Fréttablaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 22
Í dag
17.00 The Players Golfstöðin
17.50 ÍBV - Víkingur Ó. Sport 2
19.30 KR - FH Sport
00.30 OKC - San Antonio Sport
19.15 Valur - Fylkir Valsvöllur
19.15 Stjarnan - Þróttur Samsung-v.
19.15 ÍA - Fjölnir Norðurálsv.
Stórleikur veStur í bæ
Þriðja umferð Pepsi-deildar karla
í fótbolta hefst í kvöld með fimm
leikjum. Þar ber hæst leik kr og
FH á Alvogen-vellinum. FH er með
fullt hús stiga en kr aðeins tvö stig.
kr-ingar mega því alls ekki við
því að tapa fyrir íslandsmeistur-
unum ef þeir ætla að taka þátt í
titilbaráttunni í sumar. Stjörnu-
menn, með sín sex stig, mæta
nýliðum Þróttar í Garðabænum
og hinir nýliðarnir,
víkingar ó., sækja
eyjamenn heim.
Stigalaus lið
vals
og
Fylk-
is mætast á
valsvell-
inum og
Fjölnismenn
geta haldið
sigurgöngu
sinni áfram
gegn Skaga-
mönnum.
1 2 . m a í 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R22 s p o R T ∙ F R É T T a B L a ð I ð
sport
Haukar svöruðu fyrir sig
Staðan orðin jöfn Haukar unnu þriggja marka sigur, 25-28, á Aftureldingu í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær og jöfnuðu þar með metin í einvíginu um
Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Liðin mætast í þriðja sinn á Ásvöllum á laugardaginn. FRéTTABlAðið/AnTOn BRinK
FóTBoLTI „Það hefur margt breyst
síðan ég kom hingað síðast,“ sagði
kevin keegan, fyrrverandi lands-
liðsmaður og landsliðsþjálfari eng-
lands, þegar Fréttablaðið settist
niður með honum í hádegishléi á
business and Football-ráðstefn-
unni sem fram fór í Hörpu í gær.
keegan var einn af frægum fótbolta-
mönnum og þjálfurum sem sat pall-
borðsumræður á ráðstefnunni.
keegan kom síðast til íslands árið
1979 með Þýskalandsmeisturum
Hamburg en hann var á þeim tíma
besti leikmaður evrópu og handhafi
Gullknattarins. Hamburg mætti val
á laugardalsvellinum og vann auð-
veldan sigur í tveimur leikjum.
„Það var smá ævintýri að koma
til íslands því þetta var ekki staður
sem enskur maður eins og ég myndi
heimsækja í fríinu sínu. kannski í
dag reyndar, en á þeim tímum fór
maður til Spánar eða þangað sem
var heitt,“ segir keegan.
„við vorum alveg smeykir fyrir
svona leiki því við gátum lent í
vandræðum ef við töpuðum illa. Það
var alveg möguleiki því við vissum
ekkert um íslenska liðið og maður
vissi ekkert hvernig völlur yrði. Það
var vetur þegar við komum og snjór
úti um allt og kalt,“ bætir hann við
en á þessum tíma var allt öðruvísi að
spila evrópuleiki en í dag.
„við renndum blint í sjóinn þarna
en þannig var fótboltinn á þessum
tíma. við höfðum ekkert séð val
spila. Okkur var bara sagt að ákveð-
inn leikmaður væri leikstjórnand-
inn og að þeir spiluðu svona taktík.
Svona var þetta gert í gamla daga
en auðvitað hafa miklar breytingar
orðið á þessu,“ segir keegan.
Ekki svo mikið á óvart
keegan er auðvitað staddur á land-
inu vegna afreks íslenska lands-
liðsins en ráðstefnan var sett upp
í kringum þann árangur sem og
árangur í viðskiptalífinu eftir hrun-
ið. Hvernig horfir þessi árangur við
keegan?
„Þegar maður sér svona afrek eins
og hjá íslandi fer maður að hugsa:
Hvernig getur þetta gerst? Allir
halda að fótbolti og íþróttir í heild-
ina snúist bara um tölur. england
er með svona og svona marga íbúa,
Þýskaland svona marga og brasilía
er stórt land,“ segir hann og fer svo
að tala um hópinn.
„en ég lít fyrst á þjálfarana.
Hverjir eru þeir? Hjá íslandi er
annar þeirra lars lagerbäck sem
er þrautreyndur og þeir Heimir ná
vel saman. Síðan lítur maður á leik-
mennina og hvar þeir spila. Sumir
eru á englandi en spila í næstefstu
deild sem er líka sterk deild. Svo
horfir maður á hina leikmennina
og áttar sig á því að íslenska liðið
er með hina fullkomnu blöndu,“
segir keegan, sem er ekkert gapandi
vegna árangurs strákanna okkar.
„Það kemur í raun ekkert svo
mikið á óvart að ísland sé komið á
eM ef maður horfir á heildarmynd-
ina og það kæmi mér heldur ekki
í opna skjöldu ef liðið kemst upp
úr riðlinum. liðið er sterkt og með
nógu marga góða leikmenn þótt
breiddin sé ekki mikil.“
Verða að þora að sækja
David Moyes, fyrrverandi knatt-
spyrnustjóri everton og Manchester
united, var í viðtali við Fréttablaðið
á dögunum þar sem hann bað
stuðningsmenn íslenska liðsins og
íslensku þjóðina að halda vænting-
unum niðri. keegan er ekki alveg
á sama máli þótt hann skilji hvað
Skotinn eigi við.
„Það virðist vera í tísku að gera
sér ekki of miklar væntingar. Það
er ekki langt síðan við horfðum á
Manchester City spila seinni undan-
úrslitaleikinn gegn real Madrid í
Meistaradeildinni og ekki einu sinni
að reyna að vinna ef þannig má að
orði komast. Þeir gáfu sig ekki alla í
þetta þrátt fyrir að eiga möguleika
á að komast í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar,“ segir keegan og bætir
við:
„eina leiðin til að vinna bestu
liðin er að mæta þeim í fótbolta.
Það þýðir ekkert að láta lið eins og
Manchester united eða eitthvert
stórlið á evrópumótinu, ef við
tölum um ísland, vera með boltann
80 prósent af leiknum. ísland vinn-
ur engan leik ef það er bara tuttugu
prósent með boltann nema með
ótrúlegri heppni. Þegar rétti tíminn
kemur í leiknum verður liðið að
þora að sækja. Það þýðir ekkert bara
að vona að hitt liðið eigi slæman
dag og skjóti alltaf í stöngina.“
Sögubækurnar
Spurður hvað strákarnir okkar
þurfi að passa þegar þeir verða
loks komnir á eM segir keegan: „Ég
hlakka til að sjá hvernig þeir koma
til leiks og og bera sig að fyrstu
10-20 mínúturnar. Það verður fróð-
legt að sjá hvort þeir verða smeykir
eða tilbúnir að mæta jafnsterkum
mótherja og Portúgal. ísland þarf
samt ekkert að óttast. liðið hefur
nú þegar afrekað mikið.“
Hann vill samt ekki að íslensku
strákarnir sætti sig bara við það eitt
að komast á evrópumótið. „leik-
mennirnir mega samt ekki mæta
með það hugarfar að nú sé þetta
komið fyrst liðið komst á eM. Ég vil
að þeir hugsi um að skrifa annan
kafla í sögubækurnar og komast
upp úr riðlinum,“ segir keegan og
heldur áfram:
„Þegar ég horfi á liðið og leik-
mennina sem eru í því er ég viss um
að það mun gefa öllum liðum leik.
Þannig er bara íslenski andinn og
í raun allra á Norðurlöndum. við
höfum séð það með íslenska leik-
menn og aðra frá Norðurlöndunum
sem koma til englands. Þeir leggja
mikið á sig til að ná fram því besta
í sjálfum sér.
ef íslenska liðið hugsar þannig
og spilar þannig þá verður erfitt að
vinna það. íslensku strákarnir þurfa
að hlaupa og berjast og vera í and-
litinu á mótherjanum allan leikinn
eins og það hefur alltaf gert. Svo,
þegar tækifæri gefst, verður liðið
að þora að spila boltanum. við
vitum alveg að íslenska liðið getur
það enda komst það á eM í gegnum
mjög erfiðan riðil,“ segir kevin
keegan. tomas@365.is
Nú þarf að skrifa næsta kafla
Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á
óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. Nú þurfi strákarnir að þora að komast lengra.
Það kemur í raun
ekki svo mikið á
óvart að Ísland sé komið á
Evrópumótið ef maður
horfir á heildar-
myndina.
Kevin Keegan
Nýjast
pepsi-deild kvenna í fótbolta
Stjarnan - Þór/KA 4-0
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 2-0 Harpa
(55.), 3-0 Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (67.),
4-0 Harpa (89.).
Breiðablik - KR 4-1
1-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (25.),
2-0 Fanndís Friðriksdóttir (50.), 3-0 Rakel
Hönnudóttir (52.), 4-0 Andrea (63.), 4-1 Ey-
dís Lilja Eysteinsdóttir (70.).
ÍBV - Selfoss 0-1
0-1 Lauren Hughes (21.).
Fylkir - Valur 2-2
0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (16.), 1-1 Ruth
Þórðar Þórðardóttir (68.), 2-1 Berglind Björg
Þorvaldsdóttir (82.), 2-2 Lilja Dögg Valþórs-
dóttir (86.).
olís-deild karla, úrslit:
Afturelding - Haukar 25-28
Afturelding: Árni Bragi Eyjólfsson 6, Mikk
Pinnonen 5, Jóhann Jóhannsson 3, Jóhann
Gunnar Einarsson 3.
Haukar: Janus Daði Smárason 8, Jón Þor-
björn Jóhannsson 6, Hákon Daði Styrmis-
son 4.
Staðan í einvíginu er 1-1.
Efst
Leicester 80
Tottenham 70
Arsenal 68
Man. City 65
Man. Utd 63
neðst
Bournem. 42
Sunderland 38
Newcastle 34
Norwich 34
Aston Villa 17
Enska úrvalsdeildin
liverpool - Chelsea 1-1
0-1 Eden Hazard (32.), 1-1 Christian Benteke
(90+2).
Sunderland - Everton 3-0
1-0 Patrick van Aanholt (38.), 2-0 Lamine
Koné (42.), 3-0 Koné (55.).
norwich - Watford 4-2
0-1 Troy Deeney (11.), 1-1 Nathan Redmond
(15.), 2-1 Dieumerci Mbokani (18.), 3-1 Craig
Cathcart, sjálfsmark (37.), 3-2 Odion Ighalo
(51.), 4-2 Mbokani (57.).
1
2
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
6
8
-3
D
7
8
1
9
6
8
-3
C
3
C
1
9
6
8
-3
B
0
0
1
9
6
8
-3
9
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K