Feykir


Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 16

Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 16
16 FEYKIR 44/2001 „Þegar maður er friskur og allir vilja fyrir mann gera, þá er ekki annað betra” Spjallað við Kristínu Ólafsdóttur um lífið og jólin í Fljótunum fvrir tæpum 100 árum Þótt meðalævi íslendings hafi verið að lengjast á síðustu tímum og þeim fari fjölgandi sem ná hundrað ára aldri, er fágætt að hitta fólk á þessum aldri sem er svo vel emt að það geti sagt alveg hispurs- laust írá hlutnum eins og þeir voru fyrir tæpum hundrað árum. Það er gaman að hitta svoleiðis fólk, fyrir þá sem er eru forvitnir um hvemig líf það var sem forfeðumir lifðu. Ég ffétti af því að á Akureyri væri kona sem alist hefði upp hjá langafa mín- um og langaömmu á Steinhóli í Fljótum. Föðurbróðir minn heitinn, Guðbrandur Frímannsson á Sauð- árkróki, hafði heimsótt hana fyrir nokkrum árum og sagði að ég ætti endilega að heimsækja gömlu kon- una og helst taka við hana viðtal. Hún heitir Kristín A. Ólafsdóttir og í nokkur skipti á síðustu misser- um hefur hún verið í viðtali í út- varpi. Það þykir tíðindum sæta að í sama húsinu í Aðalstrætinu á Akur- eyri skuli búa tvær konur báðar orðnar eitthundrað ára og báðar vel ernar ennþá. Kristín varð 100 ára í júlí sl. Ég heimsótti hana reyndar fyrir tveimur árum og fannst ansi merkilegt að hitta þarna konu sem ólst upp hjá langafa mínurn, sem dó fyrir 80 árum, en hann var einn margra sem fórust með hákarla- skipinu Maríönnu. Ég varð undr- andi að sjá hvað svo fullorðin manneskja og Kristín var vel á sig komin ennþá og lífsglöð. Einhvem veginn hefði maður haldið að svo fullorðið fólk væri búið að fá nóg af lífinu. Það varð svo sem ekki mik- ið úr því að ég tæki við hana viðtal, enda þá ekki fyrir löngu búið að birtast við hana viðtal í blaðinu Degi. Kristján Sigurjónsson frétta- maður á Útvarpi Norðurlands hafði líka spjallað við hana á jólafostunni árið áður, svona nokkurs konar jólaviðtal. Ég hugsaði mér að nýta þetta viðtal og Kristján gaf mér fulla heimild til þess þegar ég leit- aði eftir því. Hér á eftir birtast því glefsur úr þessu viðtali, en þess má geta að ég sló á þráðinn til Kristín- ar nú á dögunum og reyndar einnig til sonar hennar séra Arngríms Jónssonar fyrrverandi sóknarprests í Háteigskirkju, þar áður í Odda. Kristín er ennþá vel ern og skraf- hrifin þó komin sé talsvert á fyrsta árið á nýrri öld. Kristján Sigurjónsson byrjaði við- talið á því að segja að Kristín hafi búið í Aðalstrætinu síðan á þriðja áratug þessarar (síðustu) aldar. Kristín hefur fótavist, minnið er gott, heym ágæt en sjón lítillega farin að daprast. Kristín man tímana tvenna, enda upplifað ó- trúlegar breytingar í íslensku samfélagi á ævi sinni. „Ég kem úr Fljótum, er fædd þar og kom 13 ára til Siglufjarðar og er þar þangað til 1919, þá fer ég til Akureyrar og hef verið þar síðan.” Þú ert til 13 ára aldurs í Fljótum, hjá hveijum elst þú upp þar? „Það var hjá Guðbrandi Jónssyni og Sveinsínu Sigurðardóttir í Steinhóli í Flókadal. Þangað kom ég kornung, en ólst ekki upp hjá foreldrum mínum lýrr en ég kom 13 ára til þeirra.” Hvernig stóð á þvi að þú ólst ekki upp hjá þeim? „Það var vegna þess að móðir mín veiktist svo mikið og hafði tvö börn fyrir, að það var ekki hægt að hafa þriðja bamið heima, vegna þess að það var enginn til að hugsa um svona mik- ið, svo að ég var innlyksa hjá þessum hjónum í Steinhóli.” Og áttir þú góða æsku? „Já þetta var afskaplega gott fólk, ég minnist þess á meðan ég dreg andann. Það urðu mjög rnikil viðbrigði þegar ég var tekin frá þeim. Ég ætlaði aldrei að geta áttað mig á því, mér fannst allt svo ókunnugt. Ég þekkti litið foreldra mína og systkinin ekki neitt. Þetta er mjög erfitt fyrir unglinga að fara burtu frá foreldrum sínum og koma svo hálfstálpuð heim aftur.” En jafnaðir þú þig á þessu? „Ja ég fékk nú að fara einu sinni vestur til þeirra i Steinhóli og ég hugs- aði mér að ég skyldi ekki fara til baka, en svo varð nú úr að ég var bara sótt og varð svo að sætta mig við hitt, ekki svo að ég hefði það ekki gott hjá þessu fólki, það var langt frá því. Ég þurfti ekki að forðast það, en þetta voru svo mikil viðbrigði og vonandi að öll böm geti aldist upp með systkininum sínum. Þótt fátækt sé, þá er það betra.” - Ef þú berð saman þessi uppvaxtar- árþín við lífsskilyrði fólks í dag hvem- ig er sá samanburður? „Mér finnst það svo ólíkt. Mér finnst látið allt of mikið eftir bömum nú til dags, ekki hugsað nógu vel um þau og þau ekki alin nógu vel upp, svo- leiðis að sýna þeim fram á lífið.” Var mikil fátækt? „Já það var mjög mikil fátækt, en það var samt þannig hjá þessum fóstur- foreldrum mínum að það var eins og allt væri hægt, þrátt fyrir þessi óskap- legu þrengsli og fátækt, að það var alltaf hægt að taka böm.” Geturðu sagt okkur frá jólahaldinu á þessum tíma? „Jólin voru svoleiðis hjá fósturfor- eldrum minum, að það var kannski bakað eitthvað á Þorláksdag og svo var þetta venjulegt. Aðfangadagskvöld eins og venjulega, það var lesið guðs- orð og sungið, því fóstra mín hafði svo falleg hljóð. Hún söng sálmana og það var þá tekið undir þeir sem gátu. Ja mikil ósköp, það var friður og ró, eng- inn hasar á neinum. Á jóladag var þá reynt að fara til kirkju á Barði. Þar var séra Jónmundur og það var þeirra vina- fólk svo mikið og það sendi alltaf á þetta heimili ýmislegt af brauði. Þetta var mikið gæðafólk.” Var mikið um jólaskreytingar og gjafir? „Engar skreytingar, þá kerti aðal- lega, gjafir voru ekki til, og eins á Siglufirði, ég man ekki eftir neinum gjöfúm. Það getur hafa verið hjá þeim sem höfðu efni, en við þekktum það ekki. Það var bara lagt upp úr því að allir væm hreinir og allt hreint í kring.” Var einhver sérstakur hátíðismaður á aðfangadagskvöld? „Ekki á mínu heimili. Það var bara borðaðurþessi jólagrautur sem kallað- ur var yfir daginn. Síðan var að kvöld- inu þegar komið var úr kirkju, drukk- ið súkkúlaði og kaffi og þá með það sem til var. Á jóladag var hangikjöt og kannski soðið brauð eða eitthvað svoleiðis, ekki laufabrauð, það fannst ekki. Nei, það sást ekki jólatré, það var bara kerti þeir sem gátu fengið sér þau.” En var þetta hátíðleg stund, fúnduð þið fyrir því krakkarnir? „Já já, því við þurftum að vera stein- þegjandi og sitja og hlusta, það var upp á lagt. Það þurfti að aga bömin þar sem vom mörg böm, uss já já.” En hvemig finnst þér núna þar sem em jólaljós í hvetjum glugga og skreyt- ingar hvert sem litið er? „Já mér finnst það heldur snemmt, en þetta er ósköp fallegt, óskaplega fal- lega skreytt út í bænum, yndislegt.” Nú fjölgar óskaplega í þeim hópi ís- lendinga sem ná háum aldri. Nú er að koma fjölmenn kynslóð eldri borgara, er nógu vel staðið að því að sá hópur hafi það nógu gott? „Mér finnst vera farið mjög vel með gamalt fólk, mjög vel. Ég veit

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.