Feykir


Feykir - 28.04.1993, Síða 1

Feykir - 28.04.1993, Síða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Nemendur þriggja efstu bekkja Akraskóla í Blönduhlíð, 5.-7. bekkjar, skruppu í safnaferð til Sauðárkróks í byrjun vikunnar. Krökkunum hefur verið kennt talsvert um myndlist í skólanum í vetur, og var tilgangur ferðarinnar sá að kynnast þeirri listgrein nánar. Litið var inn hjá myndlistarmanni í bænum og í Safnahúsinu kom kennari þeirra upp sýningu á nokkrum verkum úr Listasafni Skagafjarðar. Fyrir nemendunum lá síðan að vinna verkefni varðandi það sem fyrir augu bar í safnaferðinni. Stóra - Gröf ytri í Skagafirði: Starfsemi deildar Unglinga- heimilis ríkisins hefst bráðlega Áður en langt um líður hefst starfræksla deildar Unglingaheimilis ríksins í Stóru - Gröf ytri í Staðar- hreppi í Skagafirði. Ung- lingaheimilið hefur tekið húsnæðið á leigu og verið auglýst eftir starfsfólki við heimilið, en reiknað er með 12 stöðugildum. Á Stóru - Grafarheimilinu verða vænt- anlega 3 -5 vistmenn eftir aðstæðum hverju sinni og þar vistaður verst staddi hópur unglinga þjóðfélags- ins í lokaðri deild, ungling- ar sem ekki hafa getað nýtt sér þær meðferðarstofnan- ir sem fyrir hendi eru. Að sögn Einars Gylfa Jónssonar forstjóra Ung- lingaheimilis ríkisins hefur verið rætt við hreppsnefnd Staðarhrepps og verður starf- semin sem þarna fer fram væntanlega kynnt fyrir íbú- um í nágrenninu. Einar Gylfi sagði að sáralítið væri um það að fólk væri að agnúast út í þá starfsemi sem Ung- lingaheimilið ræki, en vist- heimili væru staósett inni í íbúðarhverfum á höfuðborg- arsvæðinu í mun meira ná- býli en fyrirhugað væri í Skagafirðinum. Vistmenn í Stóru - Gröf verða þar vistaðir gegn vilja sínum á lokaðri deild eins og áöur segði og munu dvelja þar eins lengi og ástæða þyk- ir. Vissulega sagði Einar að sú hætta væri yfirvofandi að þeir reyndu að strjúka, en mjög ströng gæsla yrði á heimilinu. Sveinn Allan Mortens framkvæmdastjóri Svæðis- stjórnar hefur unnið að und- irbúningi fyrir stofnun ung- lingaheimilisins í Stóru - Gröf, en Sveinn er fyrrverandi starfsmaður Unglingaheimil- is ríksins. Sáralitlar lagfær- ingar þarf að gera á húsnæð- inu áður en starfsemin hefst. Tilboð í Syðraplanið opnuð: Hagvirki/Klettur með langlægsta tilboðið Hagvirki/Klettur var með lang- lægsta tilboðið í gerð nýs Syðraplans sem Haínarstjórn Sauðárkróks bauð út nýlega. Tilboð Hagvirkis var tæp- lega 27 milljónir, eða 69% af kostnaðaráætlun sem nam 38 milljónum. Fimm tilboð bárust í verkið. Lárus Einarsson var með næstlægsta tilboðið, tæpar 30 milljónir, þá kom Steypustöð Skagafjarðar með 32,6 millj- ónir, Völur sf með 33,9 millj- ónir og Hagverk átti langhæsta tilboðið, 45,2 milljónir. Tæknideild Sauðáikróksbæjar mun fara yfir tilboðin á næst- unni og í framhaldinu verður ákveðið hvaða tilboði verður tekið. Engar umræður urðu um tilboðin á bæjarstjórnarfundi í gær, en ljóst að bæjarfulltrúar hafa borið blendnar tilfmningar til þeirra, og trúlega heldur kosið að lægri tilboðin kæmu frá heimaaðilum, og þá einnig frá aðilum sem ekki hafa verið mikið í fréttum vegna erfiðrar rekstrar- stoóu, eins og Ld. Hagvirici/Klettur. Nýja Syðraplanið verður 70 metra löng stálþilsbryggja. Verkið felst í að reka niður 164 metra langan stálþilsvegg, koma fyrir stögum og festingum fyrir þilið og fylla í planið 10 þúsund rúmmetra efnis. Auk þess á að rífa trébryggjuna görnlu, steypa 164 metra langan kant með pollum ofan á þilið og byggja lítið rafmagns- og vatnshús. Fiskiðjan/Skagfirðingur: Tæplega 46 milljóna hagnaður á síðasta ári Tæplega 46 milljóna hagnað- ur varð á rekstri Fiskiðjunn- ar/Skagfirðings á síðasta ári, og var bæði fiskvinnsla og útgerð réttu megin við strik- ið. Fyrirtækið er eitt örfárra sjávarútvegsfyrirtækja er skilaði hagnaði á síðasta ári. Um 20% framleiðluaukning var í frystihúsum Fiskiðj- unnar milli ára. I máli Einars Svanssonar framkvæmdastjóra Fiskiðjunn- ar á aðalfundi KS kom fram að í raun hefðu rekstrarskilyrði verói lakari á síðasta ári en árið á undan, talsvert erfiðari en bú- ist var við og er einkum urn að kenna gengisfellingu á haust- dögum. Erfiðleikunum hefði hinsvegar verið mætt með greiðslum úr verðmiðlunar- sjóði, en slíkum greiðslunt yrði ekki til að dreifa á þessu ári og því væri ljóst að versnandi rekstrarskilyrði, svo sem 10 - 15% lækkun afurðaverðs kæmi af fullum þunga á þetta ár. Sagði Einar að fyrirtæki í sjáv- arútvegi væru rekin meó tapi í dag, og því nokkuó ljóst að af- komutölur eins og fyrirtækið sýndi á síðasta ári tilheyrðu gærdeginum. Bæjarstjóm Sauðárkróks haíu- aði í gær forkaupsrétti á hlutafé í Skagfirðingi hf. Var því fagnað á bæjarstjómarfundinum aó staða fyrirtækisins væri það góða að bæjarsjóður væri laus við að taka þátt í hlutafjáraukningu, en neydd- ist ekki til þess eins og venju- legast hefi gerst hingað til. —ICTch^íI! hpl— Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA SíJfTbílaverkstæði Æ # m rn m sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílaviögeröir • Hjólbaröaverkstæöi SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.