Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 6
6FEYKIR 44/2001
Fjársjóður minninganna
Sú saga barst mér nýlega til
eyrna af tveimur mönnum, sem
voru samferða í Norðurleiðarrútu
á leið til Reykjavíkur. Annar var
háaldraður prestur, á leið sinni suð-
ur til að halda upp á stúdentsaf-
mæli sitt. Þeir tóku tal saman og
þegar þeir höfðu spjallað um stund
fór presturinn að tala um ástæðu
þess að hann væri á þessu ferða-
lagi suður yfir heiðar:
„Við sem tókum stúdentspróf
árið 1926, höfum hist 17. júní ár
hvert síðan,” og svo bætti hann við
til frekari fróðleiks að hann væri
nýorðinn 95 ára gamall.
Samferðamaðurinn varð nokk-
uð undrandi og spurði: „Þið eruð
þá líklega ekki margir eftir á lífi
eða hvað”?
„Onei, sei, sei, nei,” andvarpaði
gamli presturinn. „Síðastliðin
fimm ár hef ég verið sá eini, sem
hef mætt.”
Þegar við lesum þessa sögu þá
verðum við ef til vill steinhissa við
fyrstu sýn. Undrandi á því hvers
vegna gamli presturinn hélt áffam
að fara suður á endurfundina, þó
svo að stúdentssystkinin væru öll
fallin frá. En ef við þenkjum um
stund og lítum í eigin barm þá átt-
um við okkur á því að það gæti vel
verið að við myndum gera slíkt hið
sama, kinnroðalaust. Við getum
imyndað okkur spennuna og eftir-
væntinguna, sem magnast upp við
undirbúning og umstang fararinn-
ar. Presturinn veit sem er að það er
engan að hitta. Það er engan að
faðma og kyssa. Hins vegar er ferl-
ið hið sama og árin öll á undan.
Undirbúningurinn er hinn sami.
Skóhlífamar verða notaðar á
leiðinni í rútunni en þarf að taka
allt hitt saman. Það þarf að pakka
svörtu teinóttu jakkafötunum, ljós-
drappaðri spariskyrtunni, ljósbrúna
munstraða bindinu, svörtu spari-
skónum, skósvertunni og skóburst-
anum niður í gömlu harðspjalda
ferðatöskuna. Þangað fer einnig
skeggbursti með reynslu, skegg-
sápa og margnota silffuð rakvél á-
samt bláum pakka af rakvélablöð-
um. Allt eru þetta hlutir sem hafa
fýlgt eiganda sínum í gegnum tím-
ana tvenna. Allir eiga þeir sína
sögu. Þeir eru saga út af fyrir sig.
A bak við þá eru minningar. Að
handljatla þá vekur upp minning-
ar. Minningar um góða daga.
Minningar um góða félaga, sem
nú eru gengnir. Dagamir og félag-
arnir einkenndust af áhyggjuleysi
og bjartsýni á komandi tíð. Stund-
irnar streyma í gegnum hugann
hver af annarri. Presturinn sér líf
sitt sem svip og hugsar með sér: „-
Þetta var blómaskeið lífs míns.”
Á aðventu, í undirbúningi jól-
anna þegar við væntum komu
Drottins, og ekki síst á jólunum
sjálfum, þá leyfum við okkur að
hugsa til baka. Við leyfúm okkur
að minnast. í það minnsta þeir sem
komnir em á fúllorðinsár. Við flett-
um í fjársjóði minninganna og riíj-
um upp allt sem tengdist jólunum
í okkar uppvexti og æsku. Til eru
þeir sem minnast með trega sinna
jóla vegna vandamála í eigin ranni
og fjölskyldu. Hins vegar em, sem
betur fer, miklu fleiri, sem eiga
bjartar, góðar og hlýjar minningar
ffá sínum bemskujólum. Minnast
þess að hafa glaðst yfir litlu. Gjaf-
imar smáar og raunar ekki aðalat-
riðið, heldur hitt að hvíla í samein-
uðum fjölskyldufaðmi. Fölskva-
laus og innileg gleði yfir því að fá
pabba heim af sjónurn eða úr lang-
ferð, mömmu heim úr vinnu eða
systkini heim úr skóla eða vinnu.
Þá var heimilið loksins orðinn sá
staður, sem það á að vera. Griða-
staður fjölskyldunnar. Staður þar
sem málefnin eru rædd, en þau
geta varðað annað hvort gleði eða
sorg og allt þar á milli. Mestu máli
skiptir þó að ræða málin, og þá sér-
staklega vandamálin, í einlægni og
af skilningi.
Á þessum jólum, þegar við lít-
um í anda liðna tíð, þá verðum við
að muna eftir að horfa ffam á veg-
inn um leið. Við megum ekki
gleyma því að þau böm, sem nú
eru að upplifa sín æskujól, ein af
öðrum, em að safna í minninga-
bmnninn. Ur þessum bmnni munu
þau byrja að ausa effir nokkur ár
og úr honum verður ausið svo
lengi sem ævin endist og lífsandi
bærist í brjósti. Þvi skiptir máli að
þær minningar sem safnast saman
í þennan brunn einkennist af hlýju
og birtu. Það þýðir samt ekki að
við þurfúm að stmnsa eins og vit-
firrtar verur á milli verslananna í
leit að dýru glingri, sem fullnægir
öllum glysþörfum bamsins.
Hins vegar eigum við að láta
barnið vita sannleikann á bak við
jólagleðina. Við eigum að láta það
vita að jólin eiga ekki að vera hátíð
óhófsins. Jólin eru fæðingarhátíð
ffelsarans Jesú Krists, þess manns
sem birti okkur Guð og er Guð.
Hans boðskapur til okkar var og er
að við létum kærleikann vera í
fyrsta, öðru og þriðja sæti. Við
verðum að byrja í eigin ranni og
leggja áherslu á að sýna börnum
okkar ást og virðingu um leið og
við kennum þeim aga og aðhald.
Þetta gerum við í góðri trú og í
þeirri von að bamið taki þetta
veganesti með sér út í lífið þegar
ffam líða stundir. Þetta gerist ekki
nema barnið finni í fjölskyldunni
traustan og sannan faðm. Faðm
sem umvefur og elskar og veitir
skjól og hlýju. Faðm þar sem
skiptir máli að vera til hvert fyrir
annað og hvert með öðru. Faðm
þar sem máltækið „sælla er að
gefa en þiggja” er haft yfir í orði
og virkjað í verki.
Með þessu móti verða minning-
ar barnsins ljúfar og fallegar. Þá
verða þær sannarlega þess virði að
rifja þær upp og ylja sér við, hvort
sem maður er í hóp eða einn með
sjálfúm sér, eins og gamli prestur-
inn sem sagt var lfá í upphafi.
Guð gefi ykkur öllum gæfuríka
aðventu, gleðileg jól og farsælt
komandi ár.
Magnús Magmisson
sóknarprestur á Skagaströnd.
Sendum viðskiptavinum okkar
bestu kveðjur um
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu
Óskum viðskiptavinum okkar
c Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Þökkum viðskiptin
á liðnu ári
mwwm m wjywmwÁH