Feykir


Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Stefnir í hörku- baráttu í próf- kjöri framsóknar Vel viðraði að þessu sinni til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Gamlársbrennan á Sauðár- króki var að þessu sinni á gamla flugveilinum nýrst í iðnaðarhverfinu, hin myndarlegasta brenna, og mikið fjölmenni var þar samankomið. Fyrstu merki þess að sól fer nú að hækka á lofti sáust síðan í gær, þegar glottaði íyrir geislum hennar á hjambreiðum í Blönduhlíðarfjöllunum. Innbrotafaraldur á Króknum Talsverð harka hefur hlaupið í prófkjör framsóknarmanna í kjördæminu undanfarið, sér- staklega eftir að aðili í Húna- vatnssýslu gerði Páli Péturs- syni þingmanni þá skráveifu að birta í tvígang óskauppstill- ingu í prófkjörinu þar sem Páll var hreinlega ekki með, Stefáni Guðmundssyni var þar stillt á toppinn, Elín Líndal var í öðru sæti, Magnús Jónsson í því þriðja og Herdís Sæmudar- dóttir Qórða. Þegar þetta birt- ist leiddi PáU að því líkum í út- varpsviðtali að þau Stefán og EUn hefðu myndað blokk tíl að losna við sig af listanum. Því svaraði Stefán að bragði og sagði að slíkt væri ekki uppi hinsvegar hefði hann ákveðið að verða við áskorunum stuðn- ingsmanna sinna að berjast fyrir fyrsta sætinu, og hann hefði áhuga á því að leiða list- ann í kosningunum í vor og á næsta kjörtímabili. Framsóknarmenn segja stöð- una spennandi og ýmislegt gæti gerst, þó virðist sú skoðun út- breiddust innan raða framsókn- armanna, eftir því sem Feykir kemst næst, að ekki sé mikilla breytinga að vænta varðandi uppröðun á listann. Þó svo að einhverjir aðilar í Húnþingi séu ekki sáttir við Pál Pétursson hafi Höllustaðabóndinn fyrrverandi mikið fylgi víða um kjördæmið, sérstaklega þó út til sveita, og Páll sé þó sá þingmaður kjör- dæmisins sem í mestum tengsl- um sé við bændur. „Ég held að mönnum finnist það sterkast fyr- ir flokkinn að Páll verði áffam í efsta sætinu", sagði maður úr forystusveit flokksins í Skaga- firði í samtali við Feyki. „Það reynist trúlega Páli vel að hafa fengið þessa áminningu nú. Hann hefur verið svolítið litlaus þetta kjörtímabil", sagöi annar viðmælanda blaðsins. Víst er að stuðningsmenn Stefáns Guðmundssonar munu hvergi gefa eftir í baráttunni um efsta sætið, og breytinga sé þörf, Stefán hafi staðið fulllengi í skugga Páls. Mulningsvélin er trúlega komin í gang. Það velkist enginn í vafa um að baráttan um efstu tvö sætin muni standa milli Stefáns og Páls. Elín Líndal er talin líkleg- ust til að halda þriðja sætinu, en sætaskipan frá 3.-5. gæti þá riðl- ast eitthvað. Sverrir Sveinsson gæti allt eins hreppt þriðja sætið að nýju og þá er vel líklegt að Magnús Jónsson á Skagaströnd blandi sér verulega í baráttuna um þessi sæti, jafnvel Herdís Sæmundardóttir á Sauðárkróki. Nokkuð fátítt mun vera að inn- brot eigi sér stað skömmu eítir kvöldmat, en það gerðist þegar brotist var inn í vöruafgreiðslu Magnúsar Svavarssonar á Sauðárkróki rétt fyrir jólin. Þjófarnir höfðu á annað hund- rað þúsund krónur í peningum upp úr krafsinu. Lögreglunni hefur ekki tekist að upplýsa hverjir voru þarna á ferð, en hcfur ákveðna aðila grunaða. Talsvert var um innbrot á Sauóárkróki síðustu vikur ársins og telur lögreglan að sömu aðilar komi þama yfirleitt vió sögu, en frekari upplýsingar og sönnunar- gögn skortir. Ekki var um stórar gripdeildir að ræða á þessum stöðum. I tvígang var farið inn í bílabúð KS, 8. og 13. desember og í fyrra skiptið stolið 7500 krónum í peningum. Brotist var inn í félagsmióstöðina í Gagn- fræóaskólanum 17. desember og teknar 15 þúsund krónur auk nokkurra geisladiska. Þá var farið inn í afgreiðslu Flugleióa á Alex- andersflugvelli 24. nóvember og hirtir þar geisladiskar úr pakka. Einnig sáust merki eftir óboðna gesti á bifreiðaverkstæðinu Aka, en þaó ekki kært til lögreglu þar sem ekkert var tekið. Uppsagnirnar hjá Fiskiðjunni: Líklega 25-30 manns án vinnu Flest bendir til að 25-30 manns af þeim 168 starfs- mönnum Fiskiðjunnar sem sagt var upp vinnu í byrjun síðasta mánaðar fái ekki end- urráðingu. Af þeim sem höfðu eins mánaðar uppsagnarfrest eru 15 sem ekki verða endur- ráðnir og síðan 5 af þeim sem voru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Síðan er 15- 20 manna biðlisti sem for- ráðamenn fyrirtækins munu reyna að útvega vinnu, en ljóst að hluta þess hóps verður ekki unnt að endurráða, að sögn Einars Svanssonar fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar. Vaktavinnu var hætt hjá fyr- irtækinu nú um áramótin. Pökkunarstöðin sem Fiskiðj- an hefúr fest kaup á frá Japan kemur að utan í lok næsta mán- aðar og verður líklega komin í gagnið í mars. Aðalhluti sam- stæðunnar var ekki til á lagar og kemur því stöðin seinna til af- hendingar en reiknað var með í fyrstu. Að sögn Einars hafa veiðar togaranna gengið vel að undan- fömu og ríkir bjartsýni með að gott verð fáist á mörkuðunum. Framboð á fiski er ekki mikið, fremur kalt hefúr veriö í Evrópu undanfarið og ekki viðrað vel. Það er því allt eins líklegt að Skagfirðingur verði þaó evr- ópskt útgerðarfyrirtæki sem býður upp á mesta magn ferks fisks á mörkuðunum í upphafi árs. —KXeHflil! — Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA yíMTJTjbílaverkstæði Æ M m M m sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata 1b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviógeröir • Hjólbaröaverkstæöi RÉTTTNGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.