Feykir


Feykir - 20.12.2000, Qupperneq 11

Feykir - 20.12.2000, Qupperneq 11
44/2000 IIYKIK 11 Haukur heima við Hávík. verjum á þessum sjö árum eftir bylt- inguna og þeir voru ennþá með sína mjög svo frumstæðu tækni, miklu aft- ar en hér á íslandi þar sem vélaöldin var fyrir nokkru gengin í garð.” Og var ekki sérstakt að hitta Maó formann? „Jú, en samt var það eins og að hitta venjulega menn, að taka í hendi hans og Sjúenlai. En þessi ferð til Kína var mjög sérstök og við fengum þar mjög góðar móttökur. Það var síðan 1969 sem mér bauðst ásamt fleirum að fara til Rússlands í til- efni 50 ára afmælis byltingarinnar. Að sjálfsögðu var mikið þar um dýrðir og allt mjög stórt í sniðum. En ég hef líka ferðast víðar, um Bandaríkin, Þýska- land og Frakkland, og það var ákaflega ”aman að koma til allra þessara landa. I Rússlandsferðinni fórum við líka um nágrannalöndin, og ég man að þegar við flugum til Ríga í Lettlandi þá hafði ég orð á því að það væri langt síðan að þeir hefðu málað þökin, en þau voru þá flest múrsteinslituð. Annars vom borg- imar mjög hreinar og þrifalegar og maður varð ekki mikið var við fátækt. Einhvem veginn held ég að í dag sé miklu meiri fátækt á þessu svæði en var þama á þessum tíma. Svo er að heyra á fréttum. En annars ferðaðist ég langmest um Norðurlöndin á þeim tíma sem ég var ffamkvæmdastjóri hjá Landvemd, á 14 ára tímabili.” Hreint land- fagurt land Haukur og Aslaug hættu búskap í Vík 1972. Þá var Ingibjörg dóttir þeirra nýútskrifuð úr kennaranámi og sýndi því áhuga að taka við búinu og hefur búið ásamt Sigurði Sigfússyni manni sínum í Vík síðan. A þessum tíma bauðst Hauki starf hjá náttúruvemdar- samtökunum Landvemd. „Já ég var ákaflega áægður þegar þetta tækifæri gafst. Það má segja að Landvemd hafi fyrst náttúruvemdar- samtaka farið að vinna að umhverfis- málum af metnaði, og vom mjög dug- andi að halda lífinu í þessum markmið- um sem vom umhverfisvemd og nátt- úmvemd. Þetta var því brautryðjenda- starf og mikið starf. Slagorðin sem við notuðum var Hreint land -Fagurt land, og ég held að sé ekki hægt að segja annað en þau hafi virkað mjög vel og náð mjög vel til fólks. Á seinni hluta starfstímans hjá Landvemd kom talsvert inn á okkar borð undirbúningurinn að Blönduvirkj- un og þegar ég hætti hjá Landvemd 1987 kom það einmitt í minn hlut að vera effirlitsmaður hjá Náttúmvemdar- ráði hér á Norðurlandi vestra meðan virkjunarframkvæmdimar stóðu yfir. Það starf var ákaflega ánægjulegt og samvinna góð bæði við bændur og virkjunaraðilann. í langan tíma hafa umhverfismálin verið eitt af mínum aðaláhugamálum. Það er greinilegt nú í dag að viðhorf til þessara mála em farin að vera mjög af- gerandi. Þetta kemur fram í sambandi við allar framkvæmdir má segja og ljóst að fólk horfir nú mjög til góðrar umgengni við landið, og það er alveg greinilegt að þau em ennþá í fullu gildi slagorðin: „Hreint land - fagurt land””. - Kæri kjósandi - Úr nýútkominni gamansagnabók frá Hólum Húrra punktur, komma strik - séra Hjálmar yrkir um Davíð ogólaf Ragnar Ein fyrsta samkoman sem herra Olafur Ragnar Grímsson mætti til, eft- ir að hann tók við embætti forseta ís- lands í ágústbyrjun 1996, var ættarmót niðja Bólu-Hjálmars sem fram fór á slóðum skáldsins norður í Skagafirði. Glatt var á hjalla og fóm margir með kveðskap, enda margir hagyrðingar komnir út af Bólu-Hjálmari. Meðal þeírra sem stigu þar á stokk var séra Hjálmar Jónsson úr Sjálfstæð- isflokki en hann er afkomandi skálds- ins frá Bólu í fimmta lið. Vitaskuld varð nýr forseti mönnum að yrkisefni. Hjó Hjálmar í þann sama knémnn og lagði út af eftirminnilegu viðtali við flokksbróður sinn og forsætisráðherra, Davíð Oddsson, í sjónvarpinu að kvöldi forsetakjörs. Við það tækifæri hafði forsætisráðherrann bent á að húrrahrópin við setningu Alþingis væm alls ekki til heiðurs forsetanum - eins og margir héldu, en ófáir höfðu orðið til þess að benda á þá neyðarlegu að- stöðu Davíðs að vera nú nauðbeygður til að reka upp húrrahróp, og það fleiri en eitt, fyrir þessum pílitíska fjand- manni sínum. „Þetta er ekki svona einfalt.” sagði Davíð í umræddu sjónvarpsviðtali. „Heill forseta vomm og fósturjörð, og síðan kemur punktur. Svo kemur: ís- lands lifi, húrra, húrra, húrra.” Út af þessu lagði séra Hjálmar og kvað: Forsetann lofa ég laus við hik, leynist í huganum engin svik. Hér er þó ekki hægt um vik, húrra, punktur, komma, strik. Bjöm Pálsson á Löngumýri hitti einhverju sinni kunningja sinn, Svein R. Eyjólfsson, stjómarformann DV, fyrir framan Landsbankahúsið við Austurstræti. Bjöm átti þá í margþættu fjármálavafstri vegna útgerðar og fleiri veraldlegra athafna og spyr Sveinn, hvaðan hann beri að. „Eg er að koma úr Hrokagerði,” svaraði Löngumýrarbóndinn og gaut augunum að Landsbankanum. Bætti síðan við: „En þar er ekkert að hafa svo ég ætla að rölta yfir að Aumingjastöð- um”, og átti þar við Útvegsbankann. Eftir að vinstri græningjamir, SteingrímurJ. Sigfusson og Hóla- Jón Bjarnason, höfðu hvor um sig farið margoft í ræðustólinn á Alþingi og gert ítrekaða grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu um fjárlaga- fmmvarpið fæddist þessi vísa hjá kollega þeirra, Sighvati Björgvinssyni, Samfylkingarþingmanni: Jón á Hólum heldur margar ræður, hafa nokkrir fleiri þennan galla. Steingrímur og hann sem bestu bræður, báðir hafa munnræpu og skalla. Vorið 1995, rétt eftir að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks tók við völdum, hóf Alþýðublaðið sáluga undir ritstjórn Hrafns Jökulssonar mikla sókn á hendur stjóminni, ekki síst Páli Pémrssyni félags- málaráðherra. í maílok þetta sama ár bar það síðan við, á 150 ára ártíð Jónasar Hallgríms- sonar að Alþýðublaðsmenn minntust skáldsins á myndarlegan hátt. Barst þetta Jónasar-blað meðal annars inn á kontór Páls Péturssonar. Hann las blað- ið vandlega yfir og gaf því síðan þá umsögn að þama hefði Alþýðublaðinu fipast flugið heldur betur. „Mér finnst þetta nú heldur klént”, sagði Páll. „Þeir hefðu nú t.d. getað sagt að Jónas Hallgrímsson væri betra skáld en ég.” Von bráðar hófust á nýjan leik mislukkaðar árásir málgagns alþýð- unnar á félagsmálaráðherrann. Var hann meðal annars nefndur pósturinn Páll eftir sögupersónu sem hafði gert það gott í helgar-bamaefni sjónvarps- ins. Gekk ráðherrann undir þessu nafni um hríð og var hann einhverju sinni spurður að því í bamatíma sjónvarpsins hvemig honum líkaði nafngiftin. „Alveg ágætlega”, svaraði Páll. „Ef ég man rétt þá var þessi póstur frekar almennilegur og greiðvikinn náungi og mér finnst engin skömm af því að líkj- ast honum.” Einhvem tíma á níunda áratugnum kom ósköp falleg grein um Pál í Nor- disk Kontakt. Hún var á dönsku. Þar var mjög um það talað hversu mikið og gott náttúmbam Páll væri og sérstak- lega látið af hestamennsku hans. Af þessu tilefni orti Valgeir Sigurðsson, sem þá var starfsmaður Alþingis, og flutti í næstu starfsmannaveislu: Hvað er betra en bóndans draumur? Bjartar nætur, elfar straumur. Frísa á heiðum fákar glaðir, födt pá Island - Höllustaðir. Jón Páhnason á Akri, sem var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Áustur - Húnavatnssýslu frá 1933 til 1959, hafði um tíma vinnumann á búi sínu og þótti sá lítið forframaður - hafði vart komið til Blönduóss, hvað þá ann- að, en einnig var hann alveg ómenntað- ur í meðferð hnífapara og borðbúnaðar. Einhverju sinni var höfð steik, með öllu tilheyrandi, í sunnudagsmatinn á Akri. Fer þá ekki framhjá Jóni að vinnumanninum gengur illa í viðureign sinni við grænu baunimar og er hann orðinn eldrauður í framan af skömm og niðurlægingu. Fékk karlræfillinn þó að lokum hjálp og fólst hún í þessari vísu er húsbóndinn varpaði fram eftir að hafa fylgst með atlögunni um stund: Rífðu af þér raunimar réttu þig úr kífnum: Við bemm sultu á baunimar svo þær ballanseri á hnífnum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.