Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 3
c k_y unnudaginn 28. febrúar s.l. veitti Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra Jóni M. Guðmundssyni og konu hans, Málfríði Bjarnadóttur að Reykj- um í Mosfellsbæ Landbúnaðar- verðlaunin árið 1999. Þetta gerð- ist á Búnaðarþingi og fengu hjónin þennan virðingarvott fyrir myndarlegan frumherja- búskap og fyrir foringjastörf Jóns í félagsmálum, síðan ekki síst fyrir að halda uppi reisn bænda og búskapar í jaðri ört vaxandi þéttbýlis og vera virtir tengiliðir milli sveitamenningar og aðfluttra í nýtt þéttbýli. Hjónin Málfríður Bjamadóttir og Jón M. Guðmundsson. að Reykjum í Mosfellssveit Fyrstu kynni Málfríður ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Flensborg, hún mundi eftir unga mannirium frá Reykjum í Mosfells- sveit þar, en hann vissi aldrei af henni í sinni skólagöngu í Flensborg, enda varla von, þar sem hún var 11 ára í 1. bekk og hann í 3. bekk. - Síðar hittust þau og kynntust, trúlofuðu sig árið 1951 og giftust 26. október sama ár og þá fluttist hún til hans að Reykjum. Þau eignuðust fimm böm og eiga sautján bamaböm. Hún er menntuð lyfjafræð- ingur frá háskóla í Kaupmannahöfn, en hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri og tók síðan framhalds- nám í háskóla í Bandaríkjunum árin 1945 til 1947. Bylting í búskaparhátt- um Jón tók við búskap að Reykjum 1947 og eignaðist allan reksturinn 1961. Árið 1960 fór hann í söngferðalag með Karlakór Reykjavíkur til Bandaríkj- anna og Kanada. Hann varð eftir í Bandaríkjunum og þáði boð Banda- ríkjastjómar um framhaldsnám í fugla- rækt sér að kostnaðarlausu. - Á þeim tíma borðuðu íslendingar ekki hænsna- kjöt og höfðu hænsnin aðeins til varps. Er heim kom hófst undirbúningur við að byggja útungunarstöð , sláturhús og hús til uppeldis fyrir kjúklinga. Hann fékk til þess lán hjá Framkvæmda- banka Islands, hjá Benjamín Eiríks- syni, sem hafði trú á þessu. - Þar með fór af stað fyrsta uppeldisstöð fyrir holdakjúklinga á Islandi og var þetta mesti viðburðurinn í sögu Reykjabús- ins, þegar framleiðsla hófst á holda- kjúklingum 1961 af sérstöku kjötkyni, sem verpti lítið en safnaði holdum. Reykjabúið er eina búið á Islandi sem náð hefur vemlegum og frábæmm ár- angri í kalkúnarækt hér á landi. - Búið hóf kalkúnaeldið í smáum stíl árið 1950, eldi og sala jókst verulega 1970 og enn betur 1980, en nú er framleiðsl- an 100 tonn á ári og þessi gæðafram- leiðsla hefur staðist allar innlendar og erlendar kröfur. Markaðssetningin Aðalvandinn var að markaðssetja vöm, sem var nánast óþekkt á íslandi. Til að ná fótfestu fékk Jón vini sína, ýmsa kaupmenn til að hafa þetta á boðstólum. Ötulastir manna vom Þor- valdur Guðmundsson í Sfld og Fisk, sem var duglegur við að kaupa og dreifa, en hinn var sr. Halldór Gröndal, sem þá var veitingastjóri í Nausti. Hann auglýsti upp "körfukjúkling"sem náði miklum vinsældum. Sala á kjúklingum jókst vemlega og þessi matvara náði fótfestu á markaði lands- manna. Stórt heimili Gegn um tíðina vom flestir starfs- menn búsins í húsnæði og fæði að Reykjum, þannig að Málfríður hafði í mat oft frá 12 til 20 manns. Má því rétt ímynda sér álagið á húsfreyjunni á Reykjum, sem sá um sín fímm böm og vinsælan bónda, sem starfaði að sveit- arstjómarmálum með öllu öðm og síðan hafði hún heilt mötuneyti þar ofaná, en Málfríður vann einnig um tíðina í apó- teki, enda menntuð til þeirra starfa. Málfríður hefur lagt hönd á plóginn svo um hefur munað við uppbyggingu og framgang búsins að Reykjum. Tveir synir þeirra Málfríðar og Jóns hafa stýrt búinu síðustu fimm árin, þeir Guðmundur og Jón Magnús, báðir há- skólagengnir, annar í Skotlandi en hinn í Bandaríkjunum og ferst þeim vel úr hendi búreksturinn. Með þess- um orðum em kvödd að sinni sæmdar- hjónin að Reykjum í Mosfellssveit. A myndinni mú sjú nýja hönnun ú kafteins- slólum eða skipherrastólum, enda einn skipstjóri búinn að kaupa fyrsta stólinn. Vörusýning í Iijama Vömsýning frá Húsgagnavinnu- stofunni ehf., Álafossvegi 18c, var opnuð í Kjama þann 18. mars s.l. og verður til mánaðamóta. Eftir það tekur hún þátt í Handverks- og hönnunarsýningu sem verður í Laugardalshöll þann 22. - 25. apríl n.k.. Einnig er rætt um að fara í nær- liggjandi byggðarlög með þessa sýningu. Eigendur eru Aðalsteinn Sigurgeirsson, Lea Bjömsdóttir og Guðrún Haraldsdóttir. llndirskriflir aflientar heilbrigðisráð- herra Þann 24. febrúar s.l.var Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðheira, afhentar yfir 2000 undirskriftir til stuðnings lækn- um og starfsfólki Heilsugæslu Mosfells- umdæmis. Allmargt fólk var viðstatt þessa athöfn ásamt sjónvarps- og blaða- mönnum. Á myndinni er Berglind Hilm- arsdóttir fyrir hönd undirbúningsnefndar að afhenda heilbrigðisráðherra undir- skriftimar í heilbrigðisráðuneytinu. Mosfcllsblaðið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.