Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 44//2001
í bláum spegli
Glefsur úr uppriflun Sölva Sveinssonar á nokkrum laugarferðum
EKKI SKAL ÉG fullyrða hvenær
ég lærði að synda, en ég held það hafi
verið sumarið sem ég setti hnefann í
borðið og neitaði að ganga með axla-
bönd, afþví að ég fékk leðurbelti í jóla-
gjöf. Ætli 1957-’8 sé ekki nærri lagi?
Sundlaugin okkar á Króknum var þá
nýbyggð og reis grá og ómúruð upp úr
grænu grasi og gulum sóleyjum á
Flæðunum, kúrði undir Nöfúnum þar
sem girðingin lá upp hlíðina fyrir sunn-
an fjárhúsin hjá Nýjabæ; trétröppur
yfir gaddavírinn, umluktar njóla og til
hagræðis gangandi fólki, en gögnuðust
okkur síður sem einlægt vorum á hjóli;
prílan var okkur einungis yfirstíganleg
hindrun!
Ég hélt að hann Guðjón Ingimund-
arson ætti sundlaugina, því að hann
seldi inn þegar laugin var opin, 5-7 síð-
degis minnir mig, var alltaf á bakkan-
um til eftirlits, í glugganum hjá grunnu
lauginni, í sturtunum að þrifa, ein-
hvers staðar nálægur. Ætli hann hafi
ekki líka opnað laugina á morgnana
fyrir þær fáu hræður sem þá stungu sér
af bakkanum og svo náttúrlega í maí og
júní í skyldusundinu, eins og við köll-
uðum þá tíma sem við vorum að læra
að synda, gjarnan fyrir hádegi, en
stundum líka síðdegis.
Guðjón kenndi okkur að synda á
vorin eftir að hafa látið okkur puða í
leikfimisal allan veturinn í bamaskól-
anum. Eftir á að hyggja held ég að
þessi laug hefði ekki verið byggð jafh-
snemma og raun ber vitni án Guðjóns;
hann kom á Krókinn með þá seiglu,
dugnað og eljusemi sem Strandamönn-
um er eðlislæg; jafn-mikill framsókn-
armaður og Guttormur Óskarsson og
ungmennafélagsmaður meiri en dæmi
eru til og var leiðtogi flokksins í bæjar-
stjóm nokkurra ára skeið, en það var
eftir að hann lét íhaldið byggja sund-
laug handa Króksumm.
Og þama stóð hún á Flæðunum, fúll
af heitu vatni frá Sjávarborg! Tvær
hæðir, takk fyrir, og að sumu leyti þijár,
og búningsklefar undir djúpu lauginni,
svo að sveinstaular áttu gríðarlega
mörg spor á skreipum löngum göngum
og tröppum áður en blátt yfirborðið í
grunnu lauginni mætti sjónum þeirra;
gluggar á lauginni eins og kýraugu fúll
af bláu vatni yfir gólfi þar sem við
hlupum á spóaleggjum stuttum stífúm
skrefúm, hnjáliðimir í kúlulaga ósam-
ræmi við fúglmjóa fætur og rifjahylkið
eins og á hagamús; svalt loft á steypu-
gráum votum múmum og blautir skell-
ir þegar hvítar iljar mættu gólfinu; alls
konar pípur og rör á veggjum og suð
eða hvinur rennandi vatns í eyrum;
sami niður og í hitaveitunni heima á
Skagfirðingabraut 15 í kísilfullum
leiðslum og olli því að útlendingar
festu naumast svefn í þeim heitu húsa-
kynnum; allt að 35°C í svefnherbergj-
um og hvein í hveijum ofni!
ÁSAMT GUÐJÓNI kenndi Erla
Einarsdóttir, konan hans Gísla Felix-
sonar frænda míns, okkur að synda.
Kynjaskiptingin sem rikti í leikfimi-
kennslunni á vetuma hvarf gjörsam-
lega þegar einungis höfúðið stóð upp
úr vatninu. Við vomm með svartan kút
úr bílslöngu spenntan um mittið til að
vega upp þyngdina, héngum í rennu-
brúninni undir laugarbakkanum og
busluðum með fótum, en Erla og Guð-
jón gengu eftir stéttinni og gáfú skipan-
ir, kenndu sundtökin: Spenna ökkla,
upp með hné, rétta úr ökkla og spyma!
Fram með handleggina, beygja, rétta úr
olnbogum, handleggina niður með síð-
um! Eða hvað þau nú sögðu þama á
bakkanum með hafgoluna í hnakkann;
skyldu þau ekki hafa kvefazt á hveiju
vori? Svo fengum við hvítan kork í
hendur, stífþressað einangmnarplast,
og áttum að beita fótum til þess að
komast yfir laugina þvera; við vorum
talin út í flokkum: “Númer eitt yfir”
o.s.frv. Stundum lenti plastið í volki á
eigin vegum þegar óstýrilátar
strákalúkur áttu brýnt erindi við ung-
meyjarhold undir yfirborði; þá fóru
fótatökin fyrir lítið. Svo köfúðum við
lika eftir hlutum á laugarbotni, en
mörgum gekk illa að komast neðar en
flotmagn í rassi leyfði og gátu einung-
is höndlað gripi þar sem laugin var
grynnst. Er það nokkuð kátleg sjón í
endurminningunni, en ég nefni engin
nöfn, ekki eitt einasta!
En auðvitað lærðum við öll að
synda á þessum bemskuljúfú dögum.
Ég átti hins vegar alltaf í basli með þær
hreyfingar og öndunarskilmála sem til-
heyra skriðsundi; menn liggja þá eins
og tijábolur í straumi, velta sér og anda
upp um handarkrika, teygja handlegg-
ina ffam og renna þeim niður með lík-
amanum, svo rísa armamir eins og
fálmarar upp úr freyðandi vatni og
hverfa mjúklega aftur á kaf, en þó af
krafti og niður með síðum á nýjan leik;
fætumir eins og skrúfa á trillu og brýt-
ur á þeim eins og steini í straumvatni.
Ekki veit ég hvort nokkur skilur þessa
sundlýsingu, en svona smaug ég blátt
vatnið með gusugangi. Eða þannig.
Smaug er kannski ekki rétta orðið. Lík-
lega alls ekki. Og ef til vill er þetta ekki
lýsing á sundi yfirleitt og kannski allra
sízt skriðsundi.
Jú, jú, Svenni Inga synti svona og
flaug yfir laugina, mér fannst hann
aldrei anda og lá við köfnun þegar ég
horfði á hann keppa. Svo komu Biggi
Guðjóns og Bjössi Áma Tobb og ekki
batnaði skriðsundið mitt við það.
Hvemig sem ég lá í þessu sundi fylltust
eyru mín sífellt af vatni svo að höfúð-
ið þrútnaði, og fram eftir kvöldi stóð
bunan út úr hausnum á mér, svo að
gripið sé til orðalags ffá þessum vatns-
ósa árum, því að daginn út og inn
dvöldum við í lauginni og engir tapp-
ar í eymm; svæfill og koddi vöknuðu á
kvöldin þegar hlustimar ræstu sig; það
var höfúðlausn mín fyrir svefhinn.
Á unglingsárum varð ég frábitinn
sundi, því að ffeknumar urðu mér allt í
einu svo þungbærar að ég vélaði
ömmu til þess að kaupa handa mér
ffeknukrem effir einhverri auglýsingu
og eyða svo þessum ófognuði. Ég varð
mér auk þess úti um sítrónur, því að
safinn úr þeim þótti árangursríkur til
þess að tortíma freknum, en sítrónur
voru þá miklum mun sjaldséðari á
Sauðárkróki heldur en kratar; fengust
einungis í kaupfélaginu þar sem kratar
voru ekki innanbúðarmenn. Ég þakti
öðm hverju kinnamar með agúrku-
sneiðum í sama tilgangi, en með grát-
lega litlum árangri; þykir enda lítið var-
ið í að eta þetta græna vatnsglundur
síðan. Þá skrópaði ég í sundi á sólbjört-
urn dögurn, því að ffeknur stækkuðu i
samræmi við gleði guðsaugans á
glampandi vatni.
En þrátt fyrir vatnsósa höfúð og
hremmingar i skriðsundi heima á Krók
á ég bjartar minningar úr þessu æsku-
og unglingsárasundi. Ég sé mig standa
i sturtu í búningsklefúnum gömlu niðri
- þar vom þijár sturtur og veggimir gul-
ir, en bláir stafir á vegg: Sápuþvoið lík-
amann nakinn ... - og ég finn enn heitt
vatnið á herðum og hrygg og horfi dá-
leiddur eftir straumnum ofan í niður-
fallið, því að drengir geta staðið með ó-
líkindum lengi undir regnbogalausu
vatnsfalli á höfúð, herðar, hné og tær.
Gott ef ég sofnaði ekki stundum stand-
andi, því að vatnsniður er svo svæfandi
og dreymdi þá stelpur undir sturtu hin-
um megin við vegginn og heyrði í þeim
skrækina...
ANGIAF ÞESSU SUNDI í minn-
ingunni er vitaskuld Norræna sund-
keppnin. Guðjón fékk Jóhannes Geir
listmálara til þess að mála mynd af
Drangey í bláum dulúðugum litum þar
sem hún mókir á sléttum sjó og hvatn-
ingin skrifúð í ljósum litum: Syndið
200 metrana. Þetta var lævislegt áróð-
ursbragð, því að Drangeyjarmyndin
hans Jóhannesar höfðaði mjög til þjóð-
emiskenndar Skagfirðinga sem er ekki
lítil, en einkum var þetta þó brýning
um að standa sig fyrir hönd héraðsins.
Grettir synti í land úr Drangey og sótti
eld. Hvað munar mig þá um að synda
200 m fyrir þjóðina? Norræna sund-
keppnin var beint framhald af sjálf-
stæðisbaráttunni; þjóðin sannaði mátt
sinn og megin við heimskautsbaug
með því að synda alveg þindarlaust í
snarpheitu vatni dag eftir dag sumar-
langt. Króksarar horfðu alveg fram hjá
þeirri staðreynd að Grettir var Hún-
vetningur. Takið 200 metrana! Það var
dagskipunin. Við syntum oft, öll ung-
menni sýslunnar, og hver öldungur á
eftir öðmm þrælaöi sér átta ferðir eftir
endilangri lauginni (8x25 m); jafhvel
menn sem vom þekktir að því að baða
sig ekki oftar en þeir máttu til. Mikið
má vera ef Króksarar vom ekki í fylk-
ingarbrjósti í keppni kaupstaðanna;
sundið var hátíðleg athöfn og þeir sem
mundu Hannes Hafstein eða Skúla
Thoroddsen munu hafa búið sig upp á
af þessu tilefni og gengið spariklæddir
til laugar fyrir þing og þjóð. Guðjón