Feykir


Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 15

Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 15
44/2001 FEYKIR 15 Sölvi á góðum sumardegi í garðinum heima á Skaglirðingabraut 15. stjómaði þessu öllu. í hvítum klossum á steyptum laugarbarmi. Líklega hafa samt ákveðnir sjálfstæðismenn kosið að synda 200 metrana í sundlauginni í Varmahlíð eða á Akureyri af pólitísk- um ástæðum. Pólitíkin er svo mögnuð þar sem andstæðumar em kaupfélagið og bakaríið. Jafnvel ósyndir menn náðu landi eftir 200 m, allra flokka menn; að minnsta kosti er ekki í ffásögur fært að nokkur hafi drukknað; og hver einasti kommi að undanskildum Skafta Magnússyni sinnti þjóðernisköllun sinni; Skaffi mátti ekki vera að því vegna þess að hann var að steypa múr- steina og þess á milli að agitera fyrir flokkinn; hógvær bóndasonur úr sveit- inni, stálgreindur maður og þeim mun fastari fyrir sem steinarnir hans voru lausir í hleðslu; ógleymanlegur mér sem einungis kynntist honum sem lítill drengur á leið inn í Áka til að krækja í olíublautan tvist og kveikja bál í fjör- unni; hann var svo glaðlegur til augn- anna Skafti og með þessa miklu barta sem krulluðust framan við eyrun og einlægt með góðlátlegt bros á vörum; líklega alveg ósyndur. ENN FER ÉG í LAUGINA þegar ég kem heim á Krók, en núorðið syndi ég lítið. Mér finnst svo makindalegt að sitja í pottunum og láta loftstrauma vatnsnudda á mér liðamót og vöðva. Þessir pottar voru ekki til þegar ég var snoðaður á vori og daglega í sundi, en þeir eru tandurhreinir og taka mjúklega móti hvítum skrifstofubúkum sem fljóta Ietilega þrátt fyrir sívaxandi þyngd og ummál. Sundlaugin heima er hreinasta laug á landinu, og vatnið neðan úr Borgar- mýrum er blárra en öll blá lón saman- lögð. Og standi ég upp í pottunum góðu til þess að kæla mig örlítið og horfa yfir laugina sé ég höfuð mitt í himinbláma minninganna, en það er siður en svo mikill þokki yfir vatns- hreyfingum mínum. Kári Steins er kominn á bakkann í staðinn fyrir Guð- jón og ekki síður glaðlegur og glettinn. Alls konar fólk í lauginni. Óþekkt höf- uð koma upp úr vatninu í bland við kunnugleg andlit. Njólinn og fjárhúsin við Flæðamar horfin, en fura og greni í Nöfunum gleðja augað; þama voru malarskriður á sokkabandsárum mín- um. Og sem ég stend i pottinum og strýk á mér hnakkann þá hugsa ég sem svo: Ég hef verið selur í fyrra lifi og synt yfir mig og fæðzt í andhverfu mína. Að minnsta kosti geta selir synt og kafað án þess að höfuð þeirra fyllist af sjó. - Fólk í heitum pottum hugsar svo þokulega. INTERMEZZÓ ER EINS KONAR HVILD í tónverki, millispil til þess að hugurinn geti safnað í kimur sínar því sem á undan er leikið og eymn skili há- punkti listarinnar með áhrifaríkum hætti til heilans. Nú er ég að rifja upp sundiðkan mína, og standa þar tveir at- burðir upp úr þokunni. Hinn fyrri er intennezzó, af því að hann er Ijær í minningunni og senn kemur loka- punktur. Veturinn 1966-7 var ég ungur og snoðinn uin vanga, og ég man ekkert eftir veðri og vindi, af því að ég var seztur í Menntaskólann á Akureyri og bjó i heimavist á Hótel Varðborg undir vökulu auga Amfinns Arnfinnssonar stórtemplara norðanmanna. Það er nú til frásagnar að við áttum að sýna hon- um Hermanni Stefánssyni hetjutenór og leikfimikennara að við gætum synt. Við sátum Skagfirðingar í 3b eins og það hét, strákar utan af landi (þ.e. ekki frá Akureyri) sem bjuggu á vistinni. Þama vomm við Snorri Bjöm Sigurðs- son síðasti bæjarstjóri á Sauðárkróki, Ólafur Ingimarsson læknir, Bessi Gíslason lyfjaffæðingur, Jón Júlíusson sagnfræðingur sem seint verður full- numa í Uppsölum og kann þó meira en páfinn og gleymir engu, svo ég nefni nú einungis sveitunga mína í þessum bekk. Ég man þetta ekki gjörla, en vetrar- part vorum við i innilauginni á Akur- eyri að sýna honum Hermanni hvað við fleyttum okkur vel. Nú er þar ffá að segja að við áttum að synda á skriði eftir lauginni endilangri og til baka; mun það ekki hafa verið ýkja langt. Við Snorri Bjöm syntum hlið við hlið, og ég man eins og gerzt hafi í gær hvernig vatnið rann inn í eyrun þegar ég reyndi að halla mér eins og Svenni Inga til þess að anda. Ég veit ekki bet- ur en Snorri Björn sé skapaður með sams konar eyru og ég. Jafnt var á komið með okkur þegar við snertum bakka eftir um það bil 32 metra skrið- sund. Okkur lá báðum við köfnun, vatnið rann út um eyrun eins og úr gos- brunni í takt við hjartsláttinn, augun eins og í dauðum sel, en Hermann stóð með silfrað hár og hvítt um hálsinn uppi á bakkanum, hendur á mjöðmum, klóraði sér svo allt í einu bak við eyra og rak okkur fyrirvaralaust til búnings- herbergja fyrir flflalæti. Fyrir fíflalæti á sundinu. Ég man ekki betur en við stæðum mjög þögul- ir undir heitri sturtu meðan líkaminn tók á sig lit og lögun eftir kalda laug og skelfilegt sund með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. En ég gleymi því ekki fyrr en lokið skellur á kistunni hvað okkur félögum kom þessi brottrekstur á óvart, því að báðir syntum við eins og bezt kunnum og gátum. Lífið er svo ó- vænt stundum. Siðan hef ég aldrei reynt að synda skriðsund. Frá sundkeppni í Sundlaug Sauðárkróks á liðnu vori, Sendum starfsfólki og viðskiptavinum okkar fjær og nær bestu jóla- og nýársóskir <ISK FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.