Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Side 154
Adolf Friðriksson
stöðugildum.
Fomleifarannsóknir
Aðalstræti: Rannsakaðar voru fomleifar
á fyrirhuguðum byggingarreit á lóðum nr.
14 og 16 við Aðalstræti í Reykjavík í
samstarfi við Arbæjarsafn. Uppgröftur-
inn hófst í janúar og lauk í júní. I ljós
komu mannvistarleifar frá síðari öldum
og þar undir leyndust undurvel varðveitt-
ar leifar skála frá víkingaöld. Við
rannsóknina fundust allnokkrir forngripir
og margvísleg sýni voru tekin til fom-
vistfræðilegra athugana.
Gásir: Forrannsókn var gerð á leifum
Gásakaupstaðar við Hyjafjörð í samvinnu
við Minjasafnið á Akureyri. Minja-
staðurinn var mældur upp mjög nákvæm-
lega og skurðir frá fyrri rannsóknum
opnaðir og athugaðir. Svo virðist sem
staðurinn hafi verið notaður um aldir, en
byggingar sem þar voru reistar hafa ein-
ungis verið til tímabundinnar dvalar.
Hofstaðir í Mývatnssveit: Grafið var
í leifar gólfs í skálanum sem óhreyft var
frá rannsókn Bruuns 1908. Allt gólfið var
tekið til fleytingar og í ljós komu raðir af
stoðarholum langsum eftir skálagólfi.
Lokið var rannsóknum á húsum A4 og
A5 við austurhlið skálans, og hafin
rannsókn á C, viðbyggingunni við
norðurgafl. Haldið var áfram uppgrefti
kirkju og grafreits (Z) og hefur nú 51 gröf
komið í ljós.
Auk Fornleifastofnunar tóku NABO,
Stirling University, Hunter College,
Brooklyn College, Víkinga- og miðalda-
stofnunin í Osló og Fornleifastofnunin í
Varsjá þátt í rannsókninni, sem jafnframt
naut styrkja frá Rannís, NOS-H og
National Science Foundation.
Staðfræði kumla: Rannsókn á
staðfræði kumla sem hófst 1999, lá niðri
árið eftir en hófst á ný sumarið 2001, í
samstarfi við Þjóðminjasafn sem fyrr og
að þessu sinni með sfyrk frá Rannís.
Einkum voru athuguð kuml á Suðurlandi,
Austfjörðum og Norðausturlandi, alls 84
staðir. Svo virðist sem kuml hafi einkum
verið höfð skammt utan túns við bæi, eða
út við landamerki, fjarri bæ.
Sveigakot í Mývatnssveit: Haldið
var áfram rannsóknum í Sveigakoti og
kom m.a. í ljós að skálinn var í notkun
fram á 12. öld með hléum þó. Einnig var
grafin fram afar lítið jarðhús sem notað
hefur verið til íveru.
Þjórsárdalur: Grafið var m.a. í
skálann á Skallakoti og staðfest fyrri
niðurstaða frá rannsóknunum 1939 um
að hann hafi verið farinn í eyði fyrir
Heklugosið 1104. Undir skálagólfinu
vottar fyrir eldri mannvistarleifum.
Fornleifaskráning
Svæðisskráning: Gerð var svæðisskráning
fyrir Hrunamannahrepp (1093 staðir),
Reykdælahrepp (1230 staðir), Hálshrepp
(1409 staðir), A-Húnavatnssýslu (4551
staður), Grindavíkurkaupstað (311
staðir), og Þeistareyki (50).
Aðalskráning: Lokið var 3. og síðasta
áfanga í Grímsnesi (500), 3. áfanga í
Dalvíkurbyggð (565), 2. áfanga sunnan
Skarðsheiðar, þ.e. skráningu lokið í
Skilmannahreppi (105 staðir) og hafin í
Leirár- og Melasveit (90 staðir),
Reykholtsdal og neðanverðri Hálsasveit
(260 staðir), Húsavík (277), í Fljótum í
Skagafirði (25) og Ólafsfirði (11).
Deiliskráning: Vegna deiliskipulags
og fyrirhugaðra framkvæmda voru fom-
152