Feykir


Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 5

Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 5
23/1998 FEYKIR 5 Reiðskóli Ingimars 15 ára í sumar Eitt af því sem bömunum á Króknum gefst möguleiki á að prófa, er að læra að sitja hest og fara í útreiðartúra. Ingi- mar Pálsson hefur starfrækt reiðskóla frá sumrinu 1983. Þannig að nú í sumar verða 15 ár liðin ifá stofnun skólans og hefur Ingimar tekist að halda kennslunni úti hvert sum- ar frá því hann byrjaði. - En þegar hann er spurður að því hvort reiðskólinn sé ekki komin til að vera eftir þessi 15 ár segir hann að það sé ekkert sjálfgefið. Reksturinn sé erfiður og í raun ekkert út úr þessu að hafa. Raunar ætti hann af þeim sökum að vera hættur fyrir þónokkm, en það sé bara þráinn sem hafí haldið honum við þetta og svo hitt að greinilegt sé að krakkamir vilji alls ekki missa reið- kennsluna, en það mun ekki vera óalgengt að krakkamir komi oftar en einu sinni í Reiðskólann. Þegar Ingimar byijaði reið- kennsluna 1983 hafði engin kennsla verið í um 10 ár eða frá því að Friðrik heitinn Mar- geirsson var með reiðnámskeið á vegum Hestamannafélagsins Léttfeta. „Eg fór af stað með tvö námskeið í ágúst 1983. Sumar- ið eftir jók ég starfsemina og það sumar sóttu urn 100 krakk- ar námskeiðin. Það var meiri aðsókn í þetta þessi fyrstu ár, enda nokkuð liðið frá því að krökkunum gafst kostur á því að læra að meðhöndla hesta. Þess vegna var líka um breiðari aldurshóp að ræða í skólanum fyrstu árin. Síðan dró heldur úr aðsókninni en síðustu árin hafa þetta verið að jafnaði um 50 krakkar á ári sem hafa sótt námskeiðin og mest eru þetta yngri krakkamir”, segir Ingi- mar. - Nú þarft þú væntanlega að vera með fjöldann allan af þægum barnahestum sem kannski nýtast þér ekki mikið í önnur verkefni? „Já ég er með svona 10-15 hesta fyrir Reiðskólann og það er dýrt að halda þessu úti. Þetta em hestar sem nýtast mér lítið í oT] i * t ■ EC Búið að ganga frá reiðtygunum á hestunum, komin á bak og þá er bara að halda af stað. inn verða ýmsar uppákomur í Víðihlíð í tilefni afmælisins og, verður það nánar auglýst síðar. Kl. 23-03 verður stórdansleikur með Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar þar sem Geirmundur mun spila á 200. dansleik sínum í Víðihlíð. Er þetta kjörið tæki- færi fyrir alla unnendur sannra sveitaballa, og danssveiflu, að skella sér á eitt slíkt. Grettisvaka Laugardaginn 22. ágúst verð- ur efnt til Grettisvöku í Miðfirði. Vettvangsferð um slóðir Grettlu kl. 10. Um kvöldið verður mál- þing um Grettissögu og kvöld- vaka ásamt kvöldverði á Brekku- læk, þar sem einnig verður gist- ing í boði. Nánari upplýsingar og pantanir em hjá Döggva sf, Karli Sigurgeirssyni í síma 451 2602 og hjá Ferðaþjónustu Arinbjöms á Brekkulæk í síma 451 2938. Ath. Hámarksfjöldi þátttakenda er um 20 manns. Hálandaleikar Grettiskeppni að Bjargi, sunnudaginn 23. ágúst Keppni í anda Grettis sterka frá Bjargi. Hjalti Ursus Amason og Auðunn Jónsson, ásamt fleiri aflraunamönnum og þungavigt- armönnum úr héraði munu keppa og sýna aflraunir. Nú í sumar em þau tímamót í sögu Ungmennafélagsins Grettis að 70 ár em liðin frá stofnun þess. Þennan sama dag, 23. ágúst, verður vígður nýr íþrótta- völlur við Laugabakkaskóla sem Ungmennafélagið Grettir í Mið- firði hefur unnið að á síðustu ámm. Tímasetning á dagskrá verður auglýst síðar. Ingimar og Reiðskólinn á sinni venjulegu Ieið neðan frá Flæðigerði, riðið meðfram Sauð- ánni og síðan er för heitið upp Gr jótklaufma og upp á Nafir. annað, aðeins í hestaleigu í tengslum við sumarhótelið handa fullorðnu fólki sem er óvant hestum, en það er óskap- lega litil eftirspum eftir því. Það hefur því oft verið spurs- mál hjá mér hvort ég eigi að halda þessari starfsemi áfram. Það hefur ekki verið mikill stuðningur sem ég hef fengið með starfseminni frá bæjaryfir- völdum, en reyndar hækkaði styrkurinn núna seinast. Það veitti ekki af einhverri starf- semi með Reiðskólanum sem styrkti þetta, ef möguleiki væri á slíku”, segir Ingimar Pálsson, en þess má geta að komið hef- ur til tals að bjóða fötluðum upp á afþreyingu í hesta- mennsku. Hvort það kemst á framkvæmdastig eða er fram- kvæmanlegt, á eftir að koma í ljós. Gaman í reiðskólanum Brynja Skjaldardóttir 11 ára stelpa úr Reykjavík er ein af þeirn sem er í Reiðskólanunr hjá Ingimar í sumar. Þetta er í annað skipti sem Brynja er í reiðskólanum og henni var víst búið að hlakka mikið til að koma norður lil afa og ömmu og fara í Reiðskólann. „Já það er alltaf gaman í Reiðskólanum og ekki síður héma heldur en hjá Fák í Reykjavík, en ég hef verið þar tvisvar líka. Jú ætli megi ekki segja að ég sé algjör hesta- dellukelling. Það er gaman að koma norður og vera í hestun- um með afa”. Og hvað er það sem krakk- ar læra í reiðskólanum? „Við lærum að sitja hestinn og stjóma honum. Við fáum heinr með okkur litla bók, þar sem allt er að fmna í sanrbandi við hestinn. Þar lærum við allt um reiðtygin og hvað allt heit- ir á hestinum. Síðan lærum við að beygja á hestinum, sitja rétt og svo fylgjast kennararnir með okkur, lfka þegar við tök- urn hnakkinn af, en það er alltaf endað á því í lokin. Síðan endar skólinn alltaf á því að við förum í langan útreiðartúr. Og það er það allra skemmtilegsta í skólanunr, finnst mér”. Hvað heitir hesturinn sem þú er á? „Hann heitir Mósi og er rosalega góður hestur”, sagði Brynja og nú var konrið að því að nða af stað frá hesthúsun- um. Þess rná að endingu getá að lokaútreiðartúr þessa nám- skeiðs var sl. laugardag. Lagt var af stað frá hesthúsunum unr eittleytið og riði upp Göngu- skörð og út á Laxárdalsheiðina. Komið var heim á sjöunda tím- anum um kvöldið. Stórleikur á Sauðárkróksvelli Tindastóll - Leiftur í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 20. Missið ekki af þessum spennandi og skemmtilega leik.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.