Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2016, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 12.05.2016, Qupperneq 42
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda fer fram í tíunda sinn á Patreksfirði um helgina. Hátíðin er tileinkuð alls konar heimildarmyndum og á dag- skránni eru bæði örstuttar myndir sem og heimildarmyndir í fullri lengd og eru efnistökin fjölbreytt. „Í ár erum við að frumsýna þrett- án íslenskar heimildarmyndir og umfjöllunarefnin eru mjög fjöl- breytt og myndirnar af öllum stærðum og gerðum. Frá átta mín- útum og upp í tveggja tíma myndir,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir, ein af aðstandendum hátíðarinnar. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænski leikstjórinn Jose Luis Guerin, sem er einna þekktastur fyrir myndina En Construcción sem vann til fjölda verðlauna á Spáni en myndin verður sýnd á Skjaldborg í ár. Einnig var mynd hans The City of Sylvia frá árinu 2007 frumsýnd í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Ókeypis er inn á allar heimildar- myndir sem keppa um áhorfenda- verðlaunin Einarinn en gestir eiga möguleika á að kaupa armband, sem gildir í sjávarréttaveislu, plokk- fiskboð kvenfélagsins, dansleik og í sundlaugina, á 4.000 krónur í for- sölu eða 5.000 krónur á staðnum. Helga Rakel mælir svo sannarlega með að áhugasamir mæti í plokk- fiskinn og sjávarréttaveisluna sem eru fastir hlutar dagskrárinnar. „Þetta er mikil stemningshátíð. Það er ekki nóg að hafa bara góðar heimildarmyndir því ég er ekki viss um að fólk myndi nenna að fara alla þessa leið nema einmitt líka fyrir þessa góðu stemningu,“ segir hún glöð í bragði og auðheyrt er að hún hlakkar til helgarinnar. „Svo erum við líka alltaf með lið sem heitir Verk í vinnslu og þá kemur fólk og kynnir það sem það er að gera, sýnir aðeins úr mynd- unum sínum og talar um þær. Þessar myndir koma líka oft inn á Skjaldborg seinna og þá eru margir fastagestir kannski búnir að vera að fylgjast með verkunum í lengri tíma,“ útskýrir hún. „Kolla Sibb sem er viðfangsefni einnar myndarinnar á hátíðinni kemur til okkar. Hún býr á Selfossi og er trúbador og hún mætir með gítarinn,“ segir Helga og bætir við að einnig verði tónleikar í heitum potti auk annarra fastra liða á borð við limbókeppni og skrúðgöngu á lokakvöldi hátíðarinnar á sunnudag. Áhorfendaverðlaunin Einar eru nefnd eftir smíðakennaranum í bænum, Einari Skarphéðinssyni, en hann sér um að smíða verðlaunagrip hvers árs og leggur mikla vinnu í að velja efniviðinn í hann. Í fyrra var það myndin Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einars- dóttur sem hreppti hnossið. Hátíðin fer líkt og áður sagði fram á Patreksfirði og hefst annað kvöld. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni skjaldborg.is. gydaloa@frettabladid.is Plokkfiskur, limbó og Einarinn á heimildarmyndahátíð Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg fer fram í tíunda sinn um helgina. Þrettán ís- lenskar heimildarmyndir verða frumsýndar og heiðursgestur er Jose Luis Guerin. Frumsýningar Keanu Gamanmynd Aðalhlutverk: Keegan-Michael Key, Jordan Peele, Will Forte, Luis Guzman Frumsýnd: 18. maí IMDb 7,1/10 Rotten Tomatoes 77% eddie tHe eaGLe Ævisöguleg drama- og gamanmynd Aðalhlutverk: Taron Egerton, Hugh Jackman, Tom Costello, Jo Hartley Frumsýnd: 13. maí IMDb 7,6/10 Rotten Tomatoes 79% X-Men: apocaLypSe Spennu- og ævintýramynd Aðalhlutverk: James McAvoy, Michael Fassbender, Jennifer Lawrence, Nicholas Hoult, Oscar Isaac og Rose Byrne Frumsýnd: 18. maí IMDb 8,3/10 Helga Rakel Rafnsdóttir er einn af aðstandendum hátíðarinnar sem hún segir mikla stemningshátíð. FRéttablaðið/SteFán Þetta er MiKiL SteMninGSHátíð. Það er eKKi nóG að Hafa bara Góðar HeiMiLdar- Myndir Því éG er eKKi viSS uM að fóLK Myndi nenna að fara aLLa ÞeSSa Leið neMa einMitt LíKa fyrir ÞeSSa Góðu SteMninGu. 1 2 . m a í 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R30 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a ð I ð bíó 1 2 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 7 -F D 4 8 1 9 6 7 -F C 0 C 1 9 6 7 -F A D 0 1 9 6 7 -F 9 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.