Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 1
RAFVERKT AKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Sveitarfélögin tapa máli gegn Landsvirkjun Héraðsdómur Rvíkur fellst ekki á kröfu hreppa á Blöndusvæðinu Héraðsdómur Reykjavíkur heíur komist að þeirri niður- stöðu að Landsvirkjun og stjórnvöldum beri ekki að greiða hreppum sem aðild eiga að upprekstrarsvæðum Blöndu bætur vegna virkjun- arréttinda. Hrepparnir stefndu Landsvirkjun til að greiða 50 milljónir króna fyrir virkjun- arréttindin. Málin snérust fyrst og fremst um eignarhald hreppanna á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði. Niður- staðan er í samræmi við það sem lögfróðir menn hafa hald- ið fram um eignarrétt sveitar- félaga á afréttum, þegar deilur hafa sprottið varðandi rétt almennings til fuglaveiða á heiðarlöndum. Ríkisútvarpið greindi frá því í hádegisfiréttum sl. mánudag aó Héraðsdómur Reykjavíkur hefði þá um morguninn dæmt í mál- inu. Dómurinn, sem var þrískip- aóur, komst aö þcirri niöurstööu að hreppamir heföu ekki sýnt fram á að heiðamar væru full- komið eignarland þeirra. I dómnum er farið yfir eignarhald og nýtingu heiðanna um alda- skeið, en gömul skjöl eru ekki talin skera úr um hvort um fullkomið eignarland hafi verið að ræða, eða hvort þar hafi ein- ungis verió afréttareign. Dóm- urinn telur afréttareign líklegri og byggir niðurstöður sínar á því, auk þess sem hann telur að hefð hafi ekki leitt til fullkomins eignarréttar sveitarfélaganna fimm á heiðunum. En þau eru Svínavatns-, Bólstaðahlíðar-, og Torfalækjarhreppur í A.-Hún. og Seylu-, og Lýtingsstaðahreppur í Skagafirði. Ekki náðist í Jóhann Guð- mundsson í Holti oddvita Svína- vatnshrepps, helsta talsmann sveitarfélaganna, en telja má fullvíst að dómnum verði áfríjað til Hæstaréttar. □ Rækjuveiðar hafnar á Húnaflóa InnQarðarækjuveiðar á Húnaflóa hófust um síðustu helgi, en sjávarútvegsráðuneytið leyfði veiðarnar frá síðasta fimmtudegi, 16. nóvember. Veiðarnar fara mun seinna af stað nú en venjulega af þeirri ástæðu að mikill fjöldi þorsk- og ýsuseiða var á miðunum í haust þegar þau voru könnuð, meira en tvöfalt meira magn en æskilegt þykir miðað við þau mörk sem sett eru varðandi fjölda bolfiskseiða í rækjunni. Miðin voru könnuó að nýju af fjórum heimabátum fyrir hálfum mánuði. Reyndist seiða- fjöldinn vera orðinn innan viðmiðunarmarkanna, sem er 800 stk. í tonninu, nema inni á Stein- grímsfirði, innan Grímseyjar vió minni fjarðarins. Kvóti hcfur ekki verið gefinn út á Húnaflóann ennþá, þar sem að Unnur Skúladóttir fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknarstofnun, sem hefur meó rækjumálin að gera, er stödd erlendis. Tveir Hvammstangabátar hófu þegar veióar á fimmtudaginn og leggja upp hjá Meleyri. Hafa veiðar gengið vel þessa daga. Tveir bátar cru byrjaðir veiðar frá Skagaströnd og leggja þeir báðir upp hjá Hólanesi. Tveir bátar til viðbótar munu stunda innfjarðarveiðamar frá Skagaströnd. Veiðar á Skagafirði em hafnar fyrir nokkm. Þær stunda Innfjarðarrækjan unnin í Meleyri. fjórir bátar. Sauðárkróksbátamir þrír leggja upp hjá Dögun, en Berghildur frá Hofsósi flytur rækjuna til Siglufjarðar. Þetta er annað árið sem rækjukvótinn er ekki bundinn verksmiðjunum og hafa forráðamenn rækjuverksmiðja verið talsvert uggandi um hvar kvótinn lenti. Til að mynda hefur rækjuvinnslan á Hólmavík misst sjö af tíu heimabátum úr vió- skiptum nú í byrjun vertíðar. Bátaeigendur á Hólmavík leituðu verðtilboða og leggja sjö bátanna nú upp á Olafsvík. Hér etja þeir kappi Skagfirðingurinn Konráð Kolbeinsson t.h. og Guðmundur Asgrímsson frá Akureyri á Norður- landsmóti í júdó, sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. sunnudag. Þar voru saman komin á sjöunda tug ungmenna úr Skagafirði og frá Akureyri. Akureyringamir vom um 40 talsins og fjær á myndinni má sjá þjálfara þeirra og yfir- dómara mótsins, Jón Oðinn Amason. Styrktarball í 20 ár í Húnaþingi Árleg fjáröflunarsamkoma fyrir Styrktarsjóð Húnvetninga verður haldin nk. laugardags- kvöld 25. nóvember í Félags- heimilinu á Blönduósi. Styrkt- arsjóðurinn var stofnaður af nokkrum félögum í Austur- Húnavatnssýslu 16. mars 1974 og hefúr starfað samfellt síðan, eða í rúm 20 ár. Á laugar- dagskvöldið verður boðið upp á dansleik þar sem hin vinsæla hljómsveit Norðan þrír + Ásdís leikur fyrir dansi. Einnig verður happdrætti til fjáröfl- unar og þar er fjölda góðra vinninga í boði. I samþykktum sjóðsins segir m.a.: „Markmið sjóðsins er að veita héraðsbúum hjálp þegar óvænta erfiðleika ber að höndum, þó fyrst og fremst: a) hjálp í erfiðum sjúkdómstilfellum þar sem ekki er veitt næg aðstoð af hálfu opinberra aðila, b) fjár- framlög til kaupa á lækninga- tækjum eða öðrum þeim tækjum, eða aðstöóu, sem skapar bætta sjúkrahjálp og heilsugæslu í héraðinu. Árlega hafa verið nokkrar styrkveitingar úr sjóðnum og oft hefúr verió um að ræóa upphæðir sem verulega hefur munað um, segir í tilkynningu frá sjóðs- stjóminni. —ICTc^lll fcpl— Aðcdgötu 24 Skr. sími 453 5519, fcólas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparaímagn, Véla- og verkfœraþjónusta Æí bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauðárkróki íax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.