Feykir


Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 1

Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Nýja sveitarstjórnin ásamt bæjarstjóra og bæjarritara á fyrsta fundi sveitarstjómarinnar í Gils-stofu sl. fimmtudag. Hátíðlegur bragur á fyrsta fvindi sveitarstjómar Skagaíjarðar Fánar blöktu víða við hún í Skagafirði sl. fimmtudag 11. júní, en þá var haldinn fyrsti fundur sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitar- félags í Skagafirði. Fundurinn var með hátíð- legum blæ og fór fram í Gilsstofu við Glaum- bæ. Kosið var í helstu nefndir sveitarstjórnar og jafnframt samþykkt að beina því til ör- Stefán Guðmundsson alþingismaður setur fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar. nefnanefndar hvort nefndin sæi nokkra ann- marka á því að nýja sveitarfélagið héti Skaga- fjörður. Að loknum fundi var sveitarstjórnar- mönnum og nokkrum gestum sem fundinn sóttu boðið í kaffi og bakkelsi í Ashúsi. Það var Stefán Guðmundsson aldursforseti sem setti fúndinn og þegar gengið hafði verið frá kosningu forseta, tók Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar við stjóm fúndarins. Herdís Á. Sæ- mundardóttir var kjörinn formaður byggðaráðs. Stefán Guðmundsson fyrsti varaforseti og Ingi- björg Hafstað annar varaforsetí. í byggðaráð voru kjörin: Gísli Gunnarsson, Herdís Á. Sæmundar- dóttir, Páll Kolbeinsson, Elínborg Hilmarsdóttir og Ingibjörg Hafstað. Skrifarar sveitarstjómar voru kjörin þau Sigrún Alda Sighvatsdóttir og Sigurð- ur Friðriksson. Á fundinum var skírt frá ráðningu Snorra Bjöms Sigurðssonar í starf sveitarstjóra tíl tveggja ára og jafnframt að fljótlega yrði auglýst starf framkvæmdastjóra stjómsýslusviðs, en fyrsta verk sveitarstjómar er að fara yfir tillögur að nýju stjómskipuriti og fara að vinna að því að samein- ing sveitarfélaganna gangi yfir. Stefiit er að skipun í nefndir á næstu dögum. Framkvæmdastióri Svæðisvinnumiðlunar: Atvinnuástandið hefiir stórlega batnað „Atvinnuástand er nokkuð gott hérna á vestursvæðinu, sérstaklega í vestur sýslunni þar sem einungis þrír eða fjórir eru á skrá. Á Hofsósi er mikið að gera í skelinni og at- vinnuleysi nánast ekkert, en sömu sögu er ekki að segja annars staðar í Skagafirði og á Sigflufirði. Atvinnuleysið er mest á þessum stöðum, en hefur þó lagast stórlega á síð- ustu vikum og mánuðum”, segir Gunnar Richardsson framkvæmdastjóri Svæðis- vinnumiðlunar Norðurlands vestra á Blönduósi. Gunnar segir að atvinnuá- standið hafi lagast stórlega á Norðuriandi vestra undanfaiið, enda sé yfirleitt bati í atvinnulíf- inu á þessum tíma jtegar sveitar- félögin fari af stað með vinnu- skóla og önnur sumarverkefni. Þá sé oft mikið að gera hjá iðn- aðarmönnum á þessum árstíma. „Það er hjá konunum sem atvinnuleysið er langalvarleg- ast. Þegar um 250 manns voru á atvinnuleysisskrá í kjördæminu í lok apríl vom um 180 konur á skrá og því miður virðist miklu mun erfiðara fyrir konur að komast inn á vinnumarkaðinn en karla”, sagði Gunnar Ric- hardsson. Um þessar mundir em rúm- lega 100 manns á atvinnuleysis- skrá í Skagafirði, en þar af er talsvert af fólki sem er í hálfs- dagsstörfum. Á Siglufirði em um fimmtíu manns á skrá. Húsfyllir hjá Heimi í söngferð fyrir vestan Karlakórinn Heimir fékk mjög góðar móttökur og að- sókn í söngferð sinni vestur á firði um helgina. Húsfyllir var hvarvetna þar sem kórinn söng, en einnig var kórinn beðinn um að syngja nokkur lög á Atvinnulífssýningunni sem haldin var á ísafirði um helgina. Er álitið að þar hafi um 2000 manns hlýtt á söng kórsins, en alls sóttu um 6000 manns sýninguna. „Þetta vom frábærar mót- tökur og alls staðar var okkur haldin veisla. Þetta var alveg geysilega skemmtilegt”, segir Þorvaldur G. Óskarsson for- maður Heimis. Heimismenn sungu fyrst á Patreksfirði á fimmtudags- kvöld, síðan í Bolungarvík á föstudagskvöld, þá á Þingeyri um miðjan dag á laugardag og söngferðin endaði síðan með konsert í nýju kirkjunni á Isa- firði á laugardagskvöld. Þar þurftu kórfélagar að bera til stóla úr safnðarheimili í kirkj- una til að sem flestir gætu fengið sæti og var unnt að koma fyrir um 500 manns, að sögn Þorvaldar, en einhverjir urðu frá að hverfa. 2 —K7eH£ÍM chjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o S<Q • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA mi bílaverkstæði Simi: 453 5141 Sæmundargala Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 ^Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir ríS Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.