Feykir


Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 3

Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 3
Björgunarsveitin Káraborg 23/1998 FEYKIR 3 Lokaátak í söfnun til kaupa á nýjum björgunarbáti I tengslum við sjómanna- daginn á dögunum hratt Björgunarsveitin Káraborg á Hvammstanga af stað söfn- unarátaki til kaupa á björgun- arbáti. Sveitin á einungis gúmmíbjörgunarbát frá árinu 1974 sem kominn er til ára sinna og að auki ekki talin hentugur til síns brúks. Káta- borg hefur gert pöntun ásamt tveim öðrum björgunarsveit- um í landinu, í Sandgerði og á Arskógsströnd, í fullkomna björgunarbáta, harðbotna báta með kjöl og tvo 70 ha utan- borðsmótara, og er gangur þessara báta um 30 sjómílur á klukkustund við bestu aðstæð- ur. Að sögn Gunnars Jakobs- sonar varaformanns Káraborg- ar eru bátamir þrír keyptir frá Bretlandi og koma þaðan í tveimur hlutum. Þeir verða settir saman syðra undir eftirliú Slysavamarfélagsins, og verða væntanlega tilbúnir til af- greiðslu fullbúnir, um eða upp úr næstu áramótum. Áætlað brúttóverð hvers báts er 2,3 milljónir. Gunnar sagði í samtali við Feyki að undirbúningur fyrir kaupin á bátnum hafi byijað 1992, eða fyrir sex ámm. Dósasöfnun björgunarsveitar- innar hefur mnnið til kaupa á bátnum og nú verður fjár- mögnun lokið með söfnunar- átaki. Hafa sparibaukar verið sendir inn á hvert heimili í Vestur - Húnavatnssýslu og í Bæjar- hreppi. „Okkur fannst nauðsynlegt að ljúka þessu núna, en með dósasöfuninni hefði þetta tekið mörg ár í viðbót. Það er líka orðið mjög brýnt að fá nýjan björgunarbát sagði Gunnar. Starfsmenn Sauðárkróksbæjar hafa farið vítt og breitt um bæinn að undanförnu og endurnýjað akbrautamerk- ingar, en það er eitt af því tilheyrir þeirra vorverkum. Það var stutt að fara fyrir ljósmyndara Feykis til að festa á filmu þá Jón Odd Þórhallsson og Stein Ásvaldsson þar sem þeir voru að enda við að endurmerkja Ægisstíginn. Auglýsing í Feyki ber árangur T Á myndinni eru frá vinstri form. Skagfirðingasveitar Andri Gíslason og hluti sjóflokks í nýju göllunum, þá fulltrúar gefenda Stefán Pálsson og Steingrímur Garðarsson og varaform. Skagfirðingasveitar Steinar Pétursson. Eigendur dekk- og smábátanna gefa Skagfirðingasveit flotgalla Þann 9. júní vom Skagfirðingasveit SVFÍ enduráSkagaogSauðárkróki. Sauðárkróki gefnir ljórir þurrbúningar og björg- Stjóm Skagfirðingasveitar þakkar þessar unarvesti. Áhafnir rækjubátanna Jökuls SK-33, rausnarlegu gjafir sem munu koma að góðum ÞórisSK-16ogSandvíkSK-188gáfusinngall- notum, segir í tilkynningu frá björgunar- ann hver. Fjórða gallann gáfu tíu smábátaeig- sveitinni. Bændur birgið ykkur upp fyrir heyskapinn! Rúllubaggaplastið góða og ódýra fáið þið hiá okkur. Verðið á plastinu er sem hér segir: 50 cm 1800 lengdarmetrar, kr. 5.148, 36 rúllur á pallettu 75 cm 1450 lengdarmetrar, kr. 6.406, 30 rúllur á pallettu. Veittur er 4% afsláttur ef tekin er ein palletta eða meira. Einnig erum við með bindigarn sem reynst hefur mjög vel á íslandi og kostar pakkinn af garninu kr. 2.615. Þá eigum við hreinsiefni sérstaklega ætluð fyrir landbúðað, einkum mjólkurbændur! Bændur! Við heitum vkkur góðri þiónustu! Nú er sólin stöðugt að hækka á lofti! Grillvörurnar og nánast allt sem tengist sumarfríinu færðu hjá okkur! Olís-umboðið á Sauðárkróki Verslun Haraldar Júlíussonar Aðalgötu 22, sími 453 5124

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.