Feykir


Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 6

Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 23/1998 Á ferð til fortíðar Nýlega hélt samstarfshópur um söguslóð í Skagafirði og Siglufirði kynningarfund í Komhúsinu í Arbæjar- safni í Reykjavík. Hópinn skipa fulltrú- ar eftirtalinna stofnana sem í samein- ingu hafa ákveðið að standa vörð um menningararfleifð þessa sögufræga svæðis: Byggðasafns Skagfirðinga, Bændaskólans og Ferðaþjónustunnar á Hólum, Iðnaðarmannfélags Sauðár- króks, Vesturfárasetursins á Hofsósi og Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Á fundinum var kynnt söguslóð sem liggur um Skagafjörð til Siglufjarðar. Hver staður hefur skírskotun í Islands- söguna og með því að fara frá einum stað til annars verður til slóð, þar sem unnt er að nálgast hvem stað átfrá þessu sérstaka sögulega samhengi. Hægt er að ferðast frá gamla bændasamfélaginu til upphafs nútíma og kynnast í sviphend- ingu Ijörbrotum þúsund ára þjóðfélags. Sem dæmi ná nefna, að gamli bær- inn í Glaumbæ gefur innsýn í þúsund ára aðlögun þjóðar í torfbæjununr, að- búnað fólks og Iifnaðarhætti þess. Á Hólum í Hjaltadal stendur steinhlaðin dómkirkja, vitnisburður glæstrar fortíð- ar, menningarsetur í fortíð og nútíð, sem stóð vörð um samfélagið. Þar sátu bisk- upar og skólamenn og þaðan lágu straumar í allar áttir til þegna biskups- dæmisins. Á Sauðárkróki eru tvær smiðjur; eldsmiðja bóndans, sem lagaði sig að nýjum lífsháttum á mölinni með því að koma sér upp snriðju í kjallara íbúðar- hússins og vélsmiðja, verkstæði hag- leiksmanns á mótum tveggja tíma. í Vesturfarasetrinu á Hofsósi er rak- in saga þeirra sem yfirgáfu Island í leit að nýjum tækifærum, fjallað um að- draganda og helstu ástæður vesturferða, skýrt frá undirbúningi ferðalagsins, að- búnaði á útleið og þeim veruleika sem beið handan hafsins. Á Siglufirði er kynnt saga síldveiða og áhrif þeirra á mannlíf um miðja öld- ina. Þar var lagður grunnur að nútímasamfélagi,eins konar upphaf þeirra lífshátta sem við þekkjum í neysluþjóðfélagi líðandi stundar. Markmiðið með samstarfi milli þessara fimm staða er að nýta þekkingu heimamanna á þessum viðfangsefnum, skóla-og ferðafólki til ánægju og fróð- leiks. „Saga íslensku þjóðarinnar er vannýtt auðlind og viljum við stuðla að sterkari tengslum á milli fræðimanna, skóla og safna í þeim tilgangi að efla og auðga sögufræðslu fyrir jafnt innlenda sem og erlenda ferðamenn er kjósa að heimsækja Skagafjörð og Siglufjörð, bæði til fróðleiks og skemmtunar”, sagði í tilkynningu frá hópnum, en framsögumenn á kynningarfundinum á Kornhúsinu voru: Sigríður Sigurðar- dóttir safnstjóri sem kynnti samstarfs- vettvang áður nefndra stofnana, starf- semi Byggðasafns Skagfirðinga og smiðjumar tvær á Sauðárkróki. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir ferðaþjónustufull- trúi kynnti Hóla í Hjaltadal. Vigdís Esradóttir upplýsingafulltrúi kynnti Vesturfarasetrið á Hofsósi. Örlygur Kristfinnson safnstjóri kynnti Síld- arminjasafnið á Siglufirði og fór nokkrum orðum um nýútkomið kort, sem vísar til söguslóðar um Skagafjörð til Siglufjarðar. Deborah Robinson ferðamálafulltrúi Skagaíjarðar kynnti aðra ferðamöguleika og afþreyingu á svæðinu og Ijallaði um nrikilvægi sam- vinnu af þessu tagi. íslandsmótið 2, deild Tindastólsmenn með mikilvægan sigur á Leikni Tindastólsmenn unnu mikilvægan sigur á Leiknismönnum í fímmtu um- ferð 2. deildarkeppninnar í knattspymu sl. laugardag. Tindastóll er nú í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Dalvfldngum með 12 stig. Víðismenn eru efstir með 15 stig. Næsti leikur Tindastóls er í kvöld 17. júní gegn Leiftursmönnum í Bikar- keppninni, en í deildinni gegn Siglfirð- ingum á Króknum fimmtudagskvöldið í næstu viku. Það verða því tveir derbí- leikir í röð á Sauðárkróksvelli. Tindastólsmenn voru mun betri aðil- inn í fyrri hálfleik leiksins í Breiðholtinu gegn Leikni. Eftir um það bil stundar- fjórðung skoraði Sverrir Þór Sverrisson fyrsta mark leiksins og skömmu síðar bætti Jóhann Steinarsson við öðm marki fyrir Tindastól. Þegar dómarinn var í þann mund að flauta til leikhlés tókst Leiknismönnum hins vegar að nrinnka muninn og strax íbyrjun seinni hálfleiks jöfnuðu þeir metin. Tindastólsmenn vom samt ekki af baki dottnir og sýndu sitt andlega þor og samstöðu með því að ná að skora um miðjan hálfleikinn. Var Kristmar Bjömsson þar að verki. Og þótt sunnanmenn reyndu hvað þeir gátu að jafna að nýju vom Tindastólsmenn vel á verði með þjálfarana Olaf og Gísla sem öftustu menn og náðu að innbyrða kærkominn sigur. Guðjón Jóhannsson miðvallarleik- maðurinn sterki meiddist í leiknum og ekki er Ijóst hvort hann gætur tekið þátt í bikarleiknum. Þá var Helga Jónssyni vikið af velli um miðjan seinni hálfleik- inn og var það ósanngjamt að mati Tindastólsmanna. Þá fékk Hilmar Hilm- arsson að líta sitt fjórða gula spjald í jafnmörgum leikjum og kemur það kannski fæstum á óvart, að sá barátt- uglaði vamarleikmaður fer snemma í leikbann þetta árið. Það verður þegar Siglfirðingar koma í heimsókn í næstu viku. Sigfirðingar hafa heldur misst flugið í síðustu leikjum. Þeir töpuðu eins og Tindastóll í fjórður umferðinni, 1:5 gegn Víði efsta liði deildarinnar. í síðustu umferð gerði KS síðan jafntefli við Völsung 1:1 á Siglufirði. Claumbcr Burndur og bímaður i luísund Ara bmdasamfélagi. Hólar. D&mkirkja og mrnningarsrtur biskupa og bxnda um atdir. Vesturfarasctriö á HofsósL Fimmtungur tslrndinga fóri vit nýrra tækifxra i Vrsturlirimi. Sauðárkrókur. Mótun þtttbýlis. Fri tldsmiðju bóndans til vélsmiðji iðnvæðingarirmar. Síldarminjasaf nið á SiglufirðL Ævintýri nýrrar vélaaldar, þrgar hilfþjóðin vari síldinni. Vinnubrögðin, stritið, lífsgleðin. Örlygur Kristfinnsson listamaður á Siglufirði og starfsmaður Síldarminjasafns- ins hefur gert skcmmtilcgt kort af söguslóðinni, með mikilli skírsktoun í söguna m.a. þjóðsögumar. Kort þetta er jafnframt póstkort og á sjálfsagt eftir að verða mjög vinsælt og fágætt þegar fram líða studir. Lónkot í Sléttuhlíð. Sólstöðuhátíð í tjaldi galdramannsins í Lónkoti Dagana 19.-21. júní verður haldin sólstöðuhátíð í stærsta tjaldi landsins að Lónkoti í Skagafirði. Fram koma hljómsveitimar Casino og Sixties, Karlakór Akureyrar, Geysir, Jóhann Már Jóhannsson, Blönduhlíðarkvartettinn og Kirkjukór Sauðárkróks. Tjaldið var reist í fyrrasumar og um vígt á sólstöðum. Ráðgert er að hátíð um sólstöður verði árviss viðburður. (fréttatilkynning) Feykir óskar lesertdum sínum gleðilegs þjóðhátíðadags

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.