Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 2
Enn um Heilsu- gssluna LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON Iörgum bæjarbúum er létt þessa dagana. Læknar og starfsfólk heilsugæslunnar hafa dregið uppsagnir sínar til baka að minnsta kosti tímabundið. Komið hefur verið í veg fyrir að ófremdarástand skapaðist hér í bæn- um á þjónustusviði heilsugæslunnar, því Ijóst er að mikil eftirsjá hefði verið í hæfu starfsfólki heilsugæslunn- ar hér í bænum og augljóst öllum þeim sem vilja sjá hlutina í réttu Ijósi að erfitt hefði verið að manna lausar stöð- ur ef uppsagnirnar hefðu tekið gildi, því fagfélög hefðu komið í veg fyrir ráðningar í þessar lausu stöður. Til þess að þetta mætti verða gekk mikið á.Vilji bæjarbúa kom glögglega í Ijós í þeim fjölda undirskrifta sem heil- brigðisráðherra voru afhentar, en meira en 2000 bæjarbúar vildu að sú lausn fengist að læknarnir og starfsfólk heilsu- gæslunnar héldu áfram störfum og fengju vinnufrið.Að sögn var ekki gengið með undirskriftarlistana í hús heldur lágu þeir aðeins frammi í búðum og bensínstöðvum hér í bæ. Má því leiða að því líkum að stuðningur við starfsfólk heilsugærslunnar hafi verið enn víðtækari. í leiðara fyrsta tölublaðs Mosfellsfrétta á þessu ári koma fram alvarlegar ásakanir af hálfu formanns stjórnar heilsu- gæslunnar í garð ritsjóra Mosfellsblaðsins. Þar er því haldið fram að tilgangur skrifa Mosfellsblaðsins af málinu sé að svipta formann heilsugæslunnar mannorðinu og að tilgangurinn sé að „hengja“ einhvern opinberlega. Þá segir í leið- aranum : „í því sambandi er sérstök áhersla lögð á að koma undirrituðum í gapastokkinn. Hér eru hagsmunir Heilsu- gæslunnar ekki hafðir í huga heldur verið að gera málið pólitískt og sviðsetja í því sambandi leikrit sem Ijúka á með dauðadómi". Þetta er það alvarlegar ásakanir að ekki er stætt á öðru en að þeim sé svarað. Stjórnarformanni til upp- lýsingar skal á það bent að Mosfellsblaðið fjallaði ekki um þetta mál fyrr en um það hafði verið fjallað í útvarpi og í DV, þar sem ýmislegt athyglivert kom fram. M.a. lýsti stjórnarformaðurinn því yfir í DV að alltaf mætti fá aðra lækna. Um þetta gat undirritaður í leiðara vegna þess að þetta sýnir ekki vott um að stjórnarformaðurinn vilji leysa málið þannig að læknarnir megi vel við una. Þessi yfirlýsing stjórnarformannsins segir í raun allt sem segja þarf um það hvernig hann vildi leysa málið. Þá er rétt að benda stjórnarformanninum á að ritstjórar Mosfellsblaðsins eru ekki að- ilar að þessu máli heldur hann sjálfur ef hann skyldi hafa gleymt því. Það er Ijóst að mál þetta hefur átt langan að- draganda sem endar með uppsögnum fýrir jól. Á þetta er bent í Mosfellsblaðinu og blaðið spyr hvers vegna Bæjar- stjórn Mosfellsbæjar hafi ekki gripið fýrr inn í málið sem hún vissulega hefði átt að gera. Kannski var það vegna sko- rts á upplýsingasteymi frá stjórnarformanni til bæjarstjórnar. Það að saka aðra um mannorðsmorð er alvarlegur hlutur, sérstaklega ef haft er í huga að ritstjórar Mosfellsblaðs- ins eru ekki aðilar að þessari deilu, heldur fjölluðu þeir aðeins um hana eftir að hún kom upp. Umfjöllun blaðsins var ítarleg og virðist niðurstaða hennar hafa farið fyrir brjóstið á stjórnarformanninum, sem telur að verið sé að gera málið pólitískt. Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Kjarni málsins var og er að meirihluti bæjarbúa vill halda í starfsfólk heilsugæslunnar hvað sem viðkemur einhverjum innri deilum. Stjórnarformaður sem ekki sér þetta eða skilur er blindur. Það er hann sjálfur sem er að reyna að gera málið pólitískt sem það er ekki. Hann er því sjálfur að grafa sína eigin gröf. Þar þarf enga aðra til, enda verður það aldrei tilgangur Mosfellsblaðsins að eyðileggja mannorð manna. Undirritaður var ritstjóri Mosfellsfrétta í 8 ár og var aldrei á þeim tíma sakaður um mannorðsmorð. Mos- fellsblaðið getur hins vegar ekki komið í veg fyrir það sem menn gera sér sjálfir. Lágafellskirkja 110 ára Við guðsþjónustu í Lágafellskirkju þann 21. febrú- ar var minnst 110 ára afmælis kirkjunnar í konungsbréfi frá árinu 1774 var skipað að setja kirkju að Lágafelli og leggja þangað Mosfells - og Gufunessóknir en sú tilskipun var afturkölluð tveim- ur árum síðar. Magnús Stephensen, þá nýorðinn landshöfðingi gaf út tilskipun í september árið 1886 að Mosfells- og Gufunessóknir skuli sameinaðar, - kirkj- ur þessara staða skuli niður teknar og ný kirkja reist að Lágafelli. I Góubyrjun 1889 er ný kirkja risin að Lágafelli og vígð á konudaginn, sem þá bar upp á 24. febrúar. Arið 1931 var kirkjan endursmíðuð að hluta og meðal ann- ars settur á hana nýr tum eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara og árið 1956 var kirkju- nýtt blað, Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 89-20042, fax 566 6875 Augl.: Ólöf Björk Björnsdóttir s. 698 8338 íþróttir: Pétur Berg Matthíasson Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 3. tbl. 1999 - 2. árgangur skipið lengt um þijá metra og byggt við hana nýr kór og skrúðhús. Vígsluárið vom íbúar sóknarinnar 403 og bjuggu á 53 heimilum. I dag er íbúafjöldi sóknarinnar 5.612. Á 90 ára afmæli kirkjunnar árið 1979 var hafist handa um gagngerar breytingar og lagfær- ingar, - kirkjan var þá klædd innan massív- um viði og settir í hana kirkjubekkir sem síðar vom ból- straðir. Hafist var handa við byggingu nýs skrúðhúss árið 1989 á hundrað ára af- mæli kirkjunnar og var það formlega tekið í notkun á páskadag 1990. Þar má koma fyrir 50 sætum við stærri athafnir. Miklar endurbætur hafa verið gerðar síðustu árin. Skipt var um gluyga og gler árið 1990. Arið 1991 var lögð ný upp- hituð stétt við kirkjuna og áhaldageymsla byggð við vesturgafl hennar undir stétt við framdyr. Það ár var kirkjan einnig máluð utan. Nýtt gólf var sett í hana árið 1992 og hvelfing máluð og málning lagfærð víðar um kirkjuna. Þann 13. desember sama ár var vígt nýtt 14 radda pípuorgel, sem smíðað var á orgelverkstæði Björgvins Tómassonar. Lágafellskirkja er einhver fegursti helgidómur í landinu, það er margra mál og álit. Hún ber aldurinn vel og mætir framtíðinni sem fallegt, vel búið og glæsilegt guðshús. Hún er að sönnu bam síns tíma og stærð hennar setur stómm söfnuði nokkra kosti. En þó söfnuður Lágafellssóknar hljóti á komandi tíð að reisa sér nýjan og stærri helgidóm hér í byggðinni þá verð- ur Lágafellskirkja um ókomna framtíð lifandi helgi- dómur með alla þá þjónustu og helgihald sem áform- að er og kallað er eftir. Þessi Ijósmynd var tekin við útför Helgu Magnúsdóttur frá Blikastöðum þann 8. mars 1999 og er af kistu hennar í kór Lágafellskirkju. Ljósmyndin birtist hér með góðfúslegu leyfi Sigsteins Pálssonar, eftirlifandi eiginmanns Helgu og barna þeirra. e Mosfellsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.