Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 11

Mosfellsblaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 11
Páll Helgason spilar undir og stjómar söng Vorboðans, kórs aldraðra. Þorrablót aldraðra Þann 7. febrúar s.l. var haldið árlegt þorrablót fyrir eldra fólkið í Mosfells- bæ og nágrannasveitarfélögunum. Var það haldið í Hlégarði við frábæra mat- seld Vignis Kristjánssonar og hans fólks. Að blótinu stóðu að venju Soroptimistaklúbburinn, Lions, Kiw- anis og Rauði kross Kjósarsýslu. Var fólkið sótt og ekið heim sem þess óskaði. Veislustjóri var Salóme Þor- kelsdóttir. Vorboðinn söng, danssýning var undir stjóm hjónanna Guðlaugar og Ragnars, sem eru danskennarar aldr- aðra og leynigestur mætti, það var Diddú. Síðan var dansað og var þetta hin besta skemmtun að venju. Gefur lil tílcniefhavama Svavar Sigurðsson lifir fyrir að veija ungmenni gegn fíkniefnavandanum. Hann safnar fé til vímuefnavama og gefur tæki og búnað aðallega til lög- reglu og tollgæslu og framlagið er komið á fimmtu milljón til þessara að- ila. - Nú á dögunum gaf hann lögregl- unni í Mosfellsbæ tölvumyndavél (digital) , sem hún er þegar farin að notá og er þetta sjötta myndavélin sem hann gefur lögreglunni á landinu. Enn- fremur gaf hann foreldravaktinni í Ottó í Naustanesi telcur á hús Mosfellsbæ GSM síma, en bæjaryfir- völd höfðu ekki orðið við ósk þar að lút- andi. Ityrrðarstundir í Lágafellsldrkju Kyrrðarstundir em í Lágafells- kirkju alla fimmtudaga kl. 18:00. I erli dagsins getur verið mjög róandi að setjast þar, njóta tónlistar, hlusta á falleg orð og biðja. Kirkjan er ein- staklega falleg og hrein unun að sitja og horfa fram í kórinn, þar sem eitt fellur að öðm og úr verður mikið listaverk. Fermingarkveoja frá Hosverjum Nú þegar fermingar fara í hönd, er ekki úr vegi að minna á fermingar- skeyti skátafélagsins Mosveija, en þau hafa verið vaxandi þáttur í fjáröflunar- starfsemi skáta. Með því að notafæra sér af skeytaþjónustu Mosveija geta bæjarbúar stutt við starfsemi þeirra. Málefnið er sannarlega gott. Ef hægt er að tala um forvamarstarf meðal bama og unglinga, er óhætt að fullyrða að skátastarfíð setur varanlegt mark á hvem þann sem tekur þátt í því, eink- um að því er varðar kynni af heilbrigðu og ábyrgu félagsstarfi og þjálfun í því að fást við ýmis konar kreijandi verk- efni við fjölbreyttar aðstæður. Skátastarfið hefur verið öflugt síðustu mánuði og Mosveijar eins og aðrir skát- ar undirbúa sig af kappi undir væntan- legt landsmót skáta á sumri komanda. Það er helst úr starfseminni að ffétta, að auk reglulegra útivistarleiðangra fór fram vígsla nýliða í Lágafellskirkju þ. 22. febrúar s.l. þar sem um 22 nýliðar vígðust til skátastarfsins, en 22. febrúar er fæðingardagur Baden Powell, stofn- anda skátahreyfingarinnar og alþjóð- legur hátíðisdagur skáta. Framundan er mikið starf fram á vor: Ferð í Amarset- ur 12. og 13. mars, leikur við Hafravam 10. apríl og ferð í KSÚ skálann að Úlf- ljótsvatni 21. - 23. maí svo eitthvað sé nefnt. Lag upp t göngu og útilegu að Hrolli við Hafravatn, eina af vetrarbœkistöðvum Mosverja. Efri röðf.v.: Hrafn, Jens og Yngvi. Fyrirframan þá f.v. eru Fífa, Hálfdán og Halldór. Bændurnir Ottó og Þorbjörg í Naustanesi hafa fengið eina dýrateg- und í viðbót til að annast um. Þegar átti að taka hestana heim í haust fylgdi gæs nokkur hestunum. Þegar hestarnir vom reknir af stað fylgdi gæsin hestun- um. Gæsin fylgdi hestunum heim í Naustanes og vék ekki frá þeim. Undi hún hag sínum vel í nærvem hestana og vaggaði á milli fóta þeirra eins og ekkert væri. Hestamir virðast líka taka nærvem hennar vel og hnusa að henni svona öðm hveiju. Þegar nokkrir hest- ar vom teknir á hús fylgdi gæsin með, en hún hefur hlotið nafnið Pegasus. Húsnæði óskast 3-4 herbergja húsnæði óskast til leigu í Mosfellsbæ, strax eða sem allra fyrst. Reglusemi og öruggum greiðslum heitið. fers\ur OH freistandi Vinsamlegast hringið í síma 899-5181. MosfellsblaAið O

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.