Feykir


Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 10

Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 44/2001 „Það voru svo góð fjárhús á Miklabæ“ Spjallað við Döllu Þórðardóttur og Agnar H. Gunnarsson presthjón „Ég ákvað það núna að huga vel að því hvernig best væri að haga hlutunum á aðventunni. Það er ýmislegt sem safnast sam- an á þessum tíma, margt sem þarf að koma í verk, en samt nauð- synlegt að hafa tíma fyrir sjálfan sig svo maður geti notið að- ventunnar. Mér sýnist að það ætli að takast að þessu sinni”, seg- ir Dalla Þórðardóttir sóknarprestur á Miklabæ og prófastur í Skagafirði. Agnar H. Gunnarsson maður hennar, sem einnig er guðfræðingur, leggur trúlega sitt af mörkum við jólaundirbún- inginn, með gegningum og öðrum útiverkum. Að minnsta kosti er hann á því að það sé ijarstæða að vera að hlaða upp kinstrum af smákökum fyrir jólin. Hann hefur þá einörðu skoðun að smákökurnar séu best borðaðar á jólaföstunni, því á jólunum sé ýmislegt annað sem fólki grípi til næringar, og þá fari smákök- urnar oft fyrir ofan garð. Hún er fremur óvenjuleg jólafastan hjá presthjónunum á Miklabæ núna, þau fyrstu sem þau eru barn- laus. Synirnir tveir, sem stunda nám við Menntaskólann á Akur- eyri og Háskóla íslands, koma þó heim um jólin og einnig er von á Yrsu systur Döllu og fjölskyldu í heimsókn. Þannig að óvenju mannmargt verður nú um jólin á Miklabæ, eða níu manns. Á liðnu vori voru 15 ár síðan þau Dalla og Agnar komu á Miklabæ, en þar á undan hafði Dalla verið sóknar- prestur á Bíldudal í fimm ár. „Við komum nú aðallega hingað vegna þess að hér voru svo góð fjárhús”, segir Agnar. Og Dalla tekur undir að það sé alveg rétt. Agnar hafi alltaf haft áhuga fyrir því að komast í sveitina og búskapinn. „Við komum hingað í nóvember 1985 í ffekar kuldalegu veðri til að líta á staðinn. Okkur leist svo sem ekki vel á íbúðarhúsið gamla, sem var ónýtt má segja, og það var ekkert sérlega heillandi að koma hingað á þessum tíma ársins. Við ákváðum samt að láta slag standa, ég sótti um brauðið og fékk það. Mér er minnistæð fyrsta nóttin sem ég svaf héma vorið sem við komum. Ég vaknaði upp um miðja nóttina, með þá tilfinningu að nú væri ég komin heim, hér yrði heimilið mitt. Við fórum fljótlega að taka talsverðan þátt í félagslifinu. Agnar kenndi við Varmahlíðarskóla og kynntist fjölda fólk í gegnum kennslustarfið. Ég kynntist mörgum í gegnum kirkjukór- inn og svo gekk ég í kvenfélagið, fór að syngja í Rökkurkórnum, og svo auðvitað kynntumst við mörgum í gegnum bömin og þeirra leikfélaga. Ég sem prestur var svo sem ekkert að velta mér upp úr því hvemig sókn- arbömunum líkaði við mig, ég held ég hafi gefið því bara sinn tíma og við komumst tiltölulega fjótt og ágætlega inn í þetta samfélag hér í Akrahreppn- um og kynntumst fjölda fólks út um allt hérað”, segir Dalla. Loðnar og lembdar ær Þau Miklabæjarhjón telja það mik- inn kost að stunda búskap á jörðinni og Dalla segir það gott að vinna það sama og sóknarbömin. Það sé líka at- vinnuskapandi fyrir fjölskylduna. Sauðfjárbúskapurinn er forsendan fyr- ir því að Agnar gat snúið frá kennsl- unni í búskapinn, sem hann hefúr stundað einvörðungu síðustu 7-8 árin, og synirnir vilji starfa að heyskapnum og öðmm bústörfúm yfir sumarið. „Ég tók við af Þórsteini Ragnars- syni. K.irkjujörðinni fylgja 24 ær loðn- ar og lembdar, en það eru 50 fjár alls. Þá fylgdu jörðinni tvær kýr, en þar sem Þórsteinn var meira gefinn fyrir hesta en kýr var því breytt í tvær hryssur nieð folöldum. Við höfúm svo verið að bæta við okkur kvóta og emm komin upp í 260 ærgildi”, segir Dalla. „Það er vitaskuld búið að skerða kvótann margoft á þessum tíma. Meira að segja var hann eginlega strax skertur þessi kvóti sem við keyptum fýrst og um tíma reyndum við að bæta við jafnmiklu og við vomm skert, til þess að halda í. í þessi 16 ár hefur maður alltaf verið að vona að það fari nú að lagast í sauðfjárræktinni, en það bólar lítið á því”, segir Agnar. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að vera sveitaprestur, ef það er ekki búskapur á jörðinni. Þjóðfélagið tók mjög mið að lífinu í sveitinni hér áður fyrr, en það hafa orðið miklar breyt- ingar síðustu áratugina”, segir Dalla. „Ég reyndar kunni varla neitt á dráttarvél þegar við komum hingað. Minnist þess að fýrsta sumarið sem við vorum hérna, þá var Bjarni á Sunnuhvoli að slá og fleira fólk í hey- skap. Bjami sagði við mig „þig lang- ar náttúrlega til að slá. Þú lætur bara dráttarvélina snúast 2300 snúninga og þá slær hún að sjálfú sér.” Það má segja að þetta sé eina tilsögnin sem ég hef fengið í sambandi við tæknihlið búskapsins. Ég hef notað þessa reglu hans Bjarna síðan og hún hefúr dugað ágætlega. Það var einmitt eitt óþurrkasumar- ið héma í sveitinni, þegar miklar rign- ingar voru fýrripart sumars og rnenn vom varla búnir að ná saman tuggu upp úr 20. júlí, að fýrmendur Bjarni á Sunnuhvoli benti mönnum á mánað- ardaginn og sagði að þetta gerði ekki mikið til, þá stóð á mánaðardeginum í kringum þann 25. ,heyannir byrja”, sagði Agnar. Jól í Strassburg Hugmyndin var að þetta viðtal yrði með jólalegu ívafi og Dalla og Agnar höfóu leitt hugann að jólaminningum. Dalla segir að ein sterkasta jóla- minningin frá unglingsárunum sé ffá þeim tíma þegar foreldarar hennar bjuggu um tíma í Strassburg í Frakk- landi. „Það var 15-20 mínútna gangur í skólann. Það var Tónlistarháskóli skammt frá skólanum og þar framan við stórt torg. Á aðventunni var settur upp markaður á torginu, þar sem seld- ur var ýrniss varningur. Bændurnir vom að selja osta, heimatilbúið jógúrt og fleira. Það var angan í loftinu af ný- bökuð brauði, eplum og sitthverju. Tónlistarfólk kom og spilaði, það var sungið og ýmislegt gert til skemmtun- ar. Þetta var notaleg stemmning og í minningunni er ég með nýbakaða vöfflu með flórsykri á leiðinni heim í gegnum skóginn. Ég er sjálf ekki mikið fýrir það að skreyta heima hjá mér, en mér finnst samt mjög fallegt að sjá skreytingam- ar, fallega skreytt tré í görðunum og jólaljós á húsunum og í bæjunum. Mér finnst að fólk eigi að lofa jóla- skreytingunum að lifa. Það liggur ekkert á að taka allt niður á þrettánd- anum. Mér finnst mjög hátiðlegt að fara i kirkjuna á aðfangadagskvöld og fá að messa. Við höfum verið með hátiðar- messu fýrir miðnættið á aðfangadags-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.