Feykir - 11.03.1998, Page 4
4FEYKIR 10/1998
„Flestir mundu sjálfsagt segja þetta haugalýgi“
Hraustmennið Halldór Antonsson í Tumabrekku hefur frá ýmsu að segja
„Blessaður farðu nú ekki að skrifa ævisögu mína. Ég ætla að biðja þig
að gera það ekki. Ég skal frekar segja þér frá smá atviki sem henti mig
einu sinni”, sagði Halldór Antonsson íTumabrekku í spjalli við blaða-
mann Feykis. Halldór er enn í góðu formi að sjá þó orðinn sé tæplega
áttræður og sannast á honum eins og reyndar fleiri Antonsbömum að
lengi býr að fyrstu gerð. Þetta er hraustleikafólk og Halli í Brekku hef-
ur einnig fengið þá frábæm vöggugjöf að kunnu að segja skemmtilega
frá og það er ógrynni sem hann hefur frá að segja. Þessu hafði blaða-
maður Feykis frétt af, en Halli var hins vegar frekar tregur til þegar
orðað var við hann viðtal. ,JÉg veit svo sem ekki hvað það ætti að vera
sem ég gæti sagt frá. Það getur nú varla tahst mjög merkilegt sem drif-
ið hefur á dagana”, sagði Halli en lét þó tilleiðast að koma í smá spjall.
Halldór Antonsson í TUmabrekku í kaupstaðaferð á Króknum.
Halli er fæddur á Fjalli í Kolbeinsdal,
þar sem nú eru sumarhagar hrossa og
fjár sem smalað er til Laufskálaréttar á
haustin. Bærinn Fjall var framan við af-
réttargirðinguna, um hálfum kílómetra
framan við. „Þetta var ekki slæm jörð,
lítil en gott að vera með fáeina kindur.
Hvort þau voru þama tvö ár eða þijú eft-
ir að ég fæddist man ég ekki, en fólk
stoppaði ekki lengi við á þessum tíma,
var alltaf að flytja sig á milli staða”, seg-
ir Halli og vill lítið fara út í einhveija ná-
kvæmni hvað varðarþennan löngu liðna
tíma. En hann játti því þó að hafa átt
heima í Sviðningi þegar snjófljóðið féll
þar rétt fyrir jólin 1924. Hann man
greinilega eftir flóðinu en var þá aðeins
þriggja ára.
„Þetta er með því fyrsta sem ég man,
en blessaðurfarðu nú ekki að skrifa ævi-
söguna ég skal frekar segja frá smá at-
viki sem átti sér stað á minni lífsleið.
Gimbrarnar sem gufuðu upp
Ég man ekki nákvæmlega ártalið.
Þetta gerðist þegar herinn var héma. Ég
var þá í Þúfum og það þar var svört rolla
sem ekki gat borið þama um vorið. Hún
var kviðrifin og allt í pati með hana. Hún
var með þrem lömbum sem Jóhann í
Miðhúsum Olafsson náði einhvem veg-
inn úr henni, líklega með keisaraskurði.
Kindin dó svo, en lömbin vom heima í
húsunum allt sumarið. Þetta vom þijár
gimbrar, tvær svartar og ein grá. Þær
fóm aldrei úr húsum, en einn morgun-
inn em þær ekki sjáanlegar. Þetta var eft-
ir allar göngur, rétt eftir eftirleitina. A
þessum tíma vom alltaf þrennar göngur.
Svo er ekkert með það. Ég var þama
heima ágætlega sprækur og tók að mér
að leita að gimbmnum. Við vomm
þama þrír strákar sem leituðum ansi
mikið að gimbrunum og það var farið
svæðið meðfram ijallinu, fram fjallið og
alveg út fyrir líka. Annan dag fór ég svo
upp á fjall og Óskar bróðir mömmu með
mér. Ég fór upp á fjallið og fram á dali
og áfram fram og fram á Skálafjall og
alveg fram í botn. Óskar fór aftur á móti
neðar. Svo kom ég niður í botninn og
við fömm þar út á fell þama framan við
tungumar í botnunum og stoppuðum
þar, fengum okkur brauðsneiðar sem við
vomm með og vatn að drekka.
Óskar var farinn að þreytast enda
tekinn að eldast og hallaði sér aðeins. Á
meðan hann hvfldi sig labbaði ég aðeins
þama fram fyrir og sá þá allt í einu stórt
flikki þama á flögri. Ég sá fljótt hvers
kyns þetta var því það var búið að segja
frá þessu í útvarpi. Þetta var loftbelgur,
stór grár belgur en þessir belgir vom víst
notaðir til að girða af borgimar úti. í
lélegu skyggni áttu óvinavélamar það til
að fljúga á þetta. Það vom settir dálitlir
peningar í að ná þessum belgjum, borg-
að dálítið íyrir þetta af setuliðinu.
Helvítis óþverri úr þessu
Þessir belgir vom ægilegt flikki, með
streng neðan úr og þungar plötur að neð-
an sem héldu þeim niðri. Þetta vom eins
og stærðar hús. Það komu þrír belgir
með stuttu millibili þama niður. Þeir
hafa farið yfir Svarfaðardalinn og kom-
ið þama niður í dalinn. Ég náði í vírinn
á einum belgnum og vafði dálítið mik-
ið af honum upp í hönk og hljóp áfram
til að hann strekkti ekki um of á taug-
inni, því þetta var það fyrirferðarmikið
að það stoppar þetta enginn nema öflugt
tæki. Ég náði að hlaupa út að klettasyllu
þama og auðnaðist að festa belginn,
tókst að vippa hönkinni utan um stein-
drang þama.
Það fóm að koma golukviður og
hann slóst þama í klettasyllu fyrir ofan
og rifnaði. Þá náttúrlega datt hann niður.
Við fómm svo heim um kvöldið. Þetta
fréttist af þessu því það sást víst til ferða
belgjanna. Þetta var helvítis óþverri
þetta gas sem var í belgnum. Það var
talið mjög óhollt og vond lykt af því.
Agaleg ólykt sem loddi við mann lengi,
gott ef þetta hefur ekki lodd við mann
síðan”, segir Halli og hlær við en heldur
svo áfram.
„Þá var kaupfélagsstjóri á Hofsósi
sem Kristján hét Hallsson. Hann vardá-
lítill ævintýramaður, hraustmenni og
hafði gaman af ýmsu. Hann gat talað við
Bretana þegar þeir vom héma. Hann
vildi endilega fá að sækja belginn fram
eftir, en ég vildi hafa það þannig að þeir
næðu í hann. Það var svolítil togstreita
með þetta sem endaði með því að þeir
mættu á hlaðinu heima frá hemum. Það
vom 22 bílamir sem birtust einn morg-
uninn. Það var farið út í Hofsós dl Krist-
jáns og þegar þeim var sýnd leiðin, leist
þeim ekkert á að ná í belginn. Við fómm
því í félag við Kristján. Ég held við höf-
um verið 12 sem fómm lengst fram í
Kolbeinsdal að ná í belginn. Við vomm
tvo daga að koma honum niður í Hofs-
ós. Þeir bám hann 10 á milli sín niður og
það var slæm byrði. Ég var nú ekki í því,
var með vírana og kaðlana og það var
ekki gott heldur. Bjöm Bjömsson var
með mér. Við komumst með hann en
jDetta var erfiður túr. Svo var sendur mót-
orbátur í Hofsós til að flytja þetta upp á
Krók”.
Þetta er svo lygilegt
Þannig var saga Halla og hann segir
enn nokkra menn lifandi af þeim sem
tóku þátt í þessum erfiða og sögulega túr
þegar náð var í loftbelginn.
Þegar Halli hafði lokið þessari frá-
sögn spurði blaðamaður hann út í fleira
sem á daga hans hafði drifið. En Halli
var var um sig, ætlaði ekki að láta skrifa
alltof mikið eftir sér. Þegar hann var
spurður um sögulega ferð sem hann fór
einu sinni á hesti heiman frá sér og út á
Sauðárkrók, sagði Halli að það væri nú
óþarfi að segja frá því, því það væri búið
að skrifa hana einhvers staðar. „Svo er
þetta svo lygilegt að það sjálfsagt trúa
því fáir og flestir mundu sjálfsagt segja
að þetta sé haugalýgi, en svo er ekki.
Sumt er bara svo ótrúlegt’’, sagði Halli
og síðan kom sagan:
„Við áttum heinta á Litlhóli í Viðvík-
ursveit þegar þetta var. Ég var að vinna
á sláturhúsinu á Sauðárkróki en fór á
milli. Það var að koma helgi og ég hafði
lofað Siglfirðingum því að ná í nokkur
hross fyrir þá vestur í Húnavatnssýslu
um helgina. Hugmyndin var að fara
með rútunni upp á Krók þama um
morguninn, en ég vaknað víst eitthvað
seint og rútan var að fara yfir Sleitu-
staðabrúna þegar ég var kominn á stjá.
Lagt á þann rauða
Ég sá að það var þýðingarlaust að
reyna að komast í rútuna úr því sem
kornið var en ætlaði samt ekki að láta
það aftra mér. Lagði því í skyndingu á
rauðan hest sent var utan úr Siglufirði og
föðurbróður minn Guðmundur Gunn-
laugsson átti og keypti af Moniku
Helgadóttir á Merkigili. Ég tamdi hann,
reyndar fyrir mig, og hann var hjá mér í
6 ár. Ég snaraði mér bara á bak og
teymdi annan hest sem ég ædaði að nota
í túmum. Rútan fór norður fyrir eftir
gamla veginum utan við Brimnes og
ofan við Bakka. Ég fór beinustu leið og
þetta var nú ekkert greiður vegur sem ég
fór, ófærar drullumýrar og allt eftir því.
Þegar rútan fer síðan ofan á eylendið er
ég orðin á undan og hún náði mér ekki
fyrr en ég nálgaðist Fomósinn á Krókn-
unt. Þá hleypd ég kklmum í fyrsta skipt-
ið í túmum. Og Balda blúss sem keyrði
rútuna fannst réttast að hægja ferðina.
Hann vildi ekki skemma bílinn enda
spýtti hann gijótí ansi nálægt bflnum. En
það sást ekkert á klámum þegar við vor-
um komnir á Krókinn og tilbúnir að
leggja í hann vestur í fjöllin”, sagði Halli
að endingu.