamatinn og opna jólapakkana. Hún vildi líka fá vasadiskó eins og vinkona hennar Maríanna. „Við höldum jólin af því að þá fæddist Jesú og þá förum við alltaf í kirkju. Mér finnst gaman að fara í kirkju en stundum sofna ég í kirkjunni því þarersvo mikil ró”,sagði Lára Kristín. MÓ. Þegar Feykir leit við á leikvellinum við barnaskól- ann á Sauðárkróki síðdegisá föstudag var þar ntikið af börnum, enda skólinn búinn þann daginn og þau að bíða eftir skólarútunni. Krakk- arnir notuðu tímann til að leika sér, en það var samt vel hægt að fá að spjalla við nokkur þeirra.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.