Feykir - 10.04.1991, Page 2
2 FEYKIR 13/1991
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2.
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4.
550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95-
36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Ftjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús
Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 100 krónur hvert tölublað: í
lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku-
dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að
Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Hafnarmál:
Blönduósingar fá
óvæntan glaðning
Ekki er hægt að segja annað
en úthlutun fjáneitinganefndar
á 100 milljón króna auka-
fjárveitingu á dögunum, hafi
vakið undrun og reiði margra
sveitarstjórnarmanna. Bæjar-
stjórnarmenn á Blönduósi
geta þó verið harla ánægðirog
eru það, enda telja þeir sem
gerst þckkja að þar með hafi
Blönduósingum verið veitt
það brautargengi í hafnargerð
sem þeir hafa lengi barist
fyrir; þrátt fyrir að ríkis-
stjórnin eigi eftir að veita
hlessun sína og samgöngu-
ráðherra sætti sig ekki við
úthlutunina.
Af hálfu ríkisins verði sem
sagt ekki staðnæmst við
þessar 16 milljónir sem komu
nú í hlut Blönduóss, heldur
muni næstu árin renna mun
hærri upphæðir í gerð
brimvarnargarðs og bættra
hafnarskilyrða á Blönduósi.
Meiningin með aukafjár-
veitingunni var að bæta það
áfall sem loðnubrestur á
síðasta vetri og slæmt
atvinnuástand því samfara
hafði. Fjárveitinganefnd fór
ekki í öllu eftir tilmælum
undirnefnda, og nokkrar
loðnulöndunarhafnir fengu
lítið sem ekkert í sinn hlut,
svo sem Neskaupstaður,
Seyðisfjörður, Akureyri og
Raufarhöfn. í staðinn bætti
fjárveitingnefnd stöðum inn í
sem ekki voru á lista
undirnefnda, s.s. Blönduósi,
Ólafsvík og Patreksfirðri.
Það var vegna þessa sem
mestur kurrinn varð. Fjár-
veitinganefnd grundvallar hafn-
arpeninginn til Blönduóss á
bakslagi sem verklok við
Blönduvirkjun seinna á þessu
ári hafi í för með sér.
Auk þeirra 16 milljóna
sem Blönduós fékk, komu 12
millj. í hlut Siglfirðinga, eða
28 af 100 milljónum hingað í
kjördæmið. Einn þingmanna
Norðurlands vestra á sæti í
fjárveitinganefnd, Pálmi Jóns-
son, en einnig eru í nefndinni
landsbyggðarþingmennimir Sig-
hvatur Björgvinsson Vest-
fjörðum og Alexander Stefáns-
son Vesturlandi.
‘ÞaCjjarávarp
9íjartans þaffáir ti(þárra jjöímörgu
vina og vandamanna semgCöcicCu mig
með 6Cómum, gjöjum og góðum óskum
og áttu með mérgíaða stuncC í tiCejni
70 ára ajmceCis míns 2. apríC.
‘Kári Steinsson
Stór stund í sögu Fjölbrautaskólans:
Byggingasamningur um
bóknámshúsið undirritaður
Það var stór stund í sögu
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki sl.
föstudag, þegar undirritaður
var byggingarsamningur uni
væntanlegt bóknámshús milli
menntamála- og fjármála-
ráðuneytisins annars vegar og
héraðsnefndar Skagafjarðar
hinsvegar. Héraðsnefndir Hún-
vetninga og bæjarstjórn Siglu-
fjarðar treystu sér hinsvegar
ekki til að skrifa undir
samninginn að svo stöddu, þar
sem þær hefðu ekki lokið
fullnaöarumfjöllun uni hann.
Gert er ráð fyrir og þess vænst
að öll bygðarlög kjördæmisins
verði áður en langt um líður
aðilar að samningnum um
bóknámshúsið.
Menntamálaráðherra Svavar
Gestsson, fjármálaráðherra
Ólafur Ragnar Grímsson og
framkvæmdastjóri héraðs-
nefndar Magnús Sigurjóns-
son undirrituðu samninginn
sem gerir ráð fyrir 40%
þátttöku ríkisins og 60%
heimamanna. Fyrri áfangi
bóknámshúss verði byggður
á sex árum, eins og áður
hefur komið fram í Feyki.
Viðstaddir athöfnina voru
nemendur, kennarar og
fjöldi gesta, þar á meðal
bæjarstjómarmenn og þing-
menn kjördæmisins. Einum
þingmanna voru færðar
sérstakar þakkir við þetta
tækifæri og hann reyndar
talinn guðfaðir bóknáms-
hússins; Ragnar Arnalds
alþingismaður en hann er
formaður bygginganefndar
hússins. Það var Þorbjörn
Arnason formaður skóla-
nefndar fjölbrautaskólans sem
komst svo að orði um
Ragnar, en fram kom í máli
Þorbjörns að hann óttaðist
það að komandi kosningar
séu að hluta til ástæðan fyrir
því að önnur byggðarlög
kjördæmisins hefðu ekki enn
gerst aðilar að samningnum.
Mikilvægi skólans fyrir
allar byggðir kjördæmisins
voru tíundaðar af ræðu-
mönnum samkomunnar. Jón
F. Hjartarson skólameistari
varp önd léttar við lok
athafnar, sagði að lang-
þráður draumur væri í höfn
og bauð síðan öllum við-
stöddum að setjast að hlöðnu
kaffiborði sem Héraðsnefnd
Skagafjarðar veitti. Bygging
bóknámshússins verður boðin
út á næstu dögum.
Samningurinn handsalaður: Magnús Sigurjónsson framkvæmdastjóri héraðsnefndar, Svavar
Gestsson menntamálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds
formaður bygginganefndar bóknámshúss og bak við hann grillir í Þorbjörn Arnason formann
skólanefndar. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi”.
Stórkonsert
í Miðgarði
Vegagerð á Öxnadalsheiði:
Höttur lægstur
Verktakafyrirtækið Höttur sf.
frá Fjarðarhorni í Bæjar-
hreppi Strandasýslu var með
lægsta tilboðið í helsta
verkefnið í vegagerð á
Norðurlandi vestra í sumar,
uppbyggingu vegarins frá
Giljareit að Grjótá á sýslu-
mörkum. Þessi vegkafli á
Öxnadalsheiðinni er um fjögurra
kflómetra langur. Vegagerð-
inni bárust 17 tilboð í verkið.
Flest voru tilboðin undir
kostnaðaráætlun, sem var
36.9 millj. Tilboð Hattar er
22.9 milljónir. Ýtan á
Akureyri bauð 23,4 millj.,
Króksverk 26, Viggó V.
Brynjólfsson á Hvamms-
tanga 27,1 og Arnarfell á
Ytri- Brekkum í Blönduhlíð
28,4 milljónir. Hagvirki var
með langhæsta tilboðið, 48,7
miljjónir.
Atta metra löng stein-
steypt brú yfir Reiðgilið er
ekki inni í útboðinu. Brúar-
vinnuflokkur vegargerðar-
innar mun annast smíði
brúarinnar, undir stjórn
Gísla Gíslasonar brúarsmiðs.
Stórkonsert verður í Miðgarði
laugardaginn 13. apríl kl.
20,30. Þar koma fram fjórir
kórar: Karlakórinn Heimir
undir stjórn Stefáns R.
Gíslasonar, Rarikkórinn úr
Reykjavík söngstjóri Violetta
Smith, Rökkurkórinn söng-
stjóri Sveinn Arnason og
Söngbræður úr Borgarfirði
söngstjóri Sigurður Guðmunds-
son.
Um 170 söngvarar koma
fram á söngskemmtuninni
og hljómsveit Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi að Ioknum
söng.