Feykir


Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 4

Feykir - 17.06.1998, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 2V1998 „Nauðsynlegt fyrir svæðið að við mimium á okkur“ segir Bjöm Hannesson íramkvæmdastjóri smnarhátíðarimiar Bjartra nátta sem nú er haldin í fimmta sinn „ Við verðum vör við það að fólk kemur hingað til okkar og þeir viðburðir sem boðið er upp á trekkja. Bjartar nætur eru núna haldnar í fimmta sinn og það er mín skoðun að það sé nauðsynlegur hluti menningar á þessu svæði að minna á okkur og skapa þá afþreyingu sem ferðafólk vill gjaman fá. Það eru margir sem leggja leið sína til okkar, t.d. fjöldinn allur í tengsl- um við ættarmót sem haldin em hér á svæðinu á hverju ári. Þetta verðum við að halda í og kappkosta að gera fólkinu dvölina eft- irminnilega”, segir Bjöm Hannesson ritstjóri á Laugarbakka, framkvæmdastjóri sumarhátíðarinnar Bjartra nátta, sem Vestur- Húnvetningar halda nú í fimmta sinn. Þetta er í annað sinn sem Bjöm hefur umsjón með þessari hátíð. Fyrstu þrjú árin var Karl Sigurgeirsson helsti forsvarsmaður. Það verður ekki annað sagt en Vest- ur-Húnvetningar hafi sýnt stórhug þeg- ar þeir brydduðu upp á „Björtum nótt- um” á sínum tíma og enn er boginn spenntur hátt. Nýútkomin dagskrá fyrir sumarhátíðina sýnir að fjölbreytnin er ekki síður í fyrirrúmi nú en fyrr. „Við höfum haldið okkur við nokkra fasta liði sem gefist hafa vel. Þar má nefna hlaðborðið og hátíðina við Ham- arsbúð á Vatnsnesi, þar sem jafnan mæta um 500 manns. Þetta þykir mjög sér- stæð skemmtun og veisla sem þama er boðið upp á og fólki finnst forvitnilegt og skemmtilega að koma á Vatnsnesið. Víðdælingamir em mikið í hesta- mennskunni og það hefur tekist vel og skapast stemmning í kringum hesta- skemmunina sem þeir standa fyrir. Við ætlum að gera sögupersónunni Gretti Ásmundarsyni frá Bjargi hátt undir höfði. Við byrjuðum í fyna með dagskrá á Bjargi í Miðfirði og höldum því áfram í ár. Þá höfum við hug á því að auglýsa byggðasafnið svolítið upp. Við eigum mjög gott byggðasafn á Reykjum í Hrútafirði sem alltof fáir vita af. Við efn- um til „dags í byggðasafni” og verðum með viðburði bæði innan og utan dyra. Þá verður tónlistinni gert hátt undir höfði eina helgi í sumar. Við fáum góða gesti í heimsókn og ég á von á því að það geti orðið góð stemmning hjá okkur þessa daga, en aðallega verður það tón- listarfólk héðan á svæðinu sem sér um að skemmta gestum og gangandi. Þar verður ljölbreytnin ríkjandi. Við gerum okkur vonir um að þetta geti orðið nokk- uð stór helgi hjá okkur í byijun júlí, en um þessa helgi var atvinnulífssýnigin hjá okkur í fyrra. Þá sýningu sótti um Gestir Bjartra nátta gæða sér á kræsingum af hlaðborðinu í Hamarsbúð. 2500 manns og var það mjög eftirminnileg og skemmtileg helgi bæði fyrir gesti og sýnendur”, segir Bjöm Hannesson þegar hann drepur á helstu liðum Bjartra nátta. í sérlega glæsilegum upplýsingabæk- lingi um sumarhátíðina, sem margar gullfallegar myndir prýðir er Jón Eiríks- son bóndi og listamaður á Búrfelli hefur tekið, fylgir einnig með skrá yfir öll al- vöm sveitaböll sem haldin em í sýslunni í sumar, messur og réttardaga haustsins. Með því síðasta sem ferðamönnum um Vestur-Húnavatnssýslu er boðið að taka þátt í er stóðsmölun í landi Gafls og Krókslands, en færst hefur í vöxt á síð- ustu ámm að fólk víðs vegar að vilji taka þátt í störfum heimamanna við stóðrétt- ir. Gangnamenn í Víðidal leggja af stað árdegis þar sem farið verður á vit ftjáls- ræðis heiðanna og stóðið sótt og rekið til byggða. Bjartar nætur Dagskrá sumarhátíðar Hamarsbúð á Vatnsnesi, Laugardaginn 20. júní. Kl. 19,00 hefst árleg hátíð í Hamarsbúð með hinu glæsilega og sérstæða hlaðborði þar sem húsmæður á Vatnsnesi taka á móti gestum. Auk veitinga verður spákona á staðnum, bögglauppboð og sönghópurinn Norðanátt mun syngja nokkur lög. Þá munu tónlistamenn úr sýslunni skemmta gestum fram á nótt. Sérstæð stemmning í óvenjulegu umhverfi. Víðidalur, dagur hestamana, laugar- daginn 27. júní. Kl. 11-18 handverksýning í Víðihlíð. Kl. 20,00. Hestasýning, kvöldskemmtun að Stóru-Ásgeirsár. Keppt verður í skeiði þar sem hylltur verður skeiðmeistari Húnaþings, hindrunarstökk, ýmsir leikir og uppákomur. Grillveisla, brekkusöngur og dansað í tjaldi með hljómsveit Hjalta Júlíussonar. Hvammstangi, tónlistarhelgin ‘98 2.-5. júlí. Fimmtudagurinn 2. júlí. Kl. 16,00. Opnun málverkasýningar í VSP-húsinu þar sem Dóra Sigurðardóttir sýnir verk sín. Kl. 21,00. Tónlistarhelgin ‘98 hefst með tónleikum landsþekktra listamanna. 1 Félagsheimilinu á Hvammstanga verða tónleikar á vegum Bjartra nátta og Tónlist- arfélags V.-Hún. þar sem söngkonumar „Hann var lengi dags að fást við steininn". Ein af skemmtilegum myndum Jóns Eiríkssonar á Búr- felli. Hún minnir á kraftakeppnina að Bjargi 22. ágúst nk. Guðrún Gunnarsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir syngja ásamt hljómsveit sem skipuð er þeim Pálma Sigurhjartarsyni, Björgvin Plogder, Þórði Högnasyni og Karli Olgeirssyni. Flytja þau gullfallega tónlist úr kvikmyndum Walt Disney. Föstudaginn 3. júlí. Útvarp Norður- lands á Hvammstanga. Útvarpið verður á staðnum og tekur púlsinn á mannlífinu millikl. 12,45 og 19. Kl. 14,00. Opnun málverkasýningar á verkum Jóns Eiríkssonar á Hótel Seli. Þetta kvöld verða opnir tveir staðir með lifandi músík á Hvammstanga. Á Selinu verður kaffihúsastemmning með Marinó og Skúla og í VPS-húsinu verða tónleikar þar sem hljómsveitin Vein mun spila. Laugardagurinn 4. júlí. Kl. 14. Tónlistardagskrá í Félagsheim- ilinu Hvammstanga. Hljómsveit ásamt Kirkjukór Hvammstangakirkju, Karla- kómum Lóuþrælum og Lillukómum koma fram ásamt hóp tónlistarmanna í söng og hljóðfæraleik í blandaðri tónlist- ardagskrá. Kl. 15,30. Kaffileikhús á Selinu í hönd- um Lcikflokksins á Hvammstanga, kaffi- hlaðborð. Kl. 21,00. Popp og dægurlagadagskrá í umsjá hópsins „Á hálum ís”, sem sam- anstendur af 8 manna hljómsveit ásamt hóp söngvara úr héraðinu sem flytja dag- skrá frá sjöunda og áttunda áratugnum. Kl. 23-03. Stórdansleikur í félagsheim- ilinu á Hvammstanga. Stjömuband Magn- úsar Kjartanssonar, Gunnars Þórðarsonar, Rúnars Júlíussonar, Helgu Möller og fleir- um standa fyrir stanslausu stuði fram á rauða nótt. Héraðsmót USVH Kirkjuhvammsvöllur. Föstudaginn 10. júlí. Keppni hefst í frjálsum íþróttum, allir aldursflokkar. Laugardagurinn 11. júh'. Kl. 11. Fótbolta- keppni yngri flokka á Mjólkurstöðvartúni. Kl. 12,30. Skrúðganga frá Mjólkurstöð að Kirkjuhvammsvelli. Kl. 13. Mótssetning. Gestur mótsins verður Jón Amar Magnús- son íþróttamaður ársins ‘97 og hitar hann upp með keppendum. Kl. 18. Verðlauna- afhending og móksslit ásamt grillveislu. Hrútafjörður - sunnudagsbíltúr fjöl- skyldunnar. Sunnudagurinn 12. júh'. Kl. 13-18. Dagur í Byggðasafni Hún- vetninga og Strandamanna. Kl. 14-16. Bátsferðir á vegum Bjöigunarsveitar S VFI Káraborgar ffá Reykjaskóla í Hrútey með leiðsögn þar sem litið verður á fuglalífið og eyjan skoðuð. Kl. 15-16,30 verða sýnd vinnubrögð gamalla tíma í réttu umhverfi, s.s. sláttur og hirðing heyja og tóvinna í baðstofu. I Byggðasafninu er margt fróðlegra og eft- irtektarverðra muna sem vert er að skoða. Söngur og hljóðfæraleikur, veitingar. Aðrir athyglisverðir liðir sumarhátíðar- innar eftir að skyggja tekur og nætur em ekki lengur bjartar: Laugardagur 15. ágúst. I tilefni 60 ára afmælis Félagsheimilisins Víðihlíðar em áformuð hátíðahöld 17. helgi sumars þ.e. 15. ágúst nk. Fyrir alllöngu komst sú hefð á að skipta helgum sumarsins milli félagsheim- ilanna í V.-Hún. og hefur þessi helgi, 17. helgin ætíð skipað veglegan sess í skemmtanahaldi Húnvetninga sem helgi stórdansleikja í Víðihlíð. Um miðjan dag-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.