Feykir


Feykir - 27.09.1995, Page 4

Feykir - 27.09.1995, Page 4
4FEYKIR 33/1995 „Nógir eru erfiðleikarnir, þó menn fari ekki að koma saman til að gera hvern annan vitlausan" Agnar i. Levý í Hrísakoti í hispurslausu viðtali „Þaó er fyrst og ífemst grasiö hér í sveitinni sem viö veró- um aö lifa af og ef viö getum ekki nýtt þaó í framtíóinni er illa komið. Menn hafa verið meö alls konar átaksverkefni og viö höíum oróið aö taka þátt í því, þó mér finnist þetta afspymuvitlaust. Heimilisiönaður húsmæöra; aö prjóna og mála, og gera keramik í skólanum. Þetta er gaman til aö drepa tímann, en þetta skapar engar tekjur á móti því sem að hefur tapast í hefðbundnu búgreinunum. Og ferðaþjón- ustan á að taka yfir þetta líka. Hvemig í ósköpunum halda menn að bændur geti orðið þjónustuaðilar þegar þeir koma sér ekki einu sinni saman viö hvom annan. Svo eiga þeir allt í einu að fara aó þjónusta ferðamenn. Þetta allt saman er svo sem ágætt meö en að halda aó menn geti skipt yfir í þetta, gengur ekki upp. Eg held aö menn séu að veröa bilaóir. Menn koma á fundi og fundi til að leita leióa og tala um þaö sem ekki er hægt. Eg er svoleiðis orðinn hundleiöur á því. Annars hef ég trú á því aó þessi búskap- ur í dag eigi eftir aó snúast í andhveríu sínu eftir nokkur ár. Þá verði komin upp sú staóa að menn geti afsett sínar af- uróir“, segir Agnar J. Leví bóndi, oddviti og hreppstjóri í Hrísakoti í Vestur-Hópi. Agnar hefur ákveönar skoóanir á málum og lét þær t.d. hressilega í ljósi þegar sameiningar- málin vom uppi fyrir nokkmm missemm. talsins 1. desember sl., og virðist fara fækkandi eins og þróunin er víða til sveita. „Eg er ekkert á móti samein- ingum sé eitthvert vit í þeim. Ég er bara ekkert hrifinn af því að einhverjir karlar úr Reykjavík komi og sameiningin eigi að ganga út á að við eigum aó bjarga þeim út úr einhverju rugli sem þeir hafa búið til. Þeir geta bara étió þaó ofan í sig sjálfir. Ég er líka alfarið á móti því að sveitarfélögin þurfi að senda sitt aflafé suður og fái það síðan skammtað til baka. Ég vil að vió eigum okkar peninga sjálf og sendum þeim það suður sem fer í sameiginlegan kostnað“. Dæmalaust kjaftæði Nú er fyrirsjáanlegt að sveit- arfélögin taki við rekstri grunn- skólanna um mitt næsta ár. Verður ekki erfitt fyrir jafnfá- mennan hrepp og Þverárhrepp að standa að rekstri skólans, Vestuihópsskóla? „Jú það gefur auga leið og það kæmi mér ekki á óvart þó að það mundi reynast erfitt aó reka einn skóla í sýslunni. Þó að sveitafélögin hér hefðu samein- ast og það hefði verið keyrt á rekstur eins skóla, þá stendur það eftir að það er ekki verið að hugsa um bömin. Þau em ekki inni á blaði. Það er bara verið að hugsa um aö fullnægja ákvæói laga um að böm fái kennslu. Nú svo þetta dæmalausa kjaftæði með að lengja skóla í tíu mán- uði. Bara vegna þess að þeir í Reykjavík þurfa bamapössun.“ Ertu þá að segja aó þessi minni skólar geti ekki sinnt þeirri kennsluskyldu sem þeim er ætlað? ,J»að hlýtur að koma út á það. Og þessi breyting er fyrst og fremst orðin vegna þess að sveitarstjómarmenn hafa verið svo vitlausir að þeir hafa aldrei komið saman öðruvísi en að biðja um að fá einhver veikeíhi frá ríkinu. Menn hafa sagt að heimaaðilar væm betur í stakk búnir en ríkið að skipuleggja ýmsiss verkefhi heima fyrir. Ég veit ekki af hverju þetta mikil- mennskubrjálæöi stafar eigin- lega. Nú liggur það t.d. fyrir aó ríkið hefur víðast hvar ekki staó- ió við framkvæmd skólahaldsins eins og lögin segja til um. En nú er sem sagt komið að þessu og þá snýst málið væntanlega við. Nú fáum við verkefhið og ríkið verður með lagasafnið. Þeir lesa úr lagasafninu og segja, „nú framkvæmið þið þetta svona annars sjáum við okkur ekki fært að greiða ykkur neitt, fyrr en þessu hefur verið kippt í lag.“ Þetta er borðliggjandi, enda því í ósköpunum ætti mönnum að líð- ast að halda uppi skóla sem ekki fer eftir lögunum um kennslu- skyldu. Fólkið gerir þetta sjálft Ég held að það yrói ekki til góðs aó sameina skólana og minni skólamir mundu detta út. Við höfum haldið fram að úr litlu skólunum kæmu betri ein- staklingar, og þeir séu þær bestu uppeldisstöövar sem til em“. Samkvæmt manntali 1. des. sl. vom 92 íbúar í Þverárhreppi og fer hreppsbúum heldur fækk- andi. Það liggur því beinast við að spyrja hvort lítið sé um fram- kvæmdir á vegum hreppsfélags- ins? ,Éig lít ekki svo á að hrepps- félagið eigi endilega að standa fyrir einhverjum framkvæmd- um, enda yrði þá spurningin hvað þarf að gera? Við stöndum að nauðsynlegustu þjónustu, en reyndar er það snjómoksturinn sem stendur svolítið í okkur, eins og t.d. síðasta vetur. Ég held að hreppsfélögin eigi ífekar að hliðra til viö íbúana, t.d. með bærilegri sköttum. Það þýðir ekkert að vera að rjúka í einhver verkefni eins og þeir gera í Reykjavík. Hér er það bara fólk- ið sem sér um ffamkvæmdimar sjálft, en að sjálfsögðu leggur hreppurinn fram sitt framlag til félagslegra verkefna í gegnum héraðsnefhdina". Hefur verið byggt eitthvað í hreppnum undanfarið? ,Já í fyrra vom byggð íbúðar- hús á Stómborg og Súluvöllum og í ár er verið að byggja véla- geymslu á Ægissíðu og hesthús á Hvoli. Síðan em alltaf að bæt- ast við sumarbústaóir hér í hreppnum jafht og þétt. Hér er skipulagt svæði fyrir sumahúsa- byggð við Vesturhópsvatn og þar bætast við bústaðir á hverju ári“. Nágrannar ykkar kalla svæð- ið á Vatsnesinu „Grænland". „Já þeir öfunda okkur alltaf svolíúð af því hvað er grænt og búsældarlegt héma útffá. En það er kannski líka fyrir það að þeg- ar þeir horfa í átt til Vatnsnes- fjallsins að vetrinum sjá þeir off ansi mikinn snjó. Annars held ég þeir hafi lítið talað um það síð- asta vetur. Það var þá eiginlega verra hjá þeim“. Verður að vera meinlaust Mér er sagt að þú sért aðal annálsritarinn í þinni sveit þegar kemur að þorrablótinu? „Ég hef lent í því í nokkur ár að semja pistla fyrir þorrablótið. En það er fjöldinn allur af fólki sem getur þetta.“ Ertu þá að skjóta svolítið á sveitungana? ,Jíkki þannig að ég sé að taka þá á beinið og hakka þá í mig. Það verður að gera þetta þannig að það sé meinlaust og sá sem í hlut á hafi gaman af og fyrtist ekki. Það er reyndar þannig í sumum sveitarfélögum skilst mér að þaö sé talið mjög æski- legt að gera menn fokvonda, en það er ekki þannig héma. Það er bata út í hött. Nógir em erfið- leikamir samt þó að menn séu ekki að koma saman úl að gera hvem annan vitlausan“. Ertu búinn að ná þér í marga nothæfa punkta frá síðasta blóú? „Nei það er nú svo stutt síðan það var. Vegna ófærðar og snjóa komst það ekki á fyrr en um miðjan júní. Þannig að ég hef lít- ið í pokahominu ennþá, en eitt- hvað samt. Sumir menn eru alltaf svolíúð athyglisverðir, en á öðmm bæjum gerist ekki nokkur skapaður hlutur. Ef á að taka alla með verður að ljúga einhverju saklausu upp á þá“, sagði Agnar í Hrísakoti að endingu. „Já þeir öfunda okkur alltaf svolítið af því hvað er grænt og búsæidariegt hérna útfrá“ Stóðréttardansleikur Höfðaborg laugardagskvöld Gautar frá Siglufirði halda uppi fjörinu Húsið opið bæði föstudags- og laugardagkvöld kl. 20,00.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.