Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 6
Tri Star þota Atlanta á flugvelli við Iguazu fossa í Suður Ameríku. Ama og Linda á hinum afskekktu Páskaeyjum í Kyrrahafi. Ama Gerður Bang, 25 ára stúlka úr Mosfellsbæ, gæti verið spegilmynd starfsmanns hjá Atlanta. Hún hóf störf hjá flugfélaginu í janúar 1997 sem flug- freyja. Hún talar 5 tungumál utan móðurmáls, dönsku, sænsku, ítölsku, frönsku og ensku. Atlanta leigir Caledonian flugfélaginu í Bret- landi Tri Star þotu. Þotan fékk sérstakt verk- efni 1998 að flytja sænska bingólottóvinnings- hafa í heimsreisu. Ama var ein af þeim sem valin var í verkefnið sem flugfreyja og fylgja hér ljósmyndir úr þessari ævintýraför hennar. Leiðin lá frá Gautaborg í Svíþjóð til Amman í Jórdaníu, Phuket í Thailandi, Sydney í Ástr- alíu, Thaiti í Kyrrahafi, Páskaeyja, Santiago í Chile, Rio De Janeiro í Brasilíu, skipt um áhöfn á Kanaríeyj- um og Svíar enduðu heima í Gautaborg, reynslunni ríkari. Ama Bang og Oddný Ambjömsdóttir, einnig blómarós úr Mosfellsbœnum, ífullum „herskrúða" í Saudi Arabíu 1997. Sumarstörf Mosfellsbær auglýsir eftirtalin sumarstörf laus til umsóknar: í Vinnuskóla Mosfellsbæjar: Störf yfirflokksstjóra, flokksstjóra og starfsmanns í umhverfis- fræðslu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og reynslu af almennum ræktunarstörfum. Æskilegt er að starfsmaður í um- hverfisfræðslu hafi líffræðimenntun eða almenna kennaramennt- un. Nánari upplýsingar veitir Edda Davíðsdóttir í síma 566 6058. í aarðvrkjudeild: Störf verkstjóra með reynslu af stjórnun, ásamt góðri almennri menntun, og störf verkamanna til almennra garðyrkjustarfa. Nánari upplýsingar veitir garðyrkjustjóri í síma 525 6700, virka daga milli kl. 11:00-12:00. Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf liggja frammi í af- greiðslu bæjarskrifstofu á jarðhæð Þverholts 2. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri eða verða 18 ára á árinu. Umsóknarfrestur er til 17. apríl nk. Mosfellsbæ, 22. mars 1999, Garðyrkjustjórinn í Mosfellsbæ. I heimsókn hjá innfœddum ífjallaþorpi í Jc innanstokksmunir hússins voru vifta og sjó, Ama i góðum fé- lagsskap kengúru í Astralíu, kengúran klappar Ömu á hand- legginn. Ifílaferð í Thailandi, f.v. Linda, Sig tryggur, Ama og Gísli. Ama í skoðunatferð um hinar merku borgarrústir I o Hlogfcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.