Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 9

Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 9
Innan félagsmiðstöðvarinnar Bólsins er hópur ungra krakka sem kalla sig Gríslingamir og er það leiklistarhópur. Fréttafulltrúa Mosfellsblaðsins var boð- ið á frumsýningu verks þeirra sem þau kalla „Hanskinn á gólfinu“. Leikstjóri og höfundur verksins, ásamt Gríslingunum, er Halla Gunnarsdóttir sem hefur frá unga aldri, og er nú ekki gömul, verið með ann- an fótinn í leiklistinni. Leikritið er frum- samið og eins og segir í ávarpi leikstjóra „...og loksins set ég á svið mitt fyrsta verk.“, og það skal tekið fram að leikstjór- inn er einungis 19 ára gömul stúlka hér í Mosfellsbæ. Höllu hefur tekist vel upp með að koma öllum krökkunum í hlutverk og gaman á sjá hvað persónumar skila sér vel frá hverjum og einum leikara. I verk- inu em t.d. fullorðnir menn, pæjumar, námshesturinn, h o m m i n n , stefnumóta- línu-fólkið og ileiri og fleiri. Leikritið ger- ist á kaffihúsi og þar koma að miklu leiti fastagestir, sögumaður fylgir hverri persónu eftir að hún kemur fram og tal- ar í ljóðrænu formi sem setur skemmtilegan svip og brýtur upp verkið. Alveg er ég viss um að fleiri verk eiga eftir að sjást á íjölum Mosfellsbæjar og víðar eftir þessa snjöllu stúlku og ráðlegg ég öllum að sjá Hanskann á gólfinu. ÓlöfBjörk Bjömsdóttir. Fjölskyldutímar í íþróttahúsinu Nú em afstaðnir skipulagðir fjölskyldutímar í íþróttahúsinu frá 1.-6. bekkjar Varmárskóla. Tókst þetta með ágætum en hefðum við viljað sjá fleiri foreldra og nemendur hverrar bekkjardeildar og þá sérstaklega síðastliðinn laugardag með 6. bekk. Notaður var nýi salurinn og fengu krakkamir ásamt sínum fjölskyldum og vin- um að spreyta sig í flestum þeim íþróttum sem hægt er að finna. Þama var t.d. körfubolti, borðtennis, hoppukastali, badminton, skák, stangarstökk, sund og lengi má telja. Allt var þetta frítt og var þetta hugsað sem ljölskyldustund í íþróttahúsinu. Vonum við að framhald verði á þessari uppákomu og verður það þá væntanlega með því sniði að íþróttahúsið verði opið í tvo klukkutíma á áður aug- lýstum helgum og þá allar bekkjardeildir saman. Kveðja, fyrir hönd stjómar foreldrafélagsins Ólöf Björk Björnsdóttir, fonnaður Jómfrúarholan í landi Lundar í Mosfellsdal er nú staðsett undarlegt fyrirbæri, sem líkast er geimstöð. Þama er kominn nýjasti og fullkomnasti jarðborinn frá Jarðbor- unum h/f og er hann með sína jómfrú- arholu. Borinn er sá fullkomnasti á landinu, mjög sjálfvirkur og handhæg- ur í meðfömm, Talið er að hann geti far- ið niður á 2000 metra við ákveðnar að- stæður, þegar myndin er tekin er hann í um 600 metra dýpi. Fjórir menn vinna við hann á hverri vakt, yfirborstjóri, bormaður og tveir aðstoðarmenn. Það vekur athygli að kona skipar sæti á einni vaktinni. Sleipnir, en það er nafn borsins, er að gera mælingaholu í útjaðri heitavatns- svæðis til upplýsinga, en ekki að beisla vatn. Að þessu jómfrúarverkefni loknu fer Sleipnir á Selfoss. Skemmtilegt er að þetta fullkomna tæki skuli hefja sína þjónustu við landsmenn hér í vöggu heita vatnsins. Kiwanismenn lialda félagsvist hvert föstudagskvöld allan veturinn við góða aðsókn. - hmi- falið í vistinni er kaffi og meðlœti, en Kristín Jónasdóttir hoiftr hér yfir pönnukökur sínar og alls kyns krœsingar. RÉTTINGAR • YFIRBYGGINGAR VIÐGEROIR • BÍLAMÁLUN •CELETTE Fullkomnustu grindarréttinga- og mælitæki sem vö! er ó hér ó landi BÍLASMIÐJAN HF Flugumýrl 20 • 270 Mosfcllsb.v Símll 566 8200-566 8201 » Faxt 566 8202 Setfang: nybiht'eentrum.is of]4‘í9o 25 ára i\lo8fcll8blaðið e

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.