Feykir


Feykir - 27.03.2002, Page 5

Feykir - 27.03.2002, Page 5
11/2002 FEYKIR 5 Ástæðan fyrir slitum meirihlutans Nú hefur ástæðan fyrir slit- um meirihlutasamstarfs Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks birst í sinni réttu mynd. Hags- munagæsla þessara flokka hentaði ekki Kaupfélagi Skag- firðinga og því var myndaður nýr meirihluti framsóknar og Skagafjarðarlista KS. Nú er komin upp drauma- staða Þórólfs Gíslasonar kaup- félagsstjóra að geta vasast með málefni sveitarfélagsins til hagsbóta fyrir KS. Bæjarstjór- inn var látinn fjúka. Rafveita Sauðárkróks seld og rafveitu- stjórinn fékk líka að fjúka. Þar sem Þórólfur Gíslason var að verða nokkuð ofhlaðinn varð að ráði að ráða „ódýran “ starfsmann á skrifstofur Sveit- arfélagsins sem hafði í mán- aðalaun árslaun verkamanns með því skilyrði að hann væri við á skrifstofunni tvo til þrjá daga í viku. Nú gat Þórólfur snúið sér að skipulagi skrif- stofuhalds á Sauðárkróki, því þar er hann verulega útsjónar- samur. Fyrst flutti hann Ibúða- lánasjóðsskrifstofuna af þriðju hæð KS niður á aðra hæð KS, þá flutti hann Byggðatofnun úr eigin húsnæði á þriðju hæð KS og því næst Element af þriðju hæð KS í skrifstofuhúsnæði Sveitarfélagsins og skrifstofur Sveitarfélagsins í húsnæði Byggðastofnunar. Þarna er Þórólfur að spara ríkinu nokkra tugi milljóna í fjárfestingu í skrifstofuhúsnæði sem Byggðastofnun ætlaði að kaupa af Sveitarfélaginu. Svo er KS búið að fá feikna tekjur vegna vinnu við allar þessar breytingar og flutninga og Sveitarfélagið fær líka að borga þokkalegan aukakostnað af gjörðum Þórólfs. Enn var botninum ekki náð í afskiptum Þórólfs Gíslasonar kaupfélags- stjóra af Sveitarfélaginu. Nú skyldi seilast til Steinullarverk- smiðjunnar fyrirtækis sem mestur arður er af í Skagafirði og koma því úr höndum heimamanna, sem hafa setið í meirihlutastjóm þess og gætt hagsmuna íbúanna af kost- gæfni. Þórólfur tók sér það vald að gerast útsölustjóri á hlutabréfum Sveitarfélagsins, því stutt er í sveitarstjómar- kosningar og enginn tími má fara til spillis ef KS á að takast að ná afgerandi eignarhaldi á verksmiðjunni. Þórólfur fékk tvö markaðs- ráðandi fyrirtæki á sölu stein- ullar á suðvesturlandi til sam- starfs við KS um að yfirtaka verksmiðjuna. Eftir yfirtöku verður kallaður saman hlut- hafafundur og þar kosin ný stjóm og nýr stjómarformaður. Þessi nýi formaður fer í næsta banka og tekur lán fyrir hönd verksmiðjunnar fyrir allri þeirri upphæð sem nýju hluthafamir undirgengust að greiða fyrir hlutabréfin og þannig eignast þeir Steinullarverksmiðjuna án þess að greiða eina krónu. Sveitarfélagið Skagafjörður gat lika keypt verksmiðjuna á sama hátt, með þátttöku starfs- manna, en án þátttöku KS og tryggt að öll arðsemi hannar yrði eftir heima í héraði og það verður að segjast að það munar um 150 til 200 milljónir í sam- félagið í Skagafirði á ári. Svona einfaldir hlutir geta ekki gerst þar sem Framsókn- arflokkurinn hefúr allt öðram hnöppum að hneppa en styðja við afkomu Sveitarfélagsins. Svo má spyija hvar eru úr- lausnir Sjálfstæðisflokksins í svo einföldum málum. Helst mætti halda að Sjálfstæðis- flokkurinn sé of upptekinn við að vera í stjórnarandstöðu, að hann sjái ekki við einfoldum leikfléttum kaupfélagsstjórans og ffamsóknar, sem allar mið- ast að því að gera Sveitarfélag- ið að féþúfu fyrir KS. Það mætti rifja það upp hvernig Hofsóshreppur missti togarann Skaffa þegar Útgerðarfélag Skagfirðinga var lagt niður og hvemig KS komst yfir 80% af skipakosti Útgerðarfélagsins. Þar var hagur Sauðárkróks og annarra hluthafa algjörlega fyrir borð borinn. Það em sömu öflin á ferðinni í fram- sókn með sömu markmiðin um að draga alla æta bita und- ir Kaupfélagið jafnvel þó rekst- ur þess sé kominn á það stig að veltan standi í stað ár effir ár á verðbólgutímum, sem er hættumerki i rekstri og því full ástæða til að skipta út kaupfé- lagsstjóranum. Þessi atlaga kaupfélagsstjórans að Steinull- arverksmiðjunni gerir það að skammaryrði að vera í stjóm KS og mun rjúfa tiltrú Skag- firðinga á Kaupfélaginu. Hvemig ætlar Þórólfur Gíslason og Framsóknarflokk- urinn að koma í veg fyrir að Húsasmiðjan og BYKO kaupi 2,1% umfram samkomulag þeirra við KS og nái þar með meirihluta í Steinullarverk- smiðjunni. Hver er staða heimamanna þá!!!!! Pálmi Sighvatsson. Besti rapparinn frá Sauðárkróki Það verður ekki annað sagt en ungmenni frá Sauðárkróki hafi verið áberandi á tónlistar- sviðinu um síðustu helgi. Auk sigursins í Söngkeppni ffam- haldsskólanna stóð hljómsveit- in „Tannlæknar andskotans” sig vel í Músíktilraunum sem fram fóm sl. föstudagskvöld. Þar var valinn besti rapparinn Kristinn Loftur Einarsson. Það hefur verið viðburðar- rikt hjá Krimi Loffi undanfarið, en hann var einn aðalleikarinn og söngvarinn í sýningu 10. bekkjar Arskóla á Hárinu og er myndin af Kristni í hlutverki sinu í þeirri sýningu. Aðrir meðlimir „Tannlækna andskot- ans” em þeir Arni Sæmundur Guðmundsson og Oddur Tryggvi Elvarsson. Snj ósleðafólk Snjósleðaolíur, reimar, hjálmar og margt fleira fyrir sleðaútgerðina Delpi rafgeymar í flestar bifreiðar Vredestein fólksbílahjólbarðar, margar stærðir Bílabúð Sauðárkróki

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.