Feykir


Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 8

Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 17. júní 1998, 23. tölublað, 18. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jsiands JPH í forystu tll framtfðar ^JJtttJúlð á Sauðárkróki - S: 453 53Í Hagstætt tíðarfar við gerð snjó- flóðavamagarðanna á Sigtuflrði Framkvæmdum við gerð Norðurgarðs Sauðárkrókshafnar miðar vel. Verktakinn, Steypustöð Skagatjarðar, hefur lokið við að leggja kjama garðsins og næst verður hafist handa við að raða stórgrýti, sem ekið hefur verið á hafnarsvæðið, í klæðn- ingu utan á k jarnann. Norðurgarðurinn er 60 metra Iangur, en í fyrra var Sandfangarinn lengdur um 40 metra, þannig að varnargarðarnir hafa verið Iengdir um 100 metra á einu ári. Alkinn og Skagamenn sækja fast sjóinn vestra Þeim bregður sjálfsagt í brún gestum sem koma til Siglu- fjarðar í sumar, en búið er að róta til miklum jarðvegi ofan byggðar í fírðinum. Fyrir um þrem vikum hófust fram- kvæmdir við gerð snjóflóða- vamargarða, mikilla mann- virkja þar sem flytja þarf til 500 þúsund rúmmetra af jarðvegi. Það var Héraðsverk á Egilsstöðum sem átti lægsta tilboðið í verkið upp á 225 milljónir og Austfirðingarnir em mjög ánægðir með að ekki skuli hafa komið dropi úr lofti frá því verkið liófst, meðan aðrir vonast eftir vökvun, s.s. bændur sem bíða eftir að túnin spretti. , Já við lofúm hvem dag sem ekki rignir, því það er þýðigar- laust fyrir okkur að fást við jietta þá daga sem rignir. Þá er betra að bíða en að hræra í drullunni”, segir Bjöm Sveinsson verk- ffæðingur. Sem fyrr segir er um mikil mannvirki að ræða. Hæð garð- anna er 16-18 metra ffá botni flóðfarvegar upp á garðinn. í topinn em þeir þrír metrar á breidd en í botninn allt að 90 inetra breiðir. Garðamir em tveir, svokallaður Strengsgils- garður er 740 metra langur og Jörundarskálaigarður 300 metrar. Verkáætlun gerir ráð fyrir að gerð garðanna verði lokið í sept- emberlok 1999, með hléi á ffamkvæmdum ffá októberbyij- un til maíloka. Að sögn Sigurðar Hlöðvers- sonar bæjartæknifræðings á Siglufirði hefur ffamkvæmdin verið kynnt bæjarbúum og ekki er annað að heyra en þeir hafi trú á gagnsemi garðanna. Það væri þá helst að fólk sé efins um að strax og gerð garðanna ljúki verði hafín uppgræðsla lands- ins, en sá verkáfangi verður boðinn út jægar þar að kemur og reiknað með að uppgræðslan hefjist vorið 2000. Það var Þor- steinn Jóhannesson verkfræð- ingur á Siglufírði sem sá um forhönnun vamargarðanna á- samt norskum sérffæðingi. Verkfræðistofan Hnit sá um gerð útboðsgagna og Línuhönn- un í Reykjavík annast eftirlit ffamkvæmda. i—i „Talaða endilega við þá á Alkanum af Króknum. Þar er fféttin um menn sem sækja fast sjóinn. Það er ekkert að miða við okkur sem emm á nýlegum bátum með öllum þægindum”, sagði Þorleifur Ingólfsson á Þorbjargarstöðum á Skaga en þrír bátar af Skaganum og einn af Króknum em komnir til veiða vestur á fírði og hafa ver- ið að mokveiða. Stærsti hluti smábátaflota landsins er kominn vestur og flestir róa ffá Bolungarvík. Það vom þeir á Alkanum á Sauðárkróki, Guðmundur Amason og Björgvin Guð- mundsson, sem riðu á vaðið og fóm vestur fyrir hálfum mán- uði. Förin vestur tók Alkann 30 tíma, en hinir bátamir hafa ver- ið að sigla jtessa leið á 10-12 tímum. „Við vomm samt mjög heppnir með veður en báturinn gengur bara ekki hraðar en þetta. Og þó það fari miklu meiri tími í keyrslur hjá okkur en hinum bátunum, þá er þetta búið að ganga mjög vel á jjess- um á hálfum mánuði sem við emm búnir að vera á veiðum. Ætli við séum ekki búnir að fá um 10 tonn og veðrið hefur leikið við okkur. Jú jjetta er líf- ið þegar svona gengur”, sagði Björgvin Guðmundsson, sem skrapp heim á Krók til að vinna í nokkra daga, en síðan á að drífa sig strax vestur. Að sögn Þorleifs Ingólfsson- ar á Þorbjargarstöðum hafa menn verið að fá eins og bátam- ir hafa borið, að jafnaði tvö tonn þeir bátar sem bera svo mikið, eins og hans bátur og Ingólfs Sveinsonar í Lágmúla. Hrauns- báturinn ber aftur á móú minna, en jieir Hraunsmenn hafa fiskað ágætlega. Þorleifur á Þorbjarg- arstöðum skrapp heim til að koma áburinum á túnin, en strákmir hans em að fiska á meðan. Síðan ætlar Þorleifur að drífa sig vestur afitur. Þannig búa jteir til lands og sjávar á Skag- anum. Helgi Hrafnkelsson og félagar hjá Héraðsverki hafa dásamað hvern rigningarlausan dag. Búið er að róta til stórum hluta fjallshlíðarinnar ofan byggðarinnar. Mynd/Öþ. Endurhæfíngarstöð Sjúkrahúss Skagfirðinga Aðeins eitt tilboð barst Einungis eitt tilboð barst í byggingu endur- hæfingarstöðvar við Sjúkrahús Skagfirðinga en tilboðsfrestur rann út í síðustu viku. Það var Ostak, samsteypa Trésmiðjunnar Borgar og Friðriks Jónssonar sf, sem bauð 88 milljónir í verkið. Er það nokkuð yfir kostnaðaráætlun, sem var um 75 milljónir króna. Að sögn Birgis Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Skagfirðinga er mál- ið í skoðun hjá Framkvæmdasýslu ríksins og ákvörðunar að vænta áður en langt um líður. Bigir segir að það hafi valdið vonbrigðum að fleiri tilboð skuli ekki hafa borist í verkið, en einhvem veginn verði að brúa það bil sem er á milli samnings um fjármögnun verksins og jiess tilboðs sem fyrir liggur. Gæðaframköllun BÓKABtE) BRYMJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.