Feykir - 01.02.1995, Qupperneq 1
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU1
SAUÐÁRKRÓKI
Samanburður á rekstri þriggja sjúkrahúsa á landsbyggðinni:
Sjúkrahús Skagfirðinga
kemur mjög vel út
Hádegisverðinum komið í bakka í eldhúsi Sjúkrahúss Skag-
firðinga. Starfsstúlkur þar segjast ekki vera á jafhgóðum launum
og ætla má af umfjöilun í fréttum undanfarið.
Arnar og Örvar
klárir í loðnuna
í samanburði er Ríkisendur-
skoðun gerði á rekstri þriggja
sjúkrahúsa úti á landi vekur
athygli hvað Sjúkrahús Skag-
firðinga kemur vel út. Til að
mynda er samanburður á
rekstri eldhúss sjúkrahúsanna
Sjúkrahúsi Skagfirðinga mjög
í hag. Miðað við hvert stöðu-
gildi á sjúkrahúsinu kostar
rekstur eldhússins á Sauðár-
króki 231.529 krónur, í Vest-
mannaeyjum 282.473 og á
Húsavík 292.212 krónur. Mið-
að við hvert stöðugildi í eldhúsi
kemur Sauðárkrókur út með
2.145 þús., Húsavík 2.713 þús.
og Vestmannaeyjar 2.881 þús.
Miðað við hvern legudag er
rekstur eldhússins á Sauðár-
króki 1.020 þúsund, á Húsavík
1.437 og í Vestmannaeyjum
1.756 þúsund. Þarna munar
26% á Sauðárkróki og Vest-
mannaeyjum, lægsta og hæsta.
I skýrslunni segir að rekstrar-
kostnaður eldhúss að frádregn-
um tekjum sem hlutfall af heild-
arkostnaði hafi numið 9.8% á
Sjúkrahúsi Skagfirðinga árið
1993. Þetta hlutfall hafi lækkað á
undanfömum árum, úr 10,9%
1992 og 13% 1991, enda hafi
kostnaður umfram tekjur lækkað
vemlega á þessu tímabili, var
1991 37,7 millj., 1992 30,1
millj., og 1993 28,4 milljónir.
Sem dæmi um lækkun kostnað-
arliða má nefna, að hráefnis-
kostnaður lækkaði um 4,6 millj-
ónir frá 1991 til 1992 og um 1,5
milljón milli áranna ‘92 og ‘93.
Mikill árangur hefur náðst í
endurskipulagningu í rekstri eld-
húss Sjúkrahúss Skagfirðinga frá
árinu 1991. Sem sést á því að á
því ári vom hlutföllin miðað við
unnin stöðugildi öfug miðað við
það sem að framan greinir, þ.e.
hæst á Sauðárkrókj og lægst í
Vestmannaeyjum. I skýrslunni
kemur fram að kostnaður við
unnin stöðugildi er svipaður á
Húsavík frá ári til árs en hefur
aukist í Vestmannaeyjum.
Taflan yfir tekju- og kostnað-
arliði í rekstri eldhússins sýnir
mjög mismunandi tölur. Athygli
vekur að þar er launaliður
Sjúkrahúss Skagfirðinga 17,793
milljónir, 15,778 milljónir á
Húsavík og 11,521 millj. í Vest-
mannaeyjum. Birgir Gunnarsson
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Skagfirðinga segir að launaliður-
inn segi í raun ekkert til um hag-
kvæmnina í rekstrinum. Þessar
tölur einar sér séu ekki sambæri-
legar milli sjúkrahúsanna, t.d.
yrði launaliðurinn hærri í Vest-
mannaeyjum ef mötuneyti dval-
arheimilins þar væri tekinn inn í.
Arnar kom til hafnar á Skaga-
strönd um helgina úr fyrstu
veiðiferð ársins með 200 tonn í
lest af unnum afúrðum. Voru
hafnarverkamenn á Skag-
strönd að berjast við að landa
úr skipinu í leiðindaveðri í gær
og fyrradag. Skipið heldur til
veiða að nýju í dag, en ef
loðnuvertíðin fer í gang mun
Arnar halda inn á Seyðisfjörð
og þar verða frystivélar skips-
ins nýttar til loðnufrystingar.
Óskar Þórðarson, er nú gegnir
starfi framkvæmdastjóra Skag-
strendings í fjarveru Sveins Ing-
ólfssonar, sem er í ársleyfi, sagði
að von væri á Örvari til landsins
á næstu dögum, en skipið hefúr
verið í vélarupptöku og klössun í
Noregi frá ársbyrjun. Óskar
sagði að áætlunin gerði ráð fyrir
að bæði Amar og Orvar yrðu við
loðnufrystingu á Seyðisfirði
strax í næstu viku, það er ef
loðnan sýndi sig. Altént yrði gert
hlé á veiðum skipanna meðan á
loðnufrystingu stæói. Þau
mundu síðan fara að henni lok-
inni strax úl veiða aftur. Reiknað er
með að loðnufrysting geti staðið
í um hálfan mánuð og yrði það
góð búbót fyrir Skagstrending.
Samningar um endurgerð Hillebrandtshús draga dilk á eftir sér:
Bæjarstjórn og safnanefnd kærð
Grétar Guðmundsson húsasmíðameistari
á Blönduósi hefúr kært til felagsmálaráðu-
neytis, málsmeðferð bæjarstjómar Blöndu-
óss og safnanefiidar Blönduóss á þvi þegar
gengið var frá samningum við verktaka
um endurgerð Hillebrandtshússins á liðnu
sumri. Grétar kærir ákvarðanatökur bæj-
arstjórnar og safnanefhdar vegna málsins
og alla framvindu þess. ,díg tel að stjóm-
sýslulög hafi þarna verið þverbrotin. Þetta
er leiðindamál, en óhjákvæmilegt annað en
að aðhafast eitthvað í því“, segir Grétar.
Hann segist hafa óskað eftir rökstuðningi
fyrir ýmsum hlutum, frd. því hvers vegna
honum var ekki gefinn kostur á að gera til-
boð í endurgerð hússins, en Iítil svör fengið.
Forsaga málsins er sú að á liðnu vori var
auglýst eftir áhugaaðilum úl að taka að sér end-
urgerð Hillebrandtshússins á Blönduósi. Sjö
aðilar sendu inn umsóknir, þar af þrír aðilar á
Blönduósi. Arkitekt hússins Hjörleifur Stef-
ánsson mælti með því að Braga Skúlasyni
byggingarmeistara á Trésmiðjunni Borg á
Sauðáikróki yrói falin umsjón veiksins, vegna
reynslu hans af endurgerð gamalla húsa, og
var Trésmiðjan Borg einn þeirra aðila er lýsú
áhuga fyrir verkinu. Safnanefnd og bæjar-
stjóm komust að þeirri niðurstöðu að leitað
yrði samkomulags við Braga Skúlason að
annast yfimmsjón veiksins, og einnig að Tré-
smiðjunni Stíganda á Blönduósi yrói gefinn
kostur á aó bjóða í enduigerð hússins.
Grétar segir óeðlilegt hvemig allt í einu
hafi legið svona óskaplega mikið á að koma
þessu í kring. I kringum kosningamar á liðnu
vori hafi ekkert verið aðhafst í tvo mánuði,
síðan hafi skyndilega verið ákveóið að semja
við Stíganda. „Þetta var dropinn sem fyllti
mælinn. Þama var ekkert hæfnismat fram-
kvæmt og mér finnst óeðlilegt hvemig sama
verktakanum hefúr verið hyglað úl fjölda ára
af bæjaryfirvöldum. Ég hef mikinn áhuga fyr-
ir endurgerð gamalla húsa og hef töluverða
reynslu á því sviði. Meðal annars hafði ég um-
sjón með endurgeró kirkjutumsins í Bólstaða-
hlíðarkirkju, sem Stígandamenn telja sér til
tekna í umsókninni“, segir Grétar.
Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi
vildi ekki tjá sig um málið. Bréf félagsmála-
ráðuneytisins varðandi kæmna var kynnt á
bæjarstjómarfúndi á Blönduósi í gær. Bæjar-
stjóm og safnanefnd hafa frest úl 3. febrúar til
að skila gögnum varðandi málið úl ráðuneyt-
isins.
—ICTcb^íII hjDI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílcts. 985-31419, íax 36019
Almenn verktakaþj ónusta,
Frysti- og kœliþjónusta,
Bíla- og skiparafmagn,
Véla- og verkfœraþjónusta
Jítftbílaverkstæði
Æm mm m L:9wUi--------
Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 36140
Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði
Réttingar Sprautun