Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Page 145
Ársskýrslur
könnun á meintum fornleifum í vegar-
stæði. Ekki fundust þar neinar fornar
mannvistarleifar.
Útnesvegur: Að ósk Vegagerðar voru
fomleifar sem næst liggja fyrirhuguðu
vegarstæði Útnesvegar við Búðir á
Snæfellsnesi merktar.
Þingvellir: Gerð var úttekt á fornleifum í
landi Þingvalla, Svartagils og
Brúsastaða, vegna fyrirhugaðra
framkvæmda í tilefni af þjóðhátíð á
Þingvöllum árið 2000.
Kennslumál
Fornleifaskóli: Sumarið 1999 var 3.
starfsár Fornleifaskóla FSÍ. Að þessu
sinni bárust 25 umsóknir um skólavist.
Fyrri ár hefur fjöldi nemenda verið 12-
15, en var nú ijölgað í 20. Þar af voru 5
nemendur sem sótt höfðu námskeiðið
áður. Nemendurnir komu frá Banda-
ríkjunum, Finnlandi, Islandi, Spáni og
Svíþjóð: Colin Amundsen, Michelle
Besson, James Boyle, Elín Hreiðarsdóttir,
Federico Fiondella, Adriana Franco de
Sa, Ashley Hazel, Eugene Lewis,
Andrew Leykam, Linda Livolsi, Ruth
Maher, Daniel McGovern, Jessica
McNeil, Kevin Mears, Neus Piqué,
Connie Rocklein, Elin Simonsson, Kasia
Solon, Sophie Ákerman Thomsen og
Johanna Vuolteenaho.
Kennarar og leiðbeinendur voru frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og
íslandi: Árni Einarsson, Oscar Aldred,
Jenny Bredenberg, Ragnar Edvardsson,
Adolf Friðriksson, Hildur Gestsdóttir,
Garðar Guðmundson, Tim Horsley,
Gavin Lucas, Karen Milek, Howell
Roberts, Mjöll Snæsdóttir, Orri
Vésteinsson, Magnús Á. Sigurgeirsson,
Tom McGovern og Ian Simpson.
Sem fyrr fór kennslan fram á
Hofstöðum í Mývatnssveit. Fengu
nemendur leiðsögn á vettvangi og fyrir-
lestrar voru haldnir í bækistöð leiðang-
ursins í Hafralækjarskóla. Meðal náms-
efnis var saga íslenskrar fornleifafræði,
íslensk fornleifaskráning, kirkjuforn-
leifafræði, vitnisburður plöntuleifa, skor-
dýraleifa og dýrabeina í fomleifafræði,
líffræði Mývatns og umhverfis þess.
Hlaut FSI úthlutun á ljárlögum frá
Alþingi vegna skólahaldsins.
Auk þessa sáu kennarar frá FSI um
hluta af námskeiði í miðaldafræðum fyrir
erlenda stúdenta sem Stofnun Sigurðar
Nordal hélt í júlí, og leiðbeindu nem-
endum sem unnu ritgerðir um forn-
leifafræði á ýmsum námsstigum við HI,
Glasgow, Tours, Bamberg og Hunter
College. Haustið 1998 hóf Elín Ósk
Hreiðarsdóttir nám til MA prófs við FSI
og er hún fyrsti nemandinn sem skráður
hefur verið í þetta nám. Meistararitgerð
hennar fjallar um sörvistölur á Islandi.
Alþjóðlegt samstarf
Norrænt samstarf: Á árinu fékkst
verulegur styrkur frá NOS-H til rann-
sókna á byggingarlist víkingaaldar.
Verkefnið er unnið í samstarfi Fornleifa-
stofnunar, Kaupmannahafnar-háskóla og
Minjasafnsins í Stavanger. Á íslandi
munu rannsóknir m.a. beinast að bæja-
leifum í Þjórsárdal og að Hofstaða-
skálanum.
Evrópskt samstarf: Komið var á
samstarfi við Háskólann í Flórens sem er
í forsvari fyrir áætlun um umsóknir í
sjóði á vegum Evrópubandalagsins, sem
miða einkum að þróun margmiðlunar-
143