Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Side 156
Adolf Friðriksson
burður plöntuleifa, skordýraleifa og
dýrabeina í fornleifafræði, líffræði
Mývatns og umhverfis þess og gjósku-
lagafræði. Hlaut Fomleifastofnun úthlutun
á fjárlögum frá Alþingi vegna skóla-
haldsins.
Adolf Friðriksson og Orri Vésteins-
son leiðbeindu nemendum sem unnu rit-
gerðir um fornleifafræði á ýmsum
námsstigum við HI, Glasgow, Tours,
Bamberg og Hunter College. Orri
Vésteinsson var jafnframt stundakennari
við HI á vormisseri, kenndi við Endur-
menntunarstofnun og gegnir prófessors-
stöðu sem “Adjunct member of the
Doctoral Faculty” við Graduate School,
City University of New York.
Haustið 2001 hóf Guðrún Alda
Gísladóttir nám til MA-prófs við FSÍ og
er hún þriðji nemandinn sem skráður
hefur verið í þetta nám.
Alþjóðlegt samstarf
Norrænt samstarf: Fornleifastofnun, í
samstarfí við Kaupmannahafnarháskóla
og Minjasafnið í Stavanger, hlaut styrk
frá NOS-H til rannsókna á byggingarlist
víkingaaldar. Liður í þessu samstarfi eru
m.a. áðurnefndar rannsóknir í Þjórsárdal
og á Hofstöðum.
Evrópskt samstarf: Stofnunin tók
þátt í undirbúningi að samstarfi aðila frá
Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi
og Rúmeníu auk Islendinga um þróun
gagnabanka um fornleifar. Samstarfs-
verkefnið nefnist ARENA (Archaeolo-
gical Records of Europe - Networked
Access) og hlaut veglegan styrk frá
Evrópusambandinu.
Fjarkönnun: Timothy Horsley vann
fjarsjármælingar víða um landið og eru
þær liður í þróun fjarkönnunaraðferða til
fornleifarannsókna við íslenskar
aðstæður. Verkefnið er hluti af samstarfi
stofnunarinnar við Bradfordháskóla.
Heimsminjar: Adolf Friðriksson
situr í stjóm NWHO, norrænu heims-
minjaskrifstofunnar í Osló og Garðar
Guðmundsson starfar í vinnuhópi
NWHO. Sótti Adolf fundi stjómarinnar
sem haldnir voru í Osló og Stokkhólmi.
Utgáfa og miðlun
Stóraborg: Fomleifastofnun vinnur að
úrvinnslu Stóruborgarrannsókna í
samvinnu við Þjóðminjasafn. Unnið var
við rannsóknir á forngripum og
dýrabeinum, og greiningu viðartegunda í
stafílátum og margvíslegra sýna. Er
verkið í umsjá Mjallar Snæsdóttur og
Orra Vésteinssonar.
Orðasafn íslenskrar fornleifafræði:
Stofnunin vinnur að orðasafni í fom-
leifafræði, í samstarfi við Félag íslenskra
fomleifafræðinga.
Skýrslur Fornleifastofnunar. A þessu
ári voru gefnar út 33 fjölritaðar skýrslur,
sjá nánar ritaskrá hér að aftan.
Miðlun menningarsögulegra upp-
Iýsinga: Stofnunin vinnur að stafrænni
útgáfu á Isleifu, íslenskri fomleifaskrá.
Verkefnið er styrkt af Rannís.
Fundir og fyrirlestrar: Dagana 29,-
31. mars 2001 var haldin ijölmenn
ráðstefna í háskólanum í Glasgow, undir
yfirskriftinni “Atlantic Connections &
Adaptations. Econonomies, Environ-
ments and Subsistence in the North
Atlantic”. Ráðstefnan var á vegum AEA og
NABO. Hluti dagskrárinnar var helgaður
rannsóknum á Hofstöðum og í nágrenni
Mývatns. Meðal fýrirlestra voru: Adolf
154