Feykir


Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 5

Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 5
44/2001 FEYKIR 5 Bjartara yfír bemskujólunum eftir því sem lengra líður Jólapistill frá Volda í Noregi Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs. Þökkum frábœrar viðtökir á tónleikum kórsins á árinu og móttöku nýs geisladisks. Við minnum áþrettándafagnað kórsins sem haldinn verður íMiðgarði, laugardaginn 5. janúrkl. 21.00 Söngur skemmtiatriði og dans. Hljómsveit Geirmundar leikurfyrir dansi. Heimisfélagar Nýverið barst undirrituðum kveðja frá ritstjóra Feykis og í niðurlagi hennar var beiðni um að ég sendi blaðinu smá hug- leiðingu um hvernig Króksara sem er að heiman líður er dreg- ur að jólum og hvað honum sé þá efst í huga. Sennilega er það svo með okkur flest, að jól bernskunnar eru sú mælistika sem öll önnur jól eru borin sama við. Og eftir því sem lengra líður verður minningin bjartari yfir bernskujólunum. Því er það svo með Króksara sem heldur jól að heiman að allt erborið saman við jól á Krókn- um og stenst þá fátt samanburð. Þegar líða fer að jólum og tími til að setja sig í jólaskap er fátt betra en að láta hugann reika til bemskujólanna. Og í einu augnbliki er maður kom- inn heim á Krók þar sem allt var flottast og mikilfenglegast. Hjá mér sem og sjálfsagt mörg- um öðrum á Króknum, komu jólin þegar búið var að setja upp krossinn á Nafirnar við kirkju- garðinn. Hvergi hef ég séð fal- legri skreytingu en krossinn og það er sama hversu margar jóla- seríur ég ber augum, engin slær við seriunni sem Herdís á Stöð- inni var með í norðurglugga. Marglit sería sem kviknaði og slokknaði á til skiptis og blasti við mér á jólanótt þegar haldið var heim úr Apótekinu eftir jólaveislu. I dagsins önn þegar fúllorð- insárin taka við, emm við oftar en ekki neytendur, við höfúm ekki tíma til að taka þátt. Þessu var öðmvísi farið á jólum bemskunnar, þar vomm við með í að skapajólastemmning- una á Króknum. Síðustu dag- ana fyrir jólin var Aðalgötunni breytt í göngugötu og þar var líf og fjör. Vissulega komu jóla- sveinar í heimsókn, en oftar en ekki voru þeir Grýlusynir upp- teknir og þá þurftu skátamir að hlaupa í skarðið og halda uppi heiðrijólasveinanna. Þeirvom margir sem bmgðu sér i gervi jólasveina og reyndu að gleðja ungviðið með gjöfúm og söng. Þetta gat verið strembið þar sem öllum er ekki gefin sú náðar- gáfa að geta sungið þó Skag- firðingar séu. Undirritaður var einn þeirra jólasveina sem stundum átti erfitt með að hitta á rétta tóninn. Eg þóttist því heppinn að lenda á jólasveina- vakt með kunningja mínum sem var lagvissa í blóð borin, enda af mikilli músíkætt. Það kom hins vegar í ljós að textam- ir flæktust svolítið fyrir honum, en að muna texta var mín sterka hlið. Hann gafþví tóninn og ég flutti textann. Kannski höfúm við verið fyrstu rappandi jóla- sveinamir. Það versta fyrir jólasveinana var, ef börnin áttuðu sig á því hver duldist á bak við búning- inn. Einhveiju sinni stóðu jóla- sveinarnir og útbýttu gjöfúm, þegar vatt sér fram strákpjakkur og togaði óþynnilega í skeggið á Stekkjastaur. Teygjan í skegg- inu gaf eftir og jólasveinninn var afhjúpaður og þá hrópaði strákur, ha ha þetta er bara hann !.... Sennilega var ég kominn eitthvað á þrítugsaldurinn þegar ég fagnaði fyrst jólum að heim- an. Eg stundaði nám í Dan- mörku og var svo óheppinn að þurfa í próf í byijun janúar og því lítill tími til heimferðar. Ég bjó á stúdentagarði þar sem vom um 150 íbúar og af þess- um 150 vomm við aðeins tveir sem ætluðum að halda jól á garðinum. Við þekktumst á- gætlega og komum okkur fljótt saman um að halda jólin sam- eiginlega. Þessi kunningi minn var ágætis kokkur og lagði mikla áherslu á að við útveguð- um okkur gott hráefiii til matar- gerðarinnar. Ég átti að sjálf- sögðu Toyotu og á henni var þeyst bæjarenda á milli til að finna dýrindis nautakjöt. Þegar byijað var að matreiða kjötið kom í ljós að kunningi minn var heldur valtur á fótum og þurfti stuðning. Hann var með þeim eindæmum, að hon- um tókst að krækja sér í ótrú- legustu sjúkdóma og þama rétt fyrir jólin hafði hann fengið sýkingu í jafnvægistaugina. Hann stýrði því eldamennsk- unni en ég studdi hann í „orðs- ins fyllstu merkingu” eftir bestu getu. Jólamáltíðin tókst vel, en allt var þetta með öðmm brag en heima á Krók og jólastemmningin önnur, en sennilega var hugurinn meira bundinn próflestri en jólahaldi. Eftir kvöldverðinn var fátt annað að gera en að opna bókapakkanna að heiman. Að- fangadagskvöld fór því í að lesa ævisögu Hriflu-Jónasar og gott ef mig dreymdi ekki Guttorm og Sæmund Hermanns þessa jólanótt. Jólin eru hátíð fjölskyldunn- ar og fátt er ánægjulegra en að fagna jólum í faðmi hennar, sama hvar í veröldinni maður er staddur. Það að haldajól fjarri heimahögunum felur hins veg- ar ofl i sér miklar breytingar og ekki síst ef jólum er fagnað í öðm landi. Umhverfið er ann- að, jólasiðir framandi og þú gengur ekki að ýmsu vísu sem er nauðsynlegur hluti jólahalds- ins. Hangikjöt fékkst ekki í verslunum og gömlu jólalögin með Ómari Ragnars eru ekki spiluð í útvarpinu. Þrátt fyrir þetta er ekki öll nótt úti. Póstkassinn fær nýja og jákvæðari ímynd. í stað þess að geyma eintóman gluggapóst geymir hann nú tilkynningar um bréf og pakka sem sendir hafa verið að heiman. DHL færir skagfirska hangikjötið frá KS heim að dyrum, tölvutækn- in gerir að verkum að hægt er að hlusta á íslenskar útvarps- stöðvar spila jólalögin og jafii- vel jólakveðjurnar í útvarpinu hljóma í gegnum tölvuna hand- an Atlantsála. A netinu má sjá hvernig jólahald gengur á Króknum og allt má því færa í eðlilegt horf. Það er því orðið miklu styttra frá Króknum til útlanda en áður var. En jól í Noregi verða aldrei söm og jól á Króknum! Páll Brynjarsson. Þessi skemmtilega mynd var tekin af Páli fyrir stuttu þegar hann fékk nýdæddan son sinn heim af fæðingar- deildinni og að sjálfsögðu mátti ekki draga það að sýna drengnum „málgagnið“.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.