Feykir


Feykir - 19.12.1990, Page 5

Feykir - 19.12.1990, Page 5
45/1990 FEYKIR 5 Harpa Guðbrandsdóttir frá Sauðárkróki og Grímur Sigurjónsson frá Steiná II í Ilúnavatnssýslu, nú húsráðendur á Hveravöllum. „Nei, það er ekki beint jólalegt hérna núna. Gífur- legur vatnselgur eftir hlýindi og mikla úrkomu tvo síðustu sólarhringa. Snjórinn er horfinn að mestu", sagði Grímur Sigurjónsson veðurathugunar- maður á Hveravöllum í samtali við Fevki á föstudag- inn. Grímur var þá nýbúinn að koma annarri díselvélinni í lag, en Hveravallahjónin verða að geta bjargað sér upp á eigin spýtur. I haust hefur t.d. verið talsvert ólag á neysluvatninu þar efra. vatns- dæla slegið út og frosið fyrir vatn. Von var á Hafþóri Ferdín- antssyni „Hveravallaskrepp” með jólaglaðninginn á mánu- dag, og bjóst Grímur við að upp úr því færi að verða jólalegt í hýbýlum og hugum Hveravallabúa. „Annars líkar okkur mjög vel hérna og við höfum nóg fyrir stafni. Ég dunda mér mikið við smíðar, og gerði sérstaka ferð í haust til að afla mér smíðaefnis. Innivera mín gerir það að verkum, að það lendir meira á Hörpu aðsjá um útiverkin, veðurathuganirnar, enda á það ágætlega við hana að vera úti, þar sem hún er haldin mun meiri hreyfiþörf en ég”. Nokkuð gestkvæmt hefur verið á Hveravöllum, sér- staklega í byrjun rjúpna- veiðitímabils í haust. En ekki eru allar gestakomur þangað jafnvel þegnar. Stundum verða þau Hveravallahjón. Grímur Sigurjónsson og Harpa Guðbrandsdóttir, fyrir næturraski þegar illa útbúnir ferðalangar þarfnast aðstoðar. Þannig þuri'tu þau á dögunum að aðstoða tvo jeppamenn sem lentu í hrakningum skammt vestur af Hveravöllum, höfðu fest jeppa sinn í miðjum Oddnýjar- hnjúk, í 1000 metra hæð. Leiðindaveður var og mesta mildi að þeir fundust. höfðu þá gengið um 5 kílómetra illa skóaðir og voru orðnir aðframkomnir. Það tók tvo daga að ná upp jeppanum. NAFNVEXTIR Samvinnubókarinnar eru nú 10.75% ÁRSÁVÖXTUN er því 11.04% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA RAUNÁVÖXTUN Samvinnubókarinnar árið 1989 var 5.01% Félagsskapur um atvinnuupp- byggingu í deiglunni á Króknum Hópur áhugamanna um at- vinnumál og atvinnuþróun á Sauðárkróki liefur ákveðið að kanna áhuga fyrirtækja á þátttöku í félagsskap um sérstakt atvinnuátak í bænum. Aformað er að það standi yfir í tvö ár og ráðinn verði starfsmaður í þann tíma. Sex cinstaklingar eru frumkvöðlar í þessu efni: Arni Ragnarsson arkitekt, Einar Einarsson Steinullarverksmiðjunni, Ingi I'riðbjörnsson Króksverki, Guð- mundur Guðmundsson Tré- smiðjunni Borg og Jón E. Friðriksson og Þórólfur Gíslason er starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Stofnfundur er áformaður í Safnahúsinu fimmtudaginn 17. janúar nk. Hugmyndin er að vinna að frekari eflingu atvinnulífs í bænum með stofnun nýrra fyrirtækja og með nýjum starfsgreinum hjá starfandi fyrirtækjum. Til jöfnunar aðstöðu fyrirtækja við þátt- töku í félaginu er ráðgert að skipta framlögum þeirra í hlutafjárframlög og rekstrar- framlög, Hlutafjárframlögin yrðu jöfn kr. 50 þúsund en rekstraframlögin mismunandi eftir stærð fyrirtækja. Fyrir þau sem hafa 21 starfsmann eða fleiri 350 þúsund, 11-20 starfsmenn 200, 6-10 100 og þau sem heíðu færri en fimm starfsmenn greiddu 50 þúsund. Aðrar kvaðir fylgja ekki þátttökunni og þau fyrirtæki sem gerðust aðilar hefðu forgang um þau tækifæri og möguleika sem upp kæmu. Auk þess er gert ráð fyrir að leitað verði aðstoðar Iðnaðar- ráðuneytis og Byggðastofn- unar. I bréfi sem áhuga- hópurinn hefur sent 90 fyrirtækjum í bænum segir einnig, að öllum sé ljóst að þörf sé nýjunga í atvinnulífi og þjónustu í bænum, til að útvega ungu dugmiklu fólki starfsvettvang. Aukning at- vinnutækifæra með nýjum fyrirtækjum og eða stækkun þeirra sem fyrir eru, hefði margfeldisáhrif sem kæmi öllu atvinnulífinu til góða. Trausti á Sauðanesi um hitann: „Verð að koma upp baðstrandaraðstöðu” „Já, þetta er alveg á heimsmælikvarða. Það þarl víst að fara alveg suður undir Portúgal til að finna annan eins hita og hér. Ég held ég verði að fara að koma upp baðstrandaraðstöðu hérna”, sagði Trausti Magnússon vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð. Sauðanes hefur verið heit- asti staður í Evrópu nú í nokkra daga _ og hitinn komist í 14 stig. Á sunnudags- morgun var hann 13 stig og þá þurf'ti að fara allt suður til Madeira til að finna sam- svarandi hitatölu. Trausti segir að þegar hann sé beint að sunnan komi þetta heita loft í kjölfarið, en strax og hann fari vestur fyrir minnki hitinn. Þannig féll hann um 9 stig fram að hádeginu á sunnudag. Veðurfræðingar spá annarri hitabylgju núna upp úr miðri vikunni og þá rýkur hitinn trúlega upp á Sauðanesi aftur. Ekki orðið jólalegt á Hveravöllum

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.