Feykir


Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 2

Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 2
2FEYK1R 23/1998 Fomleifauppgröftur hafinn í Neðra-Ási Flóttamennirnir koma á sunnudaginn Flóttamennimir 23 frá Kræ- ínuhéaði í Júgóslavíu koma til Blönduóss urn kvöldmatarleyt- ið nk. sunnudag og efnir bæjar- stjóm Blönduóss til móttöku þeirra ásamt stuðningsfjölskyld- um þeirra í félagsheimilinu. Að sögn Jóns Inga Einars- sonar, sem hefur haft yfimm- sjón með verkefninu fyrir hönd Blönduósbæjar, verður ferða- lagið langt og strangt hjá fólk- inu og má búast við að það verði orðið þreytt þegar það kemur, en það leggur af stað frá sínum fyrri heimkynnunt klukkan sex á laugardagsmorg- un. Jón segir að undirbúningur komu fólksins hafi gengið vel, svo sem söfnun heimilismuna sem Rauðikrossinn hefur ann- ast. Það em sex júgóslavneskar fjölskyldur sem koma á Blönduóss, flestar af blönduð- um hjónaböndum serba og króata. Fomleifauppgröftur er hafinn í Neðra-Asi í Hjaltadal og er fyr- irhugað að grafa upp í sumar tóft þar sem er að finna menjar elstu Stuðull Tölvubúnaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Viðgerðarþjónusta á sjónvörpum, myndbandstækjum, tölvum, prenturum ogöðrum rafeindatækjum. Verð kr. 16.900 Úrval af nýjum leikjum Nokia 3110 Frábær GSM sími Þyngd: 187 gr. Rafhlaða: 95 klst. bið, 2,45 klst. tal. Kr. 19.900 kirkju landsins að talið er, sem fomsögulegar heimildir greina frá að Þorvaldur Spakböðvars- son hafi látið byggja snemma í kristni. Uppgröftur f tóftum svo- kallaðs „Bænhúss” sl. sumar, sem Sigurður Bergsteinsson fomleifafræðingur stjómaði, staðfesti að undir tóftinni höfðu áður staðið a.m.k. tvö hús og benti margt til þess að það eldra væm menjar hinnar fomu kirkju í Neðra-Ási. Það var Þór Magnússon þjóð- minjavörður sem hóf rannsókn- imar í Neðra-Ási sumarið 1984, en þá gekk hann úr skugga urn að kirkjugarður væri í kringum svokallaða,J3ænhússtóft” skammt fyrir ofan bæinn í Neðra-Ási. Er ætlunin í sumar að gera athugun á því hversu margar grafir em nákvæmlega í kirkjugarðinum og reynt verður að áætla á hvaða tímaskeiði greftranir fóm fram. Alþingi hefur veitt fé til rann- sóknanna og fáist frekari fjárveit- ingar er reiknað með að grafim- ar verði rannsakaðar sumarið 1999 og munu þær athuganir miða að því að auka þekkingu á næringu og heilsufari miðalda- manna í Hjaltadal”, segir m.a. í tilkynningu ffá Fomleifastofnun sem annast rannsóknimar í Neðra-Ási, en þeim stjómar Orri Vésteinsson fomleifafræðingur. í ljósi 1000 ára afmælis kristnitöku á Islandi eru rann- sóknimar í Neðra-Ási taldar mjög mikilsverðar. Forráðamenn Fomleifastofnunar vonast til þess að þær geti orðið mikilvægur vitnisburður um trúarhætti og kristna siði fyrstu kynslóða við upphaf kristni í landinu. Einnig að þær varpi ljósi á upphaf kirkjubygginga á Islandi og notk- un heimiliskirkna á 11.-13. öld. Þær létu sig ekki vanta á hátíðarfundinn í Gilssofu gömlu kempurnar Guðjón Ingimundarson og sr. Gunnar Gíslason, sem um árabil höfðu afskipti af pólitíkinni, Kári Steinsson og hjá þeim í horninu á Gilsstofuloftinu sat Helgi Sigurðsson á Reynistað, sem er fyrsti varamaður Sjálf- stæðisflokksins í sveitarstjórn. Skemmtilegast á hestbaki Nú í vetur hefur dvalið hér á Sauðárkróki skiptinemi frá Austurríki, Manuel að nafni. Manuel er einn 40 skiptinema sem komu til íslands s.l. haust og lék okkur forvitni á að vita svolítið meira um hann og hans dvöl hér, en nú fer að koma að því að skiptinemarn- ir snúi heim. Við spjölluðum við Manuel og fer viðtalið hér á eftir. Þess má geta að eftir árið talar Manuel mjög góða íslensku, er búinn að ná nær fullkomnu valdi á málinu. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera hér á Islandi? „Það er skemmtilegast að fara á hestbak, því að hér er hægt að fara hvar sem er, það eru ekki fyrirfram ákveðnar götur sem maður þarf að fara eins og heima í Austumki. Ég á hesta þar, þannig að ég er vanur hestamað- ur og þetta er aðaláhugamálið. Einnig fannst mér mjög Manuel Schulz, skiptnemi, lagði sig eftir að kynnast ýmsu. Hér er hann í laufa- brauðsgerð. skemmtilegt að fara á böllin hér, þau eru mjög skemmtilegt og mikið ljör á þeim.” Manuel gekk mjög vel í skól- anum og við skólaslitin fékk hann viðurkenningu og var hon- um þökkuð ánægjuleg kynni og óskað velfamaðar í framtíðinni. Þess má einnig geta að Fjöl- brautaskólinn hefur staðið vel við bakið á þeim skiptinemum sem hingað hafa komið og er það vel. En hvemig fannst honum skólinn? „Hann var mjög góður. Það er meira frelsi hér en heima, hér getur maður valið meira um námsgreinar. Það sem mér fannst skemmtilegast að læra var franskan.” Hvemig fannst þér íslenski maturinn? „Það sem mér fannst best var skyrið, það er alveg frábær mat- ur. Einnig pönnukökumar, þær em alltaf góðar. Ég smakkaði há- karl og brennivín, sem mér fannst ágætt, en slátur er ekki að mínu skapi.” Manuel er ekki alveg ókunn- ur Islandi, því að bróðir hans dvaldi hér sem skiptinemi fyrir fjómm ámm á Patreksfirði og sjálfur var Manuel hér fyrir tveimur ámm. Það sem kom honum mest á óvart var að hér em unglingamir meira sjálfstæð- ir heldur en heima í Austumki. Hver em framtíðaráformin? „Þegai' ég kem heim þá klára ég skólann, sem er menntaskóli, og fer svo f herþjónustu í átta mánuði, en hún er skylda í Aust- urríki. Eftir það er svo allt óá- kveðið, kannski fer ég í Háskóla og kannski fer ég og læri að Hól- um í Hjaltadal. Ég vil þakka öll- um fyrir ánægjulegt skiptinema- ár og þá sérstaklega fjölskyld- unni minni, þeim Guðbjörgu, Palla og Auði.” Með þessum orðum kveðjum við Manuel, og óskum honum góðs gengis í framtíðinni. Kannski eigum við eftir að sjá hann aftur hér í Skagafirði, sem hestabónda á góðri bújörð! Nú leitar AFS að fjölskyldu fyrir skiptinema á Sauðárkróki eða nágrenni. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast nýju landi og nýrri menningu án þess að fara úr landi. Við viljum benda fólki á að allar upplýsingar um AFS skiptinemasamtökin er hægt að fá hjá Debbie í síma 453-6097 eða hjá Ásdísi í síma 453-5045. PlayStarion Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Síinar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 62()7. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hveit tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.