Feykir


Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 9

Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 9
44/2001 FEYKIR 9 „Bakaríið var eins og umferðarmiðstöð“ Birna Guðjónsdóttir segir frá jólunum hjá bakaríisfjölskyldunni Guðjón Sigurðsson og Ólína Björnsdóttir í Bakaríinu með tvær dætra- dætur sínar, systurnar Ólingu og Örnu Björnsdætur. búið aö skreyta neitt þegar maður softt- aði á Þorláksmessu, en á aðfangadags- morgun var allt fullskreytt. Þá var mik- il umferð hjá pabba niðri á skrifstof- unni, vinir og kunningjar að líta inn. Það var siður heima að setja greni í skálar í stofunni. Jólalyktin fannst mér svo koma þegar pabbi kveikti sér í vindli og lét glóð falla í grenið. Þá kom þessi yndælisilmur um húsið. Mamma var ekki mjög hrifin að vindlareyk, nema á aðfangadag þegar kveikt var í greninu. Klukkan fjögur á aðfangadag var sest að borðum og jólahangikjötinu gerð skil, möndlugrautur og verðlaun fyrir þann sem fékk möndluna. Svo fór fólk að gera sig tilbúið að fara í kirkj- una klukkan sex, en á þessum árum voru flestir í kirkjukómum. Svo eftir messuna kom fjölskyldan sarnan í ró- legheitum heima í stofúnni. Það var ekki asi á neinu, sungnir sálmar og jólalög, og fljótlega svo borið fram súkklulaði í borðtofúnni ásamt kökum, tertum og tilheyrandi. Svo þegar það var búið var aftur farið inn í stofú og kannski dansaði aðeins kringum jóla- tréð. Svo lét pabbi sig hverfa um stund. Hann birtist svo aftur, kominn inn í borðstofuna og renndi frá rennihurð- inni sem var þar á milli. Hann var bú- inn að raða öllum pökkunum upp og nú voru þau yngri látin fá pakkana og aflienda þeim eldri. Það þurfti að lesa upp hvað kom ffá hveijum og svo lásu allir upp jólakortin sín. Seinna um kvöldið var svo boðið upp á ís og á- vexti, en þá voru stundum margir fam- ir að bíða þess að komast upp í rúm með góða bók til að líta í. Það var mik- ið lesið á jóladagsnótt og fólk að koma ffam milli kafla og fá sér smá „nammi”. A jóladag kom svo öll fjölskyldan í svínið og líka heimilisvinimir. Til dæmis man ég eftir að Pála Gunnars, sem margir gamlir Króksarar þekktu, kom alltaf. Svo var líka mikill gesta- gangur heima milli hátíða. Mjög mik- ið spilað. Mamma var þá ásamt nokkrum konum að spila brids inni í borðstofu og pabbi og karlanir að spila ffammi í stofúnni. Það var oft glatt á hjalla. Hjá „litla drengnum”, eins og pabbi kallaði oft Kristján Skarphéðins- son, sem var hjá okkur í 19 ár, voru líka félagamir oft að spila, Maggi Óla, Lingi Gvendar dýra, Raggi á stöðinni og fleiri; póker, lombert, eða bobb. Það var lengi bobbspil á ganginum heima. Það var spilað út um allt hús. Já, það er alveg óhætt að segja að það var oft mjög líflegt í bakaríinu yfir jólin, enda eru bamabömin, sem nú em orðin fúllorðið fólk, oft að minnast á hvað það hafi verið gaman þar”, seg- ir Bima Guðjónsdóttir um jólin í bak- ariinu. „Bakaríið var eins og umferðarmið- stöð. Það var svo mikil traffik alltaf, ekki síst fyrir jólin. Þá kom fólk héð- an og þaðan úr firðinum í jólainnkaup- in og stöðugt rennirí, það var fólkið hans pabba fyrir handan Vötn, fólkið mömmu af Skaganum og svo Lýting- arnir og Blöndhlíðingamir, og surnir gistu því þá vom samgöngumar ekki jafngreiðar og þær eru í dag. Aðaltil- hlökkunin hjá mér var að fá eldri syst- umar heim fyrir jólin og það má nærri geta að þær voru drifnar að hljóðfær- inu fljótlega og látnar spila það nýjasta sem þær höfðu lært. Þá lét maður fara notalega um sig uppi í sófa og há- punkturinn fannst mér þegar Eva syst- ir kom heint frá Bandaríkjunum og hafði þar lært alla nýjustu amerísku slagarana. Hún þurfti að spila þá og syngja aftur og aftur fyiir okkur”, seg- ir Bima Guðjónsdóttir, en án efa hef- ur á ámm áður erilsamasti staðurinn á Króknum, verið Sauðárkróksbakarí hjá þeim Guðjóni Sigurðssyni og Ólínu Bjömsdóttur, hjá bakaríisfjöl- skyldunni eins og hún var kölluð. „Það var alltaf svo mikill gesta- gangur heima. Pabbi var mikið í sveit- arstjómarmálunum og pólitíkinni og mamma var að stússast í rnörgu. Þau vom með Bifföst lengi og um árabil sá mamma um nánast allar veislur í bæn- um. Það vom stjómmálamenn að koma í heimsókn og ég man eftir öll- um leiðtogum Sjálfstæðisflokksins um árabil, Ólafi Thors, Bjama Benedikts- syni, Jóhanni Hafstein og Geir Hall- grímssyni. Svo komu Bjöm Pálsson frá Löngumýri og annarra flokks rnenn einnig í heimsókn, enda var það ekki þannig heima að fólk væri metið eftir því hvar það stæði í stjómmálum. Þessir gestir vom bara eins og annað heimilisfólk Y fir sumarið voru það svo leikhóp- arnir sem margir komu við heima. Á hverju sumri komu sýningar annað- hvort frá Þjóðleikhúsinu eða úr Iðnó. Það var mikil gleðimennska heima, mikið spilað og sungið og ég man eft- ir Sigfúsi Halldórssyni við píanóið al- veg ffam undir mogun. En gestagangurinn var þó aldrei meiri en fyrir jólin og ég skil eginlega ekki hvílíkt starfsþrek foreldrar mínir höfðu. Það þurfti að taka daginn snemma í bakaríinu, þannig að dagur- inn var oft æði langur hjá pabba. Mamma var mikil næturmanneskja. Hún fór í það um miðnættið sem ekki var hægt að klára yfir daginn og var oft að til þijú og fjögur á nóttunni. Það var líka alltaf þannig þegar ég var lítil að í allri trafílkinni fyrir jólin, þá var ekki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.